Bæjarstjórn - 331. fundur - 20. september 2013

 

 

Dagskrá

I Tillaga frá 399. fundi umhverfisnefndar
Deiliskipulag á Eyrinni, skólalóð Austurvegi.2012-03-0090
II Tillaga frá 399. fundi umhverfisnefndar

Deiliskipulag á Ingjaldssandi. 2011-09-0100


III Tillaga Í-lista.  Rekstur þjónustumiðstöðvar Rekstur þjónustumiðstöðvar. 2013-07-0065
IV Tillaga Í-lista.  Breytingar á nefndarmönnum Breytingar á nefndarmönnum. 2013-01-0048
V Fundargerð(ir) 

bæjarráðs 2/9., 9/9. og 16/9.    

VI " félagsmálanefndar 10/9.
VII " fræðslunefndar 11/9.   
VIII " íþrótta- og tómstundanefndar 10/9.    
IX " umhverfisnefndar 11/9.
X Fjárhagsáætlun 2014-2017. 

Umræða; megin forsendur og stefna,  markmið um niðurstöðu, fjárfestingar og rekstrarverkefni næstu 4ra ára.  Útsvarsprósenta og fasteignagjöld. 2013-06-0033

 

 

I.          Tillaga til 331. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. september 2013. 2012-03-0090.

            Til máls tóku Albertína Elíasdóttir forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Benedikt Bjarnason.

 

Umhverfisnefnd, 399. fundur 11. september 2013.

 

4. 2012030090 - Grunnskólinn á Ísafirði 2012-2013.

 

Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi á Eyrinni á Ísafirði - Austurvegur. Tillagan er unnin af Teiknistofunni Eik ehf. dags. september 2013.
Erindið var síðast á dagskrá umhverfisnefndar 21. ágúst sl.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.
Umhverfisnefnd óskar eftir minnisblaði frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs um framgang málsins.

Magnús Reynir Guðmundsson og Lína Björg Tryggvadóttir tóku ekki afstöðu til málsins.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.

„Í- listinn lýsir yfir vonbrigðum sínum með það verklag sem viðhaft var við

breytingar á skólalóð Grunnskólans á Ísafirði. Hvorki var farið að

skipulagslögum né reglum um góða stjórnsýslu og hlýtur slíkt að teljast

sérstaklega ámælisvert þegar stjórnvald á í hlut.

Fulltrúar Í-lista í bæjarráði og umhverfisnefnd samþykktu framkomnar

teikningar að skólalóðinni í trausti þess að réttu verklagi yrði fylgt við

kynningu og framkvæmd. Nú hefur komið á daginn að svo var ekki og lýsir

Í-listinn fullri ábyrgð meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í

þessu máli.“

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Línu Björg Tryggvadóttur, Benedikt Bjarnasyni og Kristjáni Andra Guðjónssyni.

 

Gísli H. Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun B- og D-lista  undir þessum lið dagskrár.

„Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hafnar aðdróttunum fulltrúa Í-listans um að á Austurvegi hafi átt sér stað skipulagsklúður og að staðfest sé að ekki hafi verið farið að lögum. Fullyrðingar um „offors“ við að koma upp 5 ára deild vitna e.t.v. um hversu lítinn forgang það hefur hjá einhverjum fulltrúa Í-listans að í Ísafjarðarbæ séu til næg dagvistarpláss til að anna eftirspurn.

Fulltrúar meirihlutans hafa sett það í algeran forgang að veita foreldrum barna eldri en 18 mánaða aðgang að dagvistun í leikskóla. Af þeim sökum þurfti að bregðast hratt við þegar í ljós kom í lok maí að ekki yrði hægt eða fullnægjandi að opna leikskóladeild í húsnæði Ísafjarðarbæjar á Hlíf. Það var gert og má telja að kraftaverk hafi verið unnið þegar tókst að opna meira en 30 ný leikskólapláss með svo stuttum aðdraganda sem raun ber vitni.

Þessi stutti fyrirvari þrengdi vissulega möguleika til breytinga en engu að síður er allt tal um skipulagsklúður orðum aukið. Það að skiptar skoðanir séu um skipulag er ekki endilega það sama og að skipulag sé klúður. Eðlilegt er að skoðanir séu skiptar um skipulag í hjarta bæjarins.

Skynsamlegast hefði auðvitað verið að auglýsa lokun Austurvegar fyrir ári síðan, þegar ljóst lá fyrir að honum yrði lokað. Í því felst þó engin viðurkenning á lögmæti eða lögleysu deiliskipulagsins, það hefði einfaldlega verið betri stjórnsýsla og samráð, öllum til hagsbóta. Þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið gert hefur hinsvegar verið kappkostað að fá fram þau sjónarmið sem máli skipta og nefndir og starfsfólk bæjarins lagt alla áherslu á að vel yrði að verki staðið.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að auglýsa breytingarnar þegar ásættanlegar teikningar liggja fyrir, engar óafturkræfar breytingar hafa enn verið gerðar. Með þeim hætti mun verða hægt að kalla formlega fram athugasemdir og fara vandlega yfir þær.

Álit meirihlutans er þó að þessar breytingar muni í endanlegri útfærslu verða miðbænum og miðbæjarmenningu til framdráttar.“

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.

Í-listi lýsir yfir vanþóknun sinni á nafnlausum aðdróttunum á bókun meirihlutans. Slíkar aðdróttanir bera aðeins vitni um léttvæg rök meirihlutans í málinu.

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Benedikt Bjarnasyni, Línu Björg Tryggvadóttur og Kristjáni Andra Guðjónssyni.

 

Tillaga Gísla H. Halldórssonar til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

„Legg til að ákvörðun um auglýsingu deiliskipulagsins vegna Austurvegar verði frestað meðan unnið er að útfærslu sem betur getur sætt þau sjónarmið sem uppi eru.“

 

Tillaga Gísla H. Halldórssonar um frestun á auglýsingu deiliskipulags samþykkt 9-0.

 

 

II.        Tillaga til 331. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. september 2013. 2011-09-0100.

            Til máls tóku Albertína Elíasdóttir forseti, Gísli H. Halldórsson, Kristján Andri Guðjónsson, Jóna Benediktsdóttir, Benedikt Bjarnason og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Umhverfisnefnd, 399. fundur 11. september 2013.

 

5. 2011090100 - Deiliskipulag á Ingjaldssandi.

 

Lögð fram deiliskipulagstillaga að Nesdal, Hrauni og Álfadal, dags. í september 2013. Í tillögunni hefur verið tekið tillit til hættumats á ofanflóðum.

 

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga Nesdals og Álfadals verði auglýst. 

 

Albertína Elíasdóttir forseti, leggur til að kosið verði í tvennu lagi um tillögu umhverfisnefndar um auglýsingu á deiliskipulagi Nesdals og Álfadals. Tillagan samþykkt samhljóða.           

 

Albertína Elíasdóttir forseti, leggur til að frestað verði auglýsingu deiliskipulagstillögu að Nesdal. Tillagan samþykkt 8-0

 

Albertína Elíasdóttir, forseti, leggur til að deiliskipulagstillaga að Álfadal verði auglýst. Tillagan samþykkt 7-1.

 

 

III.       Tillaga til 331. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. september 2013. 2013-07-0065.

            Til máls tóku Albertína Elíasdóttir forseti, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Kristján Andri Guðjónsson, Benedikt Bjarnason, Lína Björg Tryggvadóttir, Steinþór Bragason og Hlynur Kristjánsson.

 

            Tillaga frá bæjarfulltrúum Í-listans

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að gera 5 ára áætlun um endurnýjun vinnuvéla og bifreiða áhaldahúss bæjarins, til að tryggja áframhaldandi starfsemi þess. Áhaldahúsið, eða þjónustumiðstöðin, er mikilvægur þáttur í rekstri bæjarins og stofnana hans og nauðsynlegt að tryggja áframhaldandi starfsemi þess. Áætlunin verði lögð fram í októbermánuði í tengslum við fjárhagsáætlun ársins 2014.

 

Gísli H. Halldórsson lagði fram svohljóðandi bókun B og D-lista  undir þessum lið dagskrár.

„Meirihluti bæjarstjórnar hafnar algerlega þeim vinnubrögðum sem opinberast í tillögu Í-listans um áhaldahús bæjarins. Þar grípur Í-listinn tækifærið til að slá pólitískar keilur fram yfir vönduð vinnubrögð.

Á fundi bæjarráðs þann 30. júlí síðastliðinn var einum hljómi samþykkt að skýrsla Haraldar L. Haraldssonar um Þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar yrði tekin til frekari kynningar, umræðu og úrvinnslu þegar bæjarstjórn kæmi saman aftur að loknu sumri. Þessi skýrsla er til kynningar og umræðu í dag, að loknum þessum fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí. Það er því beinlínis spaugilegt að Í-listinn skuli velja þetta tækifæri til að setja fram bindandi tillögur um málefni áhaldahússins, rétt áður en kynning og umræða um skýrsluna fer fram.“

 

            Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.

Í-listi lýsir með þessari tillögu um áhaldahúsið yfir eindregnum vilja sínum til að styrkja áhaldahúsið, þessi vilji bæjarfulltrúa Í-lista hefur margoft birst í málflutningi Í-listans. Skýrslu þá sem nú á að kynna má nota til að bæta verkferla og vinnulag en hún á ekki að liggja til grundvallar pólitískum ákvörðunum.“

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Línu Björg Tryggvadóttur, Benedikt Bjarnasyni og Kristjáni Andra Guðjónssyni.

 

            Tillaga bæjarfulltrúa Í-lista felld 5-4.

 

IV.       Tillögur til 331. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. september 2013. 2013-01-0048.

            Til máls tók Albertína Elíasdóttir forseti.

 

            Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.

Tillaga um nýjan varamann í verkefnið „Nýtingaráætlun Ísafjarðardjúps og Jökulfjarða“.

Benedikt Bjarnason komi í stað Línu Bjargar Tryggvadóttur.

 

            Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögur frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.

Tillaga Í-lista um nýja varamenn í hafnarstjórn, fræðslunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd:

 

Páll Björnsson, Brekkugötu 31, Þingeyri, verði varamaður í  hafnarstjórn í stað Jóhanns Bjarnasonar.

 

Guðjón Þorsteinsson, Ísafirði, verði varamaður í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Örnu Sigríðar Albertsdóttur.

 

Guðmundur Björgvinsson, Brimnesvegi 24, Flateyri, verði varamaður í fræðslunefnd í stað Sigurðar Hafbergs.

 

            Tillögur Í-lista samþykktar 9-0.

 

V.        Bæjarráð.

            Til máls tóku Albertína Elíasdóttir forseti, Gísli H. Halldórsson, Benedikt Bjarnason, Daníel Jakobsson bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

            Fundargerðin 2/9. 807. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 9/9. 808. fundur.

            Fundargerðin er í sjö liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fundargerðin 16/9. 809. fundur.

            Fundargerðin er í fjórtán liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VI.       Félagsmálanefnd.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir forseti, Jóna Benediktsdóttir og Daníel Jakobsson         bæjarstjóri.

 

            Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.

„Jafnrétti og launamál hafa verið áherslumál Í-listans í bæjarstjórn allt frá árinu 2006. Því fagna bæjarfulltrúar Í-listans því að nú sé hafin könnun á kynbundnum launamun hjá Ísafjarðarbæ. Jafnframt er þess vænst að ef niðurstaðan verður óhagstæð fyrir annað hvort kynið verði strax gerð aðgerðaáætlun um leiðréttingu.“

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Línu Björg Tryggvadóttur, Benedikt Bjarnasyni og Kristjáni Andra Guðjónssyni.

 

            Fundargerðin 10/9. 380. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.      Fræðslunefnd.

Til máls tóku Albertína Elíasdóttir forseti, Lína Björg Tryggvadóttir og Gísli H. Halldórsson.

 

            Fundargerðin 11/9. 335. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.    Íþrótta- og tómstundanefnd.

            Til máls tók Albertína Elíasdóttir forseti.

 

Fundargerðin 10/9. 141. fundur.

            Fundargerðin er í þremur liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.       Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku Albertína Elíasdóttir forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 11/9. 399. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin staðfest 9-0.

 

X.        Fjárhagsáætlun. 2013-06-0033

            Til máls tóku Albertína Elíasdóttir forseti, Daníel Jakobsson bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.

 

            Umræða um meginforsendur og stefnu, markmið um niðurstöðu, fjárfestingar og rekstrarverkefni næstu 4ra ára, útsvarsprósentu og fasteignagjöld.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:20.

 

Hjördís Þráinsdóttir, skjalastjóri.

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Steinþór Bragason.

Kristín Hálfdánsdóttir.

Hlynur Kristjánsson

Gísli H. Halldórsson

Jóna Benediktsdóttir

Benedikt Bjarnason

Lína Björg Tryggvadóttir

Kristján Andri Guðjónsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?