Bæjarstjórn - 321. fundur - 20. desember 2012

 

 

 

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 778. fundi bæjarráðs Staðfesting á álagningarprósentu útsvars tekjuárið 2013. 2012-09-0006.
II Tillaga frá 778. fundi bæjarráðs Útboð trygginga Ísafjarðarbæjar. 2012-03-0077.
III Tillaga frá 778. fundi bæjarráðs Meðferð skammtímaskulda B-hlutafyrirtækja við Aðalsjóð. 2012-03-0075.
IV Tillaga frá 778. fundi bæjarráðs Viðauki við fjárhagsáætlun 2012. 2011-08-0013.
V Tillaga frá 373. fundi félagsmálanefndar Jafnréttisstefna, starfsmarkmið 2012 og 2013. 2010-05-0008.
VI Tillaga frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra Tölvumál, leiðir í upplýsingatæknimálum Ísafjarðarbæjar. 2012-10-0042.
VII Fundargerð(ir) bæjarráðs 10/12. og 17/12.
VIII " félagsmálanefndar 11/12.
XI " fræðslunefndar 12/12.
X " umhverfisnefndar 12/12.
XI Tillaga Gísla H. Halldórssonar, forseta um næsta fund bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 17. janúar 2013.

 

I.         Tillaga til 321. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. desember 2012.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 778. fundur 17. desember 2012.

5.         Minnisblað bæjarritara. - Staðfesting álagningarprósentu útsvars tekjuárið 2013. 2012-09-0006.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 13. desember sl., er varðar staðfestingu á álagningarprósentu útsvars tekjuárið 2013.  Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2013, er samþykkt var á 320. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 6. desember sl., er gert ráð fyrir að álagningarprósenta útsvars sé 14,48%.  Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þarf að staðfesta þetta formlega.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta útsvars tekjuárið 2013, verði óbreytt milli ára eða 14,48%.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga til 321. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. desember 2012.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 778. fundur 17. desember 2012.

6.         Minnisblað. - Útboð trygginga Ísafjarðarbæjar.  2012-03-0077.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 14. desember sl., þar sem fram kemur að farið hefur verið aftur yfir tilboð er borist hafa frá þremur aðilum er buðu í tryggingar Ísafjarðarbæjar samkvæmt útboði.  Eins var leitað eftir mati Andra Árnasonar, bæjarlögmanns, á rétti Ísafjarðarbæjar til töku tilboða.

            Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, leggur til við bæjarráð, að gengið verði til samninga við Tryggingamiðstöðina.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Tryggingamiðstöðina á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

III.      Tillaga til 321. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. desember 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri. 

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 778. fundur 17. desember 2012.

10.       Minnisblað fjármálastjóra. - Meðferð skammtímaskulda B-hlutafyrirtækja við Aðalsjóð.  2012-03-0075.

            Lagt fram minnisblað frá Jóni H. Oddssyni, fjármálastjóra, dagsett 14. desember sl., þar sem gerðar eru tillögur um meðferð skammtímaskulda B-hlutafyrirtækja hjá Ísafjarðarbæ við Aðalsjóð.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fjármálastjóra, um meðferð skammtímaskulda B- hlutafyrirtækja við Aðalsjóð, verði samþykkt.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

IV.      Tillaga til 321. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. desember 2012.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 778. fundur 17. desember 2012.

14.       Viðauki við fjárhagsáætlun 2012. - Uppgjör við Kubb ehf., Ísafirði. 2012-07-0031.

            Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2012, að upphæð kr. 11.922.500.- vegna uppgjörs við Kubb ehf., Ísafirði, út af sorptunnum.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að viðaukinn við fjárhagsáætlun 2012 verði samþykktur.

            Tillagan samþykkt 9-0.

 

V.        Tillaga til 321. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. desember 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Félagsmálanefnd 373. fundur 11. desember 2012.

2.         Jafnréttisstefna - starfsmarkmið 2012-2013.  2010-05-0008.

            Lögð fram drög að starfsmarkmiðum vegna jafnréttisstefnu Ísafjarðarbæjar fyrir árin 2012 og 2013. Starfsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun og skilgreining á þeim verkefnum sem félagsmálanefnd vill vinna að.

            Félagsmálanefnd samþykkir starfsmarkmiðin,  en felur starfsmanni að gera breytingar á skjalinu í samræmi við umræður á fundinum, þ.e. að blaðsíða fjögur verði felld út þar sem ekki var gert ráð fyrir að hún fylgdi gögnunum. Málið verði þannig lagt fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

            Endurskoðuð starfsmarkmið fylgja bókun félagsmálanefndar.

