Bæjarstjórn - 326. fundur - 18. apríl 2013

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir.

 

Áður en gengið var til formlegra fundarstarfa mættu á fund bæjarstjórnar þeir Jón H. Oddsson, fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar og Jón Þorgeir Einarsson, löggiltur endurskoðandi hjá Endurskoðun Vestfjarða ehf. og fóru yfir drög að ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2012 og svöruðu fyrirspurnum bæjarfulltrúa.

 

Dagskrá:

I. Tillaga frá 791. fundi bæjarráðs. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2012. Fyrri umræða. 2013-03-0037.
II. Tillaga frá 790. fundi bæjarráðs. Tilboð í verkið ,,Stálþil Mávagarði, Ísafirði, lagnir og þekja. 2012-01-0001.
III. Tillaga frá 791. fundi bæjarráðs. Alþingiskosningar 27. apríl 2013. 2012-04-0014.
IV. Tillaga frá 791. fundi bæjarráðs Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 2012-09-0037.
V. Tillaga frá 791. fundi bæjarráðs. Byggðasafn Vestfjarða og Hornstrandastofa. 2013-04-0037.
VI. Tillaga frá 392. fundi umhverfisnefndar. Afsal lóðar að Túngötu 5, Flateyri. 2013-03-0034.
VII. Tillaga frá 392. fundi umhverfisnefndar. Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði. Tillaga um götuheiti. 2011-02-0059.
VIII. Fundargerð(ir) bæjarráðs 8/4. og 15/4.
IX. " atvinnumálanefndar 12/4.
X. " hafnarstjórnar 5/4.
XI. " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 4/4.
XII. " umhverfisnefndar 10/4.

 

I.         Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2012, fyrri umræða í bæjarstjórn.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og  Arna Lára Jónsdóttir.  

 

 

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir ársreikningi Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2012, við fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun bæjarfulltrúa Í-listans, við fyrri umræðu um ársreikning Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árið 2012.

 

            ,,Í-listinn fagnar góðri afkomu bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar árið 2012, eftir margra ára slaka fjármálastjórn, viðvarandi íbúafækkun og afleiðingar bankahrunsins, sem fólst í mikilli verðbólgu og hækkun skulda.

            Í-listinn vill þakka stjórnendum skóla og annarra stofnana ásamt starfsfólki bæjarins fyrir gott samstarf við bæjarstjórn,  við að halda aftur af útgjöldum og taka á sig sparnað og kjaraskerðingu á síðustu árum.  Íbúar hafa jafnframt mátt þola töluverða þjónustuskerðingu af hálfu sveitarfélagsins. Mikilvægt er að minna á að bæjarfulltrúar Í-listans hafa staðið með öðrum flokkum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í sársaukafullum niðurskurði og sparnaði, sem nú er að skila sér í betri fjárhagsstöðu bæjarfélagsins.

            Jafnframt er ljóst að stöðugt efnahagsumhverfi síðustu ára, með ábyrgum og traustum rekstri ríkissjóðs, lækkandi verðbólgu og stöðugu gengi, hefur styrkt afkomu sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila í landinu. Það er mikilvægt að á næstu árum verði haldið áfram á sömu braut ábyrgrar fjármálastjórnar bæði hjá Ísafjarðarbæ og á vegum ríkisvaldsins. Þannig skapast traustur grunnur fyrir batnandi fjárhagsstöðu bæjarins og um leið bætta þjónustu og betri lífsgæði í Ísafjarðarbæ.“ 

Undirritað: Arna Lára Jónsdóttir.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til í lok umræðna um ársreikning Ísafjarðar-bæjar 2012, að honum yrði vísað til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 2. maí n.k.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 326. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. apríl 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 790. fundur 8. apríl 2013.

3.         Bréf Siglingastofnunar. – Tilboð í verkið Stálþil Mávagarði, Ísafirði, lagnir og þekja.  2012-01-0001.

            Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dagsett 27. mars sl., þar sem greint er frá tilboðum er bárust í verkið ,,Stálþil Mávagarði, lagnir og þekja.  Tilboð bárust frá neðangreindum aðilum.

            Vestfirskir verktakar ehf.,                  kr. 28.463.984.-            89,8%

            Geirnaglinn ehf.,                                kr. 37.893.450.-          119,6%

            Íslenska gámafélagið ehf.,                 kr. 39.995.039.-          126,2%

Kostnaðaráætlun Siglingastofnunar,             kr. 31.681.960.-          100,0%

 

            Bæjarráð tekur undir afgreiðslu hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 165. fundi og leggur til við bæjarstjórn, að gengið verði til samninga við Vestfirska verktaka ehf., að uppfylltum hæfiskröfum og samkvæmt innkaupareglum Ísafjarðarbæjar.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

III.      Tillaga til 326. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. apríl 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti,  Sigurður Pétursson og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 791. fundur 15. apríl 2013.

