Bæjarstjórn - 338. fundur - 6. febrúar 2014

 

 

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 824. fundi bæjarráðs Eyrarskjól - Hjallastefnan, endurupptaka
II Tillaga frá 825. fundi bæjarráðs Viljayfirlýsing vegna húsbyggingar Þroskahjálpar
III Tillaga frá 406. fundi umhverfisnefndar Dagverðardalur 7, umsókn um lóð
IV Tillaga frá 406. fundi umhverfisnefndar Dagverðardalur 1, umsókn um lóð
V Tillaga frá 406. fundi umhverfisnefndar Þingeyri, deiliskipulag
VI Tillaga frá 826. fundi bæjarráðs Viðauki við samstarfssamning við Kómedíuleikhúsið
VII Tillaga frá 826. fundi bæjarráðs Samstarfssamningur við Litla leikklúbbinn
VIII Tillaga frá 827. fundi bæjarráðs Sjúkraflutningar Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar
IX Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2015-2017 Fyrri umræða í bæjarstjórn
X Bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar Fyrri umræða í bæjarstjórn
XI Dýrafjarðargöng Tillaga að ályktun um Dýrafjarðargöng
XII Fundargerð (ir) almannavarnarnefndar 16/1
XIII " bæjarráðs 20/1, 27/1 og 3/2
XIV " félagsmálanefndar 21/1
XV " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 29/1
XVI " nefndar um sorpmál 22/1
XVII " umhverfisnefndar 22/1
XVIII " þjónustuhóps aldraðra 9/1

 

I.              Tillaga til 338. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. febrúar 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Pétursson.

 

Bæjarráð, 825. fundur 13. janúar 2014.

8.    Eyrarskjól – Hjallastefnan. 2013-12-0025.

 

„Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara og Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 10. janúar 2014, varðandi samningaviðræður við Hjallastefnuna um að taka við rekstri leikskólans Eyrarskjóls.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í formlegar samningaviðræður við Hjallastefnuna ehf. um yfirtöku Hjallastefnunnar ehf. á rekstri leikskólans Eyrarskjóls. Bæjarstjóri leiði þær viðræður.“

 

Jóna Benediktsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu f.h. Í-listans:

„Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í formlegar viðræður við Hjallastefnuna ehf. Í viðræðunum verði stillt upp tveimur möguleikum A) Að Hjallastefnan ehf. yfirtaki rekstur leikskólans Eyrarskjóls. B) Að gerður verði samstarfssamningur við Hjallastefnuna ehf. sem felur í sér faglegan stuðning við starfsfólk Eyrarskjóls án þess að Hjallastefnan ehf. yfirtaki rekstur leikskólans.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber breytingartillögu Í-listans til atkvæða.

Tillaga Í-listans felld 5-4.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 6-2.

 

Gísli Halldór Halldórsson leggur fram eftirfarandi bókun f.h. meirihlutans:

„Meirihluti D -  og B - lista tekur undir með Í-listanum að ef ekki næst ásættanlegur samningur við Hjallastefnuna ehf. um rekstur Eyrarskjóls þá verði leitað hagkvæmrar leiðar til að starfsfólk Eyrarskjóls fái aðgang að starfi Hjallastefnunnar ehf. eins og kostur er. Ekki er hinsvegar álitlegt að reyna að semja um báðar þessar aðferðir á sama tíma.“

 

Jóna Benediktsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun f.h. Í-listans:

„Í-listinn fagnar því að bæjarstjórn ætli að leggja aukna áherslu á faglegt starf á leikskólanum Eyrarskjóli og bendir jafnframt á að huga verður að sambærilegum stuðningi við fagþróun starfsmanna á öðrum leikskólum bæjarfélagsins.“

 

II.           Tillaga til 338. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. febrúar 2014. 

Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Daníel Jakobsson.

 

Bæjarráð, 825. fundur 20. janúar 2014.

6.      Væntanleg húsbygging Þroskahjálpar á Ísafirði. 2012-09-0046.

„Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs, sem barst 17. janúar 2014, ásamt minnispunktum frá símafundi sem fram fór 14. janúar 2014, þar sem gerð er grein fyrir stöðu mála varðandi væntanlega byggingu húsnæðis á Ísafirði á vegum Húsbyggingarsjóðs Þroskahjálpar og drög að viljayfirlýsingu.

Margrét Geirsdóttir mætir til fundarins kl. 9:45 og vék af fundinum kl. 9:50.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða viljayfirlýsingu.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

 

III.        Tillaga til 338. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. febrúar 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 406. fundur 22. janúar 2014

1.      Dagverðardalur 7, umsókn um lóð. 2013-05-0011.

„Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Hjálmar Guðmundsson fái lóð nr. 7 í Dagverðardal, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

IV.        Tillaga til 338. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. febrúar 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Umhverfisnefnd, 406. fundur 22. janúar 2014

2.      Dagverðardalur 1, umsókn um lóð. 2012-01-0064.

„Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Marzellíus Sveinbjörnsson fái lóð nr. 1 í Dagverðardal, Ísafirði, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

V.           Tillaga til 338. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. febrúar 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Sigurður Pétursson.

 

Umhverfisnefnd, 406. fundur 22. janúar 2014

9.      Þingeyri, deiliskipulag. 2009-12-0009.

„Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu umhverfisnefndar til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

VI.        Tillaga til 338. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. febrúar 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Bæjarráð, 826. 27. janúar 2014

5.      Kómedíuleikhúsið. 2005-09-0047.

„Lagður er fram viðauki við samstarfssamning Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

VII.     Tillaga til 338. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. febrúar 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Bæjarráð, 826. 27. janúar 2014

6.      Litli leikklúbburinn. 2013-10-0066.

„Lagt er fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dags. 17. janúar 2014, þar sem hann leggur til að Ísafjarðarbær styðji Litla leikklúbbinn á árunum 2015 og 2016.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja samning fyrir bæjarstjórn.“

 

Albertína F. Elíasdóttir leggur tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

VIII.  Tillaga til 338. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. febrúar 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Bæjarráð, 827. 3. febrúar 2014

4.      Sjúkraflutningar Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. 2009-02-0008.

Lagður er fram samningur um sjúkraflutninga á svæði Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, milli Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar, dags. 30. janúar 2014.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framlagðan samning.

 

Albertína F. Elíasdóttir leggur tillögu bæjarráðs til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

IX.        Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar 2015-2017. 2013-06-0033.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Lögð eru fram drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árin 2015-2017. Daníel Jakobsson gerði grein fyrir áætluninni.

 

Forseti lagði til að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

X.           Bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar. 2012-12-0018.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

            Lögð eru fram drög að nýrri bæjarmálasamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ.

 

 

Forseti lagði til að bæjarmálasamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

 

 

Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

 

XI.        Dýrafjarðargöng. 2011-06-0058.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir

 

Fyrir fundinum liggur svohljóðandi tillaga að ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar:

 

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að eyða allri óvissu og bjóða út gerð Dýrafjarðarganga nú þegar, enda liggja fyrir hönnunar- og útboðsgögn. Þá verði samhliða lokið við hönnun vegstæðis Dynjandisheiðar og framkvæmdum þar lokið á sama tíma og framkvæmdum við Dýrafjarðargöng. Brýnt er að hafa í huga að á meðan beðið er Dýrafjarðarganga liggur allt annað viðhald og uppbygging í frosti og því lífsspursmál fyrir byggðirnar að ríkisstjórnin taki af allan vafa og ljúki málinu.“

 

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

 

XII.     Fundargerð almannavarnarnefndar

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 16/1. 24. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

XIII.  Fundargerðir bæjarráðs.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Gísli Halldór Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 20/1. 825. fundur.

Fundargerðin er í níu liðum.

 

Fundargerðin 27/1. 826. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

 

Fundargerðin 3/2. 827. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

 

Fundargerðirnar lagðar fram kynningar.

 

XIV.  Fundargerð félagsmálanefndar.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 21/1. 384. fundur.

Fundargerðin er í átta liðum.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XV.     Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

            Til máls tók: Alberta F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 29/1. 34. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVI.  Fundargerð nefndar um sorpmál.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Daníel Jakobsson.

 

Fundargerðin 22/1. 29. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVII.                Fundargerð umhverfisnefndar.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóra.

 

Fundargerðin 22/1. 406. fundur.

Fundargerðin er í ellefu liðum.

Fundargerðin staðfest.

 

XVIII.             Fundargerð þjónustuhóps aldraðra.

            Til máls tók: Alberta F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 9/1. 74. fundur.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:15.

 

 Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar

Jóna Benediktsdóttir                                                            

Gísli Halldór Halldórsson

Arna Lára Jónsdóttir                                                            

Steinþór Bragason

Sigurður Pétursson                                                               

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Kristján Andri Guðjónsson                                                  

Kristín Hálfdánsdóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?