Bæjarstjórn - 327. fundur - 2. maí 2013

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Eiríkur Finnur Greipsson, í h.st. Guðný S. Stefánsdóttir.  Guðfinna Hreiðarsdóttir í h. st. Steinþór Bragason.

 

Dagskrá:

I.   Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2012. Síðari umræða í bæjarstjórn. 2013-03-0037.
II.   Tillaga frá 793. fundi bæjarráðs. - Niðurgreiðsla vegna leikskólagjalda. 2013-03-0002.
III.   Tillaga frá 392. fundi umhverfisnefndar. - Lóðaúthlutun að Sindragötu 13a,

Ísafirði. 2013-02-0068.

IV.   Tillaga frá 392. fundi umhverfisnefndar. - Samþykktir um hunda- og

kattahald í Ísafjarðarbæ. 2012-06-0008.

V. Fundargerð(ir) bæjarráðs 22/4. og 29/4.
VI.   félagsmálanefndar 16/4.
VII.   fræðslunefndar 17/4.
VIII.   starfshóps um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði 26/4.
IX.   umhverfisnefndar 29/4.

 

I.         Ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja  fyrir árið 2012,

            síðari umræða í bæjarstjórn.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og  Arna Lára Jónsdóttir.  

 

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja  fyrir árið 2012, við síðari  umræðu í bæjarstjórn.  Jafnframt var lögð fram endurskoðunarskýrsla Endurskoðunar Vestfjarða ehf., Jóns Þ. Einarssonar, endurskoðanda.

 

            Að loknum umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja  fyrir árið 2012, lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að breytingar þær sem gerðar hafa verið á ársreikningi milli umræðna verði samþykktar.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

            Síðan lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, til að ársreikningur Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir starfsárið 2012 með áorðnum breytingum  verði samþykktur.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.       

 

II.        Tillaga til 327. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 2. maí 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og  Arna Lára Jónsdóttir.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 793. fundur 29. apríl 2013.

4.         Minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs. - Niðurgreiðsla vegna leikskólagjalda.  2013-03-0002.

            Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 15. apríl sl., er varðar beiðni um niðurgreiðslu vegna barns, sem er á biðlista eftir leikskólaplássi á Ísafirði, en nýtir leikskólapláss í nágrannabyggðarlagi á meðan.  Erindið var áður tekið fyrir á 792. fundi bæjarráðs þann 22. apríl sl.

            Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að veita aukinn afslátt á leikskólagjöldum til foreldra barna 18 mánaða og eldri, sem eiga þess ekki kost að koma barni að í heimaleikskóla, en vilja nýta sér laus pláss í öðrum skóla.  Afsláttur nemi       kr. 20.000.-. 

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

III.      Tillaga til 327. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 2. maí 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 392. fundur 29. apríl 2013.

2.         2013020068 - Sindragata 13a, Ísafirði. - Umsókn um lóð.

            Á fundi umhverfisnefndar 13. mars sl. var lagður fram tölvupóstur frá Bernharð Hjaltalín dags. 27. febrúar 2013,  þar sem sótt var um lóðina að Sindragötu 13a á Ísafirði. Umhverfisnefnd óskaði eftir áliti Hafnarstjórnar á erindinu.

Hafnarstjórn gerði ekki athugasemdir við erindið.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Bernharð Hjaltalín fái lóðina Sindragata 13a, Ísafirði,  með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

IV.      Tillaga til 327. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 2. maí 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Sigurður Pétursson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 392. fundur 29. apríl 2013.

5.         2012060008 - Endurskoðun samþykkta um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ.

            Erindi síðast á dagskrá hjá umhverfisnefnd 13. mars sl.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkt um hunda- og kattahald í Ísafjarðarbæ verði samþykkt.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til orðalagsbreytingu í lok 15. greinar samþykktar um kattahald í Ísafjarðarbæ og var tillaga forseta samþykkt  6-0.

 

Tillaga umhverfisnefndar um kattahald með orðalagsbreytingu forseta samþykkt 5-3.

Tillaga umhverfisnefndar um hundahald samþykkt  9-0.

 

V.        Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Kristján Andri Guðjónsson lagði fram svohljóðandi bókun undir V. lið dagskrár.

Bókun um stöðvun úthafsrækjuveiða.

,,Undirritaðir bæjarfulltrúar Ísafjarðarbæjar mótmælir þeim áformum sem boðuð eru um, að þann 1.júlí 2013 verði rækjuveiðar í úthafinu stöðvaðar í tvo mánuði eða til loka fiskveiðiárs.

Bæjarfulltrúar telja að hér sé um illa ígrundaða ákvörðun að ræða, sem koma mun atvinnulífi í Ísafjarðabæ mjög illa,  þar sem uppbygging rækjuiðnaðar hefur verið að rísa úr mikilli lægð og meðal annars verið keyptur í bæinn fullkominn rækjutogari, sem skapar mörg störf í sveitarfélaginu.“    

Bókunin er undirrituð af Kristjáni Andra Guðjónssyni, Jónu Benediktsdóttur, Örnu Láru Jónsdóttur, Sigurði Péturssyni, Steinþóri Bragasyni, Guðnýju S. Stefánsdóttur, Kristínu Hálfdánsdóttur og Albertínu F. Elíasdóttur.

 

Fundargerðin 22/4.  792. fundur.

Fundargerðin er í sjö  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 29/4.  793. fundur.

Fundargerðin er í tíu  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VI.      Félagsmálanefnd.

Fundargerðin 16/4.  377. fundur.

Fundargerðin er í sex  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.     Fræðslunefnd.

Fundargerðin 17/4.  331.  fundur.

Fundargerðin er í sex  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Starfshópur um framtíðarskipan Pollsins á Ísafirði.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson og  Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.  

 

Fundargerðin 26/4.  8. fundur.

Fundargerðin er í einu  lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Fundargerðin 29/4. 393. fundur.

Fundargerðin er í sjö  liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Guðný S. Stefánsdóttir.                                                       

Steinþór Bragason.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Albertína F. Elíasdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?