2.         Minnisblað bæjarritara. – Alþingiskosningar 27. apríl 2013. 2012-04-0014.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 10. apríl sl., þar sem greint er frá kjörskrá Ísafjarðarbæjar fyrir kosningar til Alþingis þann 27. apríl n.k. og skiptingu í kjördeildir. 

            Jafnframt er óskað eftir staðfestingu bæjarráðs/bæjarstjórnar á umboði til handa bæjarstjóra til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál, sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninganna 27. apríl n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að bæjarstjóra verði veitt umboð til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál, sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninganna 27. apríl n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

 

            Sigurður Pétursson lagði til að bæjarráði yrði falið umboð í stað bæjarstjóra.

            Tillaga Sigurðar samþykkt 9-0.

            Tillaga bæjarráðs þannig breytt  samþykkt 9-0.

 

IV.      Tillaga til 326. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. apríl 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og  Sigurður Pétursson.  

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 791. fundur 15. apríl 2013.

9.         Bréf Byggðasafns Vestfjarða. - Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri.  2012-09-0037.

            Lagt fram bréf frá Byggðasafni Vestfjarða dagsett 4. apríl sl. og undirritað af Jóni Sigurpálssyni, forstöðumanni.  Bréfið fjallar um kynningu á hugmyndum stjórnar Byggðasafns Vestfjarða á yfirtöku Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri.

            Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn, að unnið verði samkvæmt hugmyndum í bréfi Byggðasafns Vestfjarða  að þessu máli.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

V.        Tillaga til 326. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. apríl 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti,  Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Albertína Elíasdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 791. fundur 15. apríl 2013.

12.       Minnisblað formanns stjórnar Byggðasafns Vestfjarða. - Hornstrandastofa. 2013-04-0037.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, sem jafnframt er formaður stjórnar Byggðasafns Vestfjarða dagsett 12. apríl sl. 

            Minnisblaðið fjallar um Hornstrandastofu og m.a. viðræður þær er verið hafa á milli Umhverfisstofnunar og Byggðasafns Vestfjarða um byggingu húsnæðis á grunni lóðar Byggðasafnsins ofl.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að unnið verði að byggingu umrædds húss í takti við þær tillögur sem lagðar eru fram í minnisblaði bæjarstjóra. Í því felst að gengið verði út frá því í hönnunarvinnu, að Upplýsingamiðstöð Vestfjarða verði flutt í  húsnæði Byggðasafns Vestfjarða í Neðstakaupstað og að stjórn safnsins fái heimild til að vinna málið áfram.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

VI.      Tillaga til 326. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. apríl 2013.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.  

 

Umhverfisnefnd  Ísafjarðarbæjar 392. fundur 10. apríl 2013.

1.         2013030034 - Túngata 5, Flateyri. - Afsal á lóðarréttindum.

            Lagt fram erindi dags. 25. mars sl. þar sem Úlfar Önundarson afsalar sér lóðinni Túngata 5, Flateyri. Geymsluhús var á lóðinni sem fauk árið 2007.

            Umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóðaleigusamningurinn verði felldur úr gildi.  Byggingarfulltrúa falið að auglýsa lóðina lausa til umsóknar.

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

 

VII.     Tillaga til 326. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 18. apríl 2013.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir og Sigurður Pétursson.

 

Umhverfisnefnd  Ísafjarðarbæjar 392. fundur 10. apríl 2013.

4.         2011020059 - Deiliskipulag á Suðurtanga, Ísafirði.

Erindi var síðast á dagskrá fundar umhverfisnefndar 27. mars sl.

            Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að götuheiti á Suðurtanga, Ísafirði, sem unnin hafa verið úr innsendum tillögum, verði sem hér segir.

A-gata fái heitið         Æðartangi,           B-gata fái heitið    Hrafnatangi,

C-gata fái heitið         Kríutangi,            D-gata fái heitið    Neðstafjara,

E-gata fái heitið          Bryggjufjara,       F-gata fái heitið     Bátafjara,

G-gata fái heitið         Eyrarfjara.

 

            Tillaga umhverfisnefndar samþykkt  9-0.

 

VIII.   Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Jóna Benedikts- dóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Fundargerðin 8/4.  790. fundur.

Fundargerðin er í sex  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 15/4.  791. fundur.

Fundargerðin er í fjórtán  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Atvinnumálanefnd.

Fundargerðin 12/4.  116. fundur.

Fundargerðin er í einum  lið.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.        Hafnarstjórn.

Fundargerðin 5/4.  165.  fundur.

Fundargerðin er í fimm  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.      Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Fundargerðin 4/4.  26. fundur.

Fundargerðin er í sex  liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XII.     Umhverfisnefnd.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Fundargerðin 10/4. 392. fundur.

Fundargerðin er í fimm  liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:10.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Albertína F. Elíasdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Lína Björg Tryggvadóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?