Bæjarstjórn - 306. fundur - 19. janúar 2012

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Eiríkur Finnur Greipsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson.  Kristín Hálfdánsdóttir í h. st. Steinþór Bragason. Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir. 

    Í upphafi fundar áður en gengið var til formlegrar dagskrár minntist Albertína Elíasdóttir, forseti, Sigurðar Bjarnasonar frá Vigur, fyrrum bæjarfulltrúa Ísafjarðar-kaupstaðar og þingmanns, sem nú er látinn.
    Jafnframt minntist Albertína Elíasdóttir, forseti, Sigurðar R. Ólafssonar, er andaðist þann 22. desember sl.  Sigurður var um tíma bæjarfulltrúi Ísafjarðarkaupstaðar og síðar Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá:

 

I. Tillaga frá 733. fundi bæjarráðs Álagning faseignagjalda 2012. 2012-01-0016
II. Tillaga frá 733. fundi bæjarráðs Fréttatilkynning Flugf. Ísl. Tillaga að bókun frá bæjarráði
III. Tillaga frá 733. fundi bæjarráðs Leiðrétting á gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu.  2011-08-0013.
IV. Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Byggðakvóti 2011/2012.  2011-10-0008.
V. Tillaga frá 733. fundi bæjarráðs Kauptilboð í áhaldahús Ísafjarðarbæjar á Þingeyri.   
VI. Tillaga frá 363. fundi félagsmálanefndar Reglur um sérstakar húsaleigubætur.  2007-01-0072.   
VII. Tillaga frá 316. fundi fræðslunefndar Skóladagatöl 2011-2012. 2011-06-0042.
VIII. Tillaga frá 365. fundi umhverfisnefndar Dagverðardalur, Skutulsfirði, sumarhúsalóð nr. 3.  2011-10-0072.
IX. Tillaga frá 365. fundi umhverfisnefndar Dagverðardalur, Skutulsfirði, sumarhúsalóð nr. 6.  2011-11-0020.
X. Tillaga frá 365. fundi umhverfisnefndar Dagverðardalur, Skutulsfirði, sumarhúsalóð nr. 17.  2011-11-0036.
XI. Tillaga frá 365. fundi umhverfisnefndar Dagverðardalur, Skutulsfirði, sumarhúsalóð nr. 11.  2011-11-0038.
XII. Tillaga frá 365. fundi umhverfisnefndar Dagverðardalur, Skutulsfirði, sumarhúsalóð nr. 11.  2011-11-0038.
XIII. Tillaga frá 366. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag á Suðureyri.  2010-04-0047.
XIV. Tillaga frá 367. fundi umhverfisnefndar Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi.  2012-01-0004.
XV. Tillaga frá 367. fundi umhverfisnefndar Deiliskipulag fyrir hjúkrunarheimili á Torfnesi, Ísafirði.  2011-04-0052.
XVI. Fundargerð(ir) bæjarráðs 19/12. og 29/12.11., 9/1. og 17/1.12.
XVII. " almannavarnanefndar 12/1.12.
XVIII. " Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., 20/12.11.
XIX. " félagsmálanefndar 12/12.11. og 10/1.12.
XX. " fræðslunefndar 21/12.11.
XXI. " hafnarstjórnar 12/12.11.
XXII. " íþrótta- og tómstundanefndar. 14/12.11. og 11/1.12.
XXIII: " nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis 14/12.11. og 11/1.12.
XXIV. " umhverfisnefndar 4/1., 11/1. og 17/1.12.

 

I.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
    Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir og Lína Björg Tryggvadóttir. 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 733. fundur 17. janúar 2012.
3.    Minnisblað bæjarstjóra. - Álagning fasteignagjalda 2012. Reglur um
    innheimtu og afslætti.  2012-01-0016.
    Bæjarráð samþykkir að lögð verði fram sjálfstæð tillaga á 306. fundi bæjarstjórnar.

    Lögð fram breytingartillaga við 3. lið í minnisblaði bæjarstjóra um álagningu fasteignagjalda og reglur um innheimtu og afslætti, þannig að tekjumörk hækki um 12,5% á milli áranna 2011 og 2012.
    Breytingartillagan samþykkt 9-0.
    Minnisblaðið í heild sinni með þessari breytingu samþykkt 9-0.