            Tillaga félagsmálanefndar um starfsmarkmið samþykkt 9-0.

 

VI.      Tillaga til 321. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. desember 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Pétursson.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi breytingartillögu Í-lista undir þessum lið dagskrár.

,,Bæjarfulltrúar Í-lista leggja til að fenginn verði óháður sérfræðingur á sviði tölvumála til að meta þarfir stofnana Ísafjarðarbæjar og hagræðingarmöguleika á því sviði.  Á grundvelli þeirrar þarfagreiningar verði svo metið hvort hagstæðara er fyrir sveitarfélagið að standa sjálft að rekstri tölvukerfisins eða fara í útboð.“

Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Jónu Benediktsdóttur og Sigurði Péturssyni.

 

Tillaga frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra. - Tölvumál, leiðir í upplýsinga-tæknimálum Ísafjarðarbæjar.  2012-10-0042.

            Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. desember sl., þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum er hafa átt sér stað við nokkur fyrirtæki, um leiðir í tölvumálum og upplýsingatæknimálum Ísafjarðarbæjar.

 

Tillaga bæjarstjóra er svohljóðandi.

Lagt er til að bæjarstjóra verði heimilað að gera þrjá samninga um upplýsingatæknimál, til allt að fimm ára við Nýherja hf. Um er að ræða eftirfarandi samninga:

  1. Grunnsamning um miðlægan rekstur og þjónustu við útstöðvar.
  2. Samning um Prentlausnir (Rent a Prent)
  3. Samning um sýndarvélar.

Samhliða verði breytingar skv. viðauka 1, samkvæmt minnisblaði, færðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013, en þær bæta afkomu bæjarins um rúmar 5 m.kr. á næsta ári.

 

Breytingartillaga Í-lista felld 5-4.

 

Tillaga Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, samþykkt 5-4.

 

            Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.

            ,,Bæjarfulltrúar Í-lista lýsa yfir vonbrigðum með að meirihluti bæjarstjórnar hafi hafnað því að fá hlutlausan sérfræðing til að gera úttekt á þörfum stofnana bæjarins fyrir tölvuþjónustu og hagræðingarmöguleikum í því sambandi.

            Ýmis atriði eru til þess fallin að vekja tortryggni bæjarfulltrúa við vinnslu þessa máls.  Tilboð tölvufyrirtækjanna, eða lokasamningur hafa ekki verið lögð fram í bæjarráði eða samþykkt þar. 

            Bæjarfulltrúar hafa aðeins fengið í hendur tilboð Nýherja, sem meirihlutinn vill samþykkja, en ekki tilboð Opinna kerfa, sem er í samstarfi við upplýsingatæknifyrirtækið Snerpu.  Þetta gerir bæjarfulltrúum Í-lista ómögulegt að bera saman tilboðin.

            Bæjarfulltrúar Í-lista hafa ekki verið fullvissaðir um að jafnræðis hafi verið gætt á milli fyrirtækja við undirbúning þeirra tilboða sem nú liggja fyrir.

            Bæjarfulltrúum Í-lista er því ómögulegt að samþykkja fyrirliggjandi samningsdrög.“       

 

 VII.    Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Pétursson og Kristján Andri Guðjónsson.

 

Fundargerðin 10/12.  777. fundur.

Fundargerðin er í tólf liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 17/12.  778. fundur.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Félagsmálanefnd.

            Til máls tóku. Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Fundargerðin 11/12.  373. fundur.

Fundargerðin er í þrettán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

 

IX.      Fræðslunefnd.

Fundargerðin 12/12.  326. fundur.

Fundargerðin er í tólf liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.        Umhverfisnefnd.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Fundargerðin 12/12.  386. fundur.

Fundargerðin er í sjö liðum.

Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XI.      Tillaga til 321. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 20. desember 2012.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Tillaga frá Gísla H. Halldórssyni, forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

                Lagt er til að aðeins verði haldinn einn fundur í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í janúar 2013.  Fyrsti fimmtudagur í janúar á næsta ári er þann 3. janúar og trúlega verður fyrsti fundur bæjarráðs 2013 þann 7. janúar.

                Því er gerð tillaga um að fundurinn sem halda ætti 3. janúar 2013 verði felldur niður og þann 17. janúar 2013 verði haldinn fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári.

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:06.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                     

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                        

Albertína F. Elíasdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                              

Arna Lára Jónsdóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                           

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?