Bæjarstjórn - 329. fundur - 6. júní 2013

 

 

Í upphafi fundar bæjarstjórnar komu á fundinn Brynjólfur Jónsson, formaður stjórnar Skrúðs í Dýrafirði og Þórir Örn Guðmundsson, stjórnarmaður.  Tilefnið var að afhenda Ísafjarðarbæ viðurkenningu er garðurinn Skrúður hefur hlotið frá Fondazione Benetto Studi Ricerche á Ítalíu. ,,The XXIV International Carlo Scarpa Prize for Gardens 2013“.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, greindi einnig frá ferð sinni til Ítalíu í maí mánuði sl., í tilefni af þessari viðurkenningu.  Ferðin var í boði ofangreindrar stofnunar.

 

------------------------------------------

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir. Guðný Stefanía Stefánsdóttir í h. st. Steinþór Bragason.

 

Dagskrá:

I. Tillaga frá 796. fundi bæjarráðs. Nýting Austurvallar á Ísafirði. 2012-03-0090.
II. Tillaga frá 797. fundi bæjarráðs. Tillaga frá 797. fundi bæjarráðs. - Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar.
III. Tillaga Gísla H. Halldórssonar, bæjarfulltrúa. Samstarfssamningur við Mýrarboltafélag Íslands.
IV. Tillaga frá 394. fundi umhverfisnefndar. Deiliskipulag í Engidal, Skutulsfirði
V. Fundargerð(ir) bæjarráðs 27/5. og 3/6.
VI. " félagsmálanefndar 21/5.
VII. " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 22/5.
VIII. " umhverfisnefndar 29/5.

 

I.         Tillaga til 329. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. júní 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 796. fundur 27. maí 2013.

10.       Tillaga Örnu Láru Jónsdóttur, fulltrúa í bæjarráði, vegna Austurvallar á Ísafirði. 2012-03-0090.

            Tillaga Örnu Láru Jónsdóttur til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar heimilar nýtingu Austurvallar á Ísafirði, sem hluta af skólalóð Grunnskólans á Ísafirði, enda mun sú nýting ekki ganga gegn hverfisvernd Austurvallar, sem samþykkt er í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 329. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. júní 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Kristín Hálfdánsdóttir lagði fram svohljóðandi breytingar á áður framlagðri starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar:

Bætt verði við stefnuna: „Virða jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.“

Í kaflanum um starfsumhverfi verði bætt við: „Unnið er markvisst að öryggi og vinnuvernd starfsmanna.“

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 797. fundur 3. júní 2013.

7.         Starfsmannastefna Ísafjarðarbæjar. - Drög lögð fyrir bæjarráð. 2011-02-0053.

            Lögð fram drög að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar er hlotið hafa umfjöllun í nefndum sveitarfélagsins.

            Bæjarráð vísar drögum að starfsmannastefnu Ísafjarðarbæjar til samþykktar í bæjarstjórn.

            Viðaukatillögur Kristínar Hálfdánsdóttur samþykktar 9-0.

            Starfsmannastefna með áorðnum breytingum samþykkt 9-0.

 

III.      Tillaga til 329. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. júní 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Albertína Elíasdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og  Sigurður Pétursson.

 

Tillaga frá Gísla H. Halldórssyni, bæjarfulltrúa og forseta bæjarstjórnar, vegna samstarfssamnings við Mýrarboltafélag Íslands.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 797. fundur 3. júní 2013.

10.       Mýrarboltafélag Íslands. - Endurskoðuð drög að samstarfssamningi. 2013-05-0014.

            Lögð fram ný drög að endurskoðuðum samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og Mýrarboltafélags Íslands, sem meðal annars voru til umræðu á 394. fundi umhverfis- nefndar Ísafjarðarbæjar þann 29. maí sl.

            Bæjarráð samþykkir drög að samningi við Mýrarboltafélag Íslands, með þeim breytingum er ræddar voru í bæjarráði og bæjarstjóra var falið að ganga frá.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar, leggur til við bæjarstjórn, að samstarfssamningur við Mýrarboltafélag Íslands verði samþykktur, eins og hann liggur fyrir 329. fundi bæjarstjórnar.

            Tillaga Gísla H. Halldórssonar, forseta,  samþykkt 9-0.  

 

IV.      Tillaga til 329. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 6. júní 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 394. fundur 29. maí 2013.

13.       2012080051 - Endurnýjun Fossárvirkjunar í Engidal, Skutulsfirði.

            Auglýsinga- og athugasemdafrestur vegna deiliskipulags ásamt umhverfisskýrslu Fossárvirkjunar í Engidal, Ísafjarðarbæ er liðinn.

Engin athugasemd barst.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

V.        Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 27/5.  796. fundur.

Fundargerðin er í tíu  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 3/6.  797. fundur.

Fundargerðin er í þrettán  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VI.      Félagsmálanefnd.

            Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Fundargerðin 21/5.  378.  fundur.

Fundargerðin er í fimm  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.     Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Sigurður Pétursson.

Fundargerðin 22/5.  27. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Albertína Elíasdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Fundargerðin 29/5.  394. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:07.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                     

Kristín Hálfdánsdóttir.

Steinþór Bragason..                                                              

Albertína F. Elíasdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                              

Lína Björg Tryggvadóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?