Bæjarstjórn - 336. fundur - 23. desember 2013

Dagskrá:

  1. Tillaga frá 822. fundi bæjarráðs. Lánssamningar, endurfjármögnun og hjúkrunarheimili. 2013-01-0040.

 

I.              Tillaga til 336. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 23. desember 2013.

          Fundurinn var haldinn með rafrænum hætti. Bæjarritari sendi tölvupóst á bæjarfulltrúa og bæjarstjóra. Eftirfarandi svöruðu tölvupóstinum: Albertína F. Elíasdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson, Steinþór Bragason og Daníel Jakobsson. 

 

Bæjarráð, 822. fundur 23. desember 2013.

8.    Lánssamningar, endurfjármögnun og hjúkrunarheimili. 2013-01-0040.

Lögð eru fram drög að lánssamningi milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Ísafjarðarbæjar, nr. 1312_59, að fjárhæð kr. 100.000.000,- eitthundraðmilljónir – til 11 ára, til að endurfjármagna útistandandi skuldabréfa bæjarins sem tekin voru til að fjármagna uppbyggingu leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla.

 

Enn fremur leggur bæjarstjóri til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun vegna lánveitinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga, bæði vegna endurfjármögnunar og byggingar hjúkrunarheimilis.

 

„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 460.000.000 kr. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna hjúkrunarheimili sem og endurfjármagna hluta af útistandandi markaðsskuldabréfum sveitarfélagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

 

Jafnframt er Þórdísi Sif Sigurðardóttur, bæjarritara, kt. 180378-4999, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

 

Bæjarráð staðfestir bókunina og leggur til að henni verði vísað til samþykktar bæjarstjórnar, rafrænt í tölvupósti.

 

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert.

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir, ritari

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Steinþór Bragason.

Guðný Stefanía Stefánsdóttir                                                          

Gísli Halldór Halldórsson

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri. 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?