Bæjarstjórn - 328. fundur - 23. maí 2013

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Guðfinna M. Hreiðarsdóttir í h. st. Steinþór Bragason.

 

Dagskrá:

I. Bréf Eiríks Finns Greipssonar, bæjarfulltrúa. Ósk um heimild til leyfis frá störfum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
II. Kosning í bæjarráð Ísafjarðarbæjar. Tillaga D-lista.
III. Kosning í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Tillaga D-lista.
IV. Fundargerð(ir) bæjarráðs 13/5. og 21/5.
V.  " fræðslunefndar 15/5.

 

I.         Bréf Eiríks Finns Greipssonar, bæjarfulltrúa. - Ósk um heimild til leyfis frá störfum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. 2013-01-0048.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson og Albertína F. Elíasdóttir.

 

            Fyrir fundi bæjarstjórnar liggur bréf frá Eiríki Finni Greipssyni, bæjarfulltrúa, dagsett 10. maí sl., þar sem hann óskar eftir að taka sér ótímabundið leyfi frá störfum bæjarfulltrúa frá og með 1.júní 2013. 

 

            Eiríkur Finnur Greipsson greindi frá ástæðum þess að hann óski leyfis frá störfum sem bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar.  Eiríkur Finnur þakkaði gott samstarf við alla bæjarfulltrúa og starfsfólk Ísafjarðarbæjar.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, leggur til að beiðni Eiríks Finns Greipssonar verði samþykkt.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

II.        Kosning í bæjarráð Ísafjarðarbæjar. - Tillaga D-lista.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti. 

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu D-lista undir þessum lið dagskrár.

             ,,Fulltrúi D-lista í bæjarráði og formaður þess verði Gísli H. Halldórsson í stað Eiríks Finns Greipssonar og varafulltrúi í bæjarráði verði Guðfinna M. Hreiðarsdóttir í stað Gísla H. Halldórssonar“.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

III.      Kosning í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. -Tillaga D-lista.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu D-lista undir þessum lið dagskrár.

            ,,Aðalfulltrúi D-lista í nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði og formaður nefndarinnar verði Kristín Hálfdánsdóttir í stað Eiríks Finns Greipssonar“.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

IV.      Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti,  Arna Lára Jónsdóttir, Albertína F. Elíasdóttir, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 13/5.  794. fundur.

Fundargerðin er í tíu  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 21/5.  795. fundur.

Fundargerðin er í þrettán  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

V.        Fræðslunefnd.

            Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti,  Sigurður Pétursson,  Jóna Benediktsdóttir, Albertína F.  Elíasdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 15/5.  332.  fundur.

Fundargerðin er í fimm  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:25.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Steinþór Bragason.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Albertína F. Elíasdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?