Lína Björg Tryggvadóttir lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.  Bókunin er undirrituð af öllum viðstöddum bæjarfulltrúum.
    ,,Við undirrituð í bæjarstjórn Ísafjarðar skorum á Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir því að lög varðandi birtingu greiðsluáskorunar á erlenda aðila, sem búið hafa á Íslandi, en eru fluttir aftur erlendis, verði breytt. Eins og núverandi lög eru túlkuð, þá er ekki möguleiki fyrir sveitarfélög að birta greiðsluáskoranir fyrir þessum einstaklingum, sem eiga fasteignir á Íslandi og greiða ekki fasteignagjöld eða önnur lögbundin gjöld, ef ekki er hægt að finna núverandi lögheimili þeirra og ekki er ígildi Lögbirtingarblaðs í heimalandi þeirra.
    Mörg dæmi eru um það að sveitarfélög og aðrir veðhafar séu með ógreidd gjöld vegna þessa og geta ekkert aðhafst til að fá eignina setta í viðeigandi ferli til að þau fáist greidd.“
    Bókunin samþykkt 9-0. 

II.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
    Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Steinþór Bragason, Gísli H. Halldórsson og Jóna Benediktsdóttir.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 733. fundur 17. janúar 2012.
7.    Fréttatilkynning Flugfélags Íslands. - Bókun bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
    Lögð fram fréttatilkynning frá Flugfélagi Íslands dagsett 6. janúar sl., þar sem fram koma upplýsingar um gífurlega miklar hækkanir á notendur innanlandsflugvalla.      Bæjarráð vísar neðangreindri ályktun til afgreiðslu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.
    ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar harmar ákvörðun stjórnvalda um auknar álögur á innanlandsflug. Auknar gjaldtökur á innanlandsflug eru háalvarlegt mál og hreinn landsbyggðarskattur. Hækkun flugfargjalda innanlands leiðir til enn frekari ójöfnuðar lífskjara og verri rekstrarskilyrða atvinnulífs á landsbyggðinni. Nú er svo komið að ferðamöguleikar með flugi verða aðeins fyrir þá efnameiri og það getur ekki verið markmið stjórnvalda. Bæjarstjórn skorar því á stjórnvöld að endurskoða þessar álögur og draga þær til baka.“
    Ályktunin samþykkt 5-3.

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í- lista undir þessum lið.
    ,, Í-listinn lýsir yfir áhyggjum vegna aukinna álagna á innanlandsflug.  Innanlandsflugið er mjög mikilvægur liður í eðlilegum samgöngum fyrir íbúa landsbyggðarinnar og því ættu stjórnvöld, að leggja áherslu á að skapa því viðunandi aðstæður þannig, að hægt verði að halda uppi góðri þjónustu sem víðast um landið.“
Tillaga Í-listans felld 5-4.

III.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Sigurður Pétursson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 733. fundur 17. janúar 2012.
11.    Bréf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. - Leiðrétting á gjaldskrá félagslegrar
    heimaþjónustu.  2011-08-0013.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að breytingar á gjaldskrá í félagslegri heimaþjónustu verði samþykktar.   
            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

IV.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, Benedikt Bjarnason, Jóna Benediktsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Hlynur Kristjánsson.  

Kristján Andri Guðjónsson vék af fundi bæjarstjórnar undir þessum lið dagskrár og mætti Benedikt Bjarnason í hans stað.
Steinþór Bragason vék af fundi bæjarstjórnar undir þessum lið dagskrár og mætti Hlynur Kristjánsson í hans stað.

Albertína Elíasdóttir, forseti, ræddi það í bæjarstjórn hvort bæjarfulltrúinn Ingólfur Þorleifsson, væri vanhæfur undir þessum dagskrárlið.
Bæjarstjórn staðfesti 9-0 að Ingólfur væri ekki vanhæfur til setu í bæjarstjórn undir þessum lið dagskrár.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 733. fundur 17. janúar 2012.
13.    Byggðakvóti 2011/2012 til Ísafjarðarbæjar.  2011-10-0008.
    Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 16. janúar sl., er varðar athugasemdir útgerðarmanna og fiskkaupenda vegna úthlutaðs byggðakvóta til Ísafjarðarbæjar fiskveiðiárið 2011/2012.
    Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.  Í hans stað mætti Gísli H. Halldórsson.
    Bæjarráð fól Albertínu Elíasdóttur, Gísla H. Halldórssyni og Sigurði Péturssyni, bæjarfulltrúum að leggja fram mótaðar tillögur að reglum við úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2011/2012  á 306. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 19. janúar 2012.

Tillögur starfshóps skipuðum af bæjarráði Ísafjarðarbæjar um breytingar á úthlutunarreglum byggðakvóta til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Starfshópinn skipuðu Albertína F. Elíasdóttir, Gísli H. Halldórsson og Sigurður Pétursson.
Tillögurnar eru fjórar. Um tillögur a, b og d var einhugur í starfshópnum. Fulltrúi Í-lista gat hinsvegar ekki fellt sig við tillögu c og er hún því lögð fram af meirihluta starfshópsins.
a) a-liður 1. gr. breytist þannig: „Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, eða frístundaveiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.“
b) c-liður 1. gr. breytist þannig: „Eru í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang í viðkomandi sveitarfélagi 1. desember 2011. Miða skal við lögheimili einstaklinga samkvæmt þjóðskrá og heimilisfang lögaðila samkvæmt fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra.“
c) Ákvæði 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: „....miðað við landaðan afla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2008 til 31. ágúst 2011.“ .. og svo frv.
d) Í 4. gr. komi sem 3. mgr. „Áður en aflamark byggðarlags er skipt hlutfallslega miðað við landaðan botnfiskafla skal 50% af aflamarki byggðarlagsins skipt jafnt á milli skipa sem til greina koma skv. 1. gr. annarra en skipa með frístundaveiðileyfi“

Skýringar og rökstuðningur.
Með þeim breytingum sem hér eru lagðar til er verið að bregðast við athugasemdum sem bárust frá fjölda hagsmunaaðila vegna reglna um úthlutun byggðakvóta, eftir því sem talið er mögulegt. Nánari rökstuðningur við hverja breytingu fylgir hér á eftir.
a) Talið er nauðsynlegt að frístundaveiðibátar hafi sama tækifæri og önnur skip til að nýta veiðireynslu sína og nýta byggðakvóta til löndunar afla í byggðalaginu. Þessir bátar landa að jafnaði öllu til vinnslu í viðkomandi byggðalagi og mikil  margfeldisáhrif eru í byggðalögunum af starfsemi þeirra.
b) Þessi breyting  þýðir aðeins að nú geta útgerðir með eitt skip átt lögheimili annarsstaðar í sveitarfélaginu en í viðkomandi byggðalagi. Eftir sem áður þarf skipið að vera skráð í byggðalaginu og landa til vinnslu þar.

c) Þessi breyting er hugsuð til þess að draga úr áhrifum áfalla í starfsemi útgerða og vinnslufyrirtækja á  vinnslurétt skipa til aflamarksúthlutunar byggðakvóta. Með þessum hætti njóta skip þess að nokkru leyti að hafa landað fiski í lengri tíma í byggðalaginu. Viðmiðið er einnig rökrétt þegar höfð er í huga sú aðferð sem notuð er til kvótasetningar fisktegunda í almenna kvótakerfinu.
d) Með þessari breytingu er öllum skipum í byggðalaginu gefinn kostur á að sækja um og fá úthlutað úr helmingi byggðakvótans, óháð löndunarsögu. Hinum helmingi byggðarkvótans yrði engu að síður úthlutað eftir löndunarsögu. Talið er nauðsynlegt að útiloka frístundaveiðibátana frá þessari reglu, enda gætu þeir þá í ýmsum tilfellum fengið margfalt meira aflamark til byggðakvóta en þeir eru færir um að veiða.

Tillaga A samþykkt 8-0.
Tillaga B samþykkt 9-0.
Tillaga C samþykkt 5-4.
Benedikt Bjarnason gerði grein fyrir mótatkvæði sínu í C lið.
Tillaga D samþykkt 9-0.

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.
,,Bæjarfulltrúar Í-lista telja, að ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að breyta viðmiðunartímabili byggðakvóta frá einu ári í þrjú vera dæmi um óeðlileg pólitísk afskipti af úthlutun byggðakvóta í Ísafjarðarbæ.  Hingað til hefur viðmiðunartíminn ávallt verið eitt fiskveiðiár, enda er gert ráð fyrir því í grundvallarreglugerð stjórnvalda.“

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista vegna afgreiðslu forseta á meðferð tillagna um reglur Ísafjarðarbæjar um úthlutun byggðakvóta.
,,Bæjarfulltrúar Í-lista telja, að liðirnir fjórir í reglunum sem breytingar voru gerðar á geti haft áhrif hver á annan og því hefði forseti átt að bera þá upp í heild sinni til samþykktar eða synjunar.  Oddviti Í-lista óskaði sérstaklega eftir að það yrði gert og lýsa bæjarfulltrúar Í-lista yfir óánægju með ákvörðun forseta í þessu máli.“
Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Línu Björgu Tryggvadóttur og Sigurði Péturssyni.

Að lokinni afgreiðslu þessa liðar komu aftur á fund bæjarstjórnar Kristján Andri Guðjónsson og Steinþór Bragason, en af fundinum viku Benedikt Bjarnason og Hlynur Kristjánsson.

V.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
    Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar 733. fundur 17. janúar 2012.
17.     Minnisblað bæjarstjóra. - Kauptilboð í áhaldahúsið á Þingeyri.
    Lagt fram minnisblað frá Daníel Jakobssyni, bæjarstjóra, dagsett 6. janúar sl., er fjallar um kauptilboð er borist hafa í áhaldahús Ísafjarðarbæjar á Þingeyri. Með minnisblaðinu eru lögð fram tvö kauptilboð, það er frá Dýrfiski ehf., upp á                     kr. 3.500.000.- og frá Brautinni sf., upp á kr. 3.300.000.-.
    Eiríkur Finnur Greipsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.  Í hans stað mætti Gísli H. Halldórsson.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að áhaldahús Ísafjarðarbæjar, að Hafnarstræti 15, Þingeyri, verði selt hæstbjóðanda Dýrfiski ehf., fyrir kr. 3.500.000.-.
            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.
  
VI.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
    Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar 363. fundur 12. desember 2011.
6.     2007010072 - Sérstakar húsaleigubætur.
   
    Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðaðar reglur um sérstakar húsaleigubætur og leggur til að bæjarstjórn geri það einnig.
       Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.
   
VII.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
    Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Jóna Benediktsdóttir,  Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og  Kristján Andri Guðjónsson.

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar 316. fundur 21. desember 2011.
1.  2011-06-0042  Skóladagatöl 2011 - 2012.
Lagt fram minnisblað frá Sigurlínu Jónasdóttur, grunn- og leikskólafulltrúa, þar sem kemur fram að Leikskólarnir Eyrarskjól, Sólborg og Tjarnarbær hafa lokað í 4 vikur á sumrin, en Laufás og Grænigarður í 5 vikur.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn, að öllum leikskólum Ísafjarðarbæjar verði lokað í 5 vikur næsta sumar og að Eyrarskjól og Sólborg loki ekki samtímis lengur en tvær vikur.

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.
,,Bæjarfulltrúar Í-lista hafa skilning á því að sumarleyfisdagar starfsmanna í leikskólum umfram þá daga, sem lokað er, skapi álag í skólunum, en telja ekki rétt að varpa því álagi yfir á foreldra og geta því ekki samþykkt þessa tillögu.  Þetta vandamál verður að leysa með annarskonar skipulagi, jafnvel meiri afleysingu inn á leikskólana ef aðrir möguleikar eru ekki fyrir hendi.“
            Tillaga fræðslunefndar samþykkt 5-4.

Forseti óskaði heimildar til að taka til umræðu sem einn lið, liðina VIII til og með  XII, en atkvæði verði greidd um hvern og einn dagskrárlið. 
Ekki voru gerðar athugasemdir við beiðni forseta.
Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Sigurður Pétursson. 

VIII.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 365. fundur 4. janúar 2012.
9.     2011100072 - Dagverðardalur, Skutulsfirði. - Umsókn um lóð.
    Lögð fram umsókn um lóð dags. 4. nóvember 2011 frá Framför styrktarsjóði skíðamanna. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 11 í Dagverðardal í Skutulsfirði, til vara er sótt um lóð nr. 3.
     Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Framför fái lóð nr. 3 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
         Tillagan samþykkt 9-0.

IX.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 365. fundur 4. janúar 2012.
11. 2011110020 - Dagverðardalur, Skutulsfirði. - Umsókn um lóð.
Lögð fram umsókn um lóð dags. 7. nóvember sl., frá Arnóri Þorkeli Gunnarssyni. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 6 í Dagverðardal í Skutulsfirði.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Arnór Þorkell Gunnarsson fái lóð nr. 6 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.  Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12. mánaða frá úthlutun.
         Tillagan samþykkt 9-0.

X.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 365. fundur 4. janúar 2012.
14.     2011110036 - Dagverðardalur, Skutulsfirði.  - Umsókn um lóð.
    Lögð fram umsókn um lóð dags. 10. nóvember sl. frá Halldóri F. Ólafssyni. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 17 í Dagverðardal í Skutulsfirði, til vara lóð nr. 11.
     Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Halldór F. Ólafsson fái lóð nr. 17 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.  Tillagan samþykkt 9-0.
XI.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 365. fundur 4. janúar 2012.   
   
16.     2011110038 - Dagverðardalur 11, Skutulsfirði. - Umsókn um lóð.
    Lögð fram umsókn um lóð dags. 8. nóvember sl. frá Unnari Hermannssyni. Sótt um sumarhúsalóð nr. 11 í Dagverðardal í Skutulsfirði.

     Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Unnar Hermannsson fái lóð nr. 11 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
         Tillagan samþykkt 9-0.

XII.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 365. fundur 4. janúar 2012.
17.     2009080018 - Sumarbústaðarlóð í Dagverðardal/Tungudal, Skutulsfirði.  - Umsókn.
    Lögð fram umsókn um lóð dags. 28. nóvember sl. frá Karen Sif Róbertsdóttur og Sigurði Hólm Jóhannssyni. Sótt er um sumarhúsalóð nr. 7 í Dagverðardal, Skutulsfirði, til vara lóð nr. 17.
     Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að Karen Sif og Sigurður Hólm fái lóð nr. 7 með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðaumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
         Tillagan samþykkt 9-0.

XIII.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
    Til máls tók: Albertína Elíasdóttir, forseti.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 366. fundur 11. janