Bæjarstjórn - 337. fundur - 17. janúar 2014

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Kristín Hálfdánsdóttir, í hennar stað Ingólfur Þorleifsson, Sigurður Pétursson, í hans stað Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Dagskrá:

I Tillaga frá 820. fundi bæjarráðs Sameiginlegt markaðsátak fyrir sveitarf. á Vestfjörðum
II Tillaga frá 823. fundi bæjarráðs Sameiginleg stefna sveitarf. á Vestfjörðum um sjálfbæra
þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti
III Tillaga frá 405. fundi umhverfisnefndar

Nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði

IV Tillaga frá 405. fundi umhverfisnefndar Dynjandi
V Tillaga frá 824. fundi bæjarráðs Reglur um afslætti af fasteignagjöldum
VI Tillaga frá 824. fundi bæjarráðs Eyrarskjól - Hjallastefnan
VII Lokun Fiskistofu á Ísafirði Ályktun lögð fram á fundinum
VIII Fundargerð(ir) almannavarnanefndar 11/12, 22/12, 26/12 og 27/12
IX " barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum 19/12
X " bæjarráðs 23/12, 6/1 og 13/1
XI " félagsmálanefndar 10/12
XII " fræðslunefndar 18/12
XIII " hafnarstjórnar 20/12
XIV " íþrótta- og tómstundanefndar 8/1
XV " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 11/12
XVI " nefndar um sorpmál 17/12
XVII " umhverfisnefndar 8/1

 

Albertína F. Elíasdóttir gerir að tillögu að XVIII. lið verði bætt við dagskrána: Breytingar á nefndum.

 

Tillagan samþykkt 9-0 

 

I.              Tillaga til 337. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. janúar 2014.

Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson.

 

Bæjarráð, 820. fundur 2. desember 2013.

2.    Sameiginlegt markaðsátak fyrir sveitarfélög á Vestfjörðum. 2013-11-0023.

 

„Umræður um framkomin gögn og kynningu á verkefninu fóru fram.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær taki þátt í verkefninu, með þeim skilyrðum að fá fulltrúa í stýrihóp verkefnisins. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að íbúar, fyrirtæki og beinir hagsmunaaðilar í sveitarfélögunum komi með í verkefnið. Þá telur bæjarráð enn fremur að skilyrði sé, áður en lengra er haldið með verkefnið, að fyrir liggi markhópagreining og tillögur að árangursmælingum.“

 

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0. 

 

II.           Tillaga til 337. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. janúar 2014. 

Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir og Jóna Benediktsdóttir.

 

Bæjarráð, 823. fundur 6. janúar 2014.

6.    Sameiginleg stefna sveitarfélaganna á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti. 2011-07-0061.

 

„Lagður er fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, verkefnastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 18. desember 2013, þar sem óskað er eftir samþykki bæjarstjórnar á sameiginlegri stefnu sveitarfélaganna á Vestfjörðum um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti, sem fylgdi tölvupóstinum.

Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum frá Línu Björgu Tryggvadóttur. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framangreinda stefnu.“

 

Lína Björg Tryggvadóttir situr hjá í atkvæðagreiðslu.

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0. 

 

III.        Tillaga til 337. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. janúar 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Gísli Halldór Halldórsson.

 

Umhverfisnefnd 405. fundur 8. janúar 2014.

5.    Nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. 2010-04-0016.

 

„Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að lýsing áætlunar um Nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði 2014 - 2026, dags. 26.11.2013 verði samþykkt.“

 

Lína Björg Tryggvadóttir situr hjá í atkvæðagreiðslu.

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0. 

 

IV.        Tillaga til 337. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. janúar 2014.

          Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Umhverfisnefnd 405. fundur 8. janúar 2014.

7.    Dynjandi. 2012-10-0060.

 

„Lögð fram tillaga að greinargerð ásamt umhverfisskýrslu og skipulagsskilmálum að deiliskipulagi fyrir Dynjanda í Arnarfirði,dags. 19. des 2013. Tillagan er unnin af Landform ehf.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0. 

 

V.           Tillaga til 337. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. janúar 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Lína Björg Tryggvadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Bæjarráð, 824. fundur 13. janúar 2014.

3.    Reglur um afslætti af fasteignagjöldum. 2014-01-0030.

 

„Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. janúar 2014, varðandi atriði sem þarf að taka afstöðu til við álagningu fasteignagjalda og innheimtu þeirra árið 2014. Jafnframt liggja fyrir drög að reglum ársins 2014 um afslætti fasteignagjalda fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja og drög að tilkynningu til félagasamtaka vegna styrks til félags-, menningar-, eða íþróttastarfsemi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar í samræmi við umræður og viðræður á fundinum.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0. 

 

VI.        Tillaga til 337. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 16. janúar 2014.

          Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Bæjarráð, 825. fundur 13. janúar 2014.

8.    Eyrarskjól – Hjallastefnan. 2013-12-0025.

 

„Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara og Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 10. janúar 2014, varðandi samningaviðræður við Hjallastefnuna um að taka við rekstri leikskólans Eyrarskjóls.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í formlegar samningaviðræður við Hjallastefnuna ehf. um yfirtöku Hjallastefnunnar ehf. á rekstri leikskólans Eyrarskjóls. Bæjarstjóri leiði þær viðræður.“

 

Jóna Benediktsdóttur leggur fram eftirfarandi breytingartillögu Í-listans:

„Lagt er til að viðræðum verði frestað og frekari upplýsinga aflað.“

Tillagan er undirrituð af Jónu Benediktsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Örnu Láru Jónsdóttur og Línu Björgu Tryggvadóttur.

 

Gísli Halldór Halldórsson leggur fram eftirfarandi bókun meirihlutans vegna frestunar málefna Eyrarskjóls:

„Ekki bráðliggur á að afgreiða ákvörðun um að fara í viðræður vegna Hjallastefnunnar og má það í sjálfu sér bíða til næsta fundar bæjarstjórnar. Meirihlutinn telur hinsvegar að um sé að ræða málefni sem verðugt er að samþykkja, enda er mikill áhugi fyrir því meðal starfsmanna Eyrarskjóls.

Ef einhverjir bæjarfulltrúar vilja velta vöngum yfir því hvort hætta eigi að reka Hjallastefnuna á Eyrarskjóli, sem gert hefur verið síðastliðin 15 ár, þá er vissulega rétti tíminn til þess núna, áður en gengið er að fullu til samstarfs við Hjallastefnuna ehf. um rekstur skólans.“

 

Albertína F. Elíasdóttir leggur tillögu Í-listans undir atkvæði.

 

Tillaga Í-listans samþykkt 9-0. 

 

VII.     Lokun Fiskistofu á Ísafirði.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Gísli Halldór Halldórsson.

 

Fyrir fundinum liggur svohljóðandi tillaga að ályktun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar:

 

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur ríkistjórn Íslands og Alþingi til þess að standa vörð um starfsstöðvar og störf sem stjórnvöld hafa áður ákveðið að skuli eiga sér vettvang á Vestfjörðum. Bæjarstjórn óskar eftir viðræðum við fulltrúa ríkisstjórnarinnar um nauðsynlegar úrbætur á þessum málum.

Oft hefur tekist með samstilltu átaki og stefnufestu að koma fótunum undir starfsstöðvar sem eiga fullt erindi í okkar landshluta. Einhverra hluta vegna virðist fjara undan slíkum starfsstöðvum þegar frá líður, jafnvel óháð vilja stjórnvalda. Átakanlegt dæmi um þetta er lokun útibús Fiskistofu á Ísafirði. Þrátt fyrir mikilvægi Vestfjarða sem löndunarstöðvar á Íslandi er nú enginn starfsmaður Fiskistofu staðsettur þar. Nú eru einnig horfnir héðan starfsmenn í fiskeldiseftirliti, þrátt fyrir að sjókvíaeldi fisks sé bannað víðast hvar annarsstaðar en á Vestfjörðum, þar sem jafnframt er þriðjungur strandlengju Íslands.

Mikilvægt er að staðið sé við fyrirheit í tengslum við uppbyggingu stofnana svo sem Fjölmenningaseturs, Háskólaseturs Vestfjarða og sérfræðiútibúa líkt og Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunar og Veðurstofu Íslands.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar áréttar jafnframt mikilvægi þess að ríkisvaldið komi af heilum hug að uppbyggingu fjölbreyttrar atvinnustarfsemi á Vestfjörðum. Mikilvægi fjölbreyttrar atvinnuuppbyggingar er óvíða meiri.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar mikilvægi þess að uppbygging í tengslum við fiskeldi hvort sem það eru rannsóknir, eftirlit eða menntun verði byggt upp á Vestfjörðum, enda ljóst að umfangsmikil starfsemi er nú þegar í fiskeldi á svæðinu og er fyrirsjáanleg mikil aukning í náinni framtíð.

Sveitarfélög á Vestfjörðum hafa lagt mikla áherslu á auðlindir fjarðanna. Lokið hefur verið gerð nýtingarætlunar fyrir Arnarfjörð fyrstan strandsvæða Íslands og stendur yfir gerð nýtingaráætlunar fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Jafnframt hafa sveitarfélögin tekist á skuldbindingu í tengslum við umhverfisvottun fjórðungsins hjá Earthcheck og styttist í að sú vottun liggi fyrir. Hvort tveggja styður við fjölmargar atvinnugreinar, þar á meðal fiskeldi og ferðaþjónustu.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á Alþingi og ríkisstjórn Íslands að standa með Vestfirðingum og byggja upp öfluga miðstöð fiskeldis á Vestfjörðum á sviði eftirlits, rannsókna og menntunar í gegnum Háskólasetur Vestfjarða og Rannsóknasetur Háskóla Íslands.“

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

 

VIII.  Fundargerðir almannavarnarnefndar

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 11/12. 20. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

 

Fundargerðin 22/12. 21. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

 

Fundargerðin 26/12. 22. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

 

Fundargerðin 27/12. 23. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. 

 

IX.        Fundargerð barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 19/12. 126. fundur.

Fundargerðin er í tveimur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

 

X.           Fundargerðir bæjarráðs.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson.

 

Arna Lára Jónsdóttir, leggur fram eftirfarandi bókun, f.h. Í-listans:

 

„Sú tilkynning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um styrkveitingu til tveggja ágætra verkefna Ísafjarðarbæ sætir töluverðri undrun bæjarfulltrúa Í-listans, sérstaklega í ljósi þess að ekki var formlega óskað eftir þessum fjárveitingum. Bæjarfulltrúar Í-listans telja að eðlilegra hefði verið að hafa samráð við heimamenn um forgangsröðun verkefna þó þeir gleðjist yfir áhuga forsætisráðherra á framfaraverkefnum í Ísafjarðarbæ.“

 

Fundargerðin 23/12. 822. fundur.

Fundargerðin er í tuttugu og einum lið.

 

Fundargerðin 6/1. 823. fundur.

Fundargerðin er í tíu liðum.

 

Fundargerðin 13/1. 824. fundur.

Fundargerðin er í átta liðum.

 

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar. 

 

XI.        Fundargerð félagsmálanefndar.

            Til máls tók: Alberta F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 10/12. 383. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

 

XII.     Fundargerð fræðslunefndar.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir.

 

Fundargerðin 18/12. 339. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIII.  Fundargerð hafnarstjórnar

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 20/12. 169. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIV.  Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar

            Til máls tók: Alberta F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 8/1. 146. fundur.

Fundargerðin er í einum lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

 

XV.     Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

            Til máls tók: Albertína F. Elíasdóttir, forseti.

 

Fundargerðin 11/12. 33. fundur.

Fundargerðin er í þremur liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVI.  Fundargerð nefndar um sorpmál

            Til máls tóku: Alberta F. Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 17/11. 28. fundur.

Fundargerðin er í sex liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar. 

 

XVII.                Fundargerð umhverfisnefndar.

            Til máls tóku: Albertína F. Elíasdóttir, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 8/1. 405. fundur.

Fundargerðin er í átta liðum.

Fundargerðin lögð fram til staðfestingar.

 

Albertína F. Elíasdóttir, forseti, tekur á dagskrá undir þessum lið án andmæla og ber fram tillögu um að afturkalla ákvörðun í 1. og 3. lið fundargerðarinnar vegna athugasemda sem hafa borist eftir fundinn og er nefndinni falið að fjalla aftur um málið.

 

Albertína F. Elíasdóttur ber tillöguna til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0. 

 

XVIII.             Tillaga að breytingum á nefndum.

Gísli Halldór Halldórsson lagði fram svohljóðandi tillögu frá D-lista undir þessum lið dagskrár:

 

Hafnarstjórn

Í stað Guðfinnu Hreiðarsdóttur komi Steinþór Bragason fulltrúi D-lista sem aðalmaður.

 

Félagsmálanefnd

Í stað Guðfinnu Hreiðarsdóttur komi Guðný Stefanía Stefánsdóttir fulltrúi D-lista sem aðalmaður.

Gunnar Þórðarson sem er aðalmaður D-lista í félagsmálanefnd taki sæti sem formaður í stað Guðfinnu Hreiðarsdóttur.

 

            Tillögur D-lista samþykktar 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:10.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, ritari

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar

Ingólfur Þorleifsson

Gísli Halldór Halldórsson

Steinþór Bragason

Guðný Stefanía Stefánsdóttir

Kristján Andri Guðjónsson

Arna Lára Jónsdóttir

Jóna Benediktsdóttir

Lína Björg Tryggvadóttir

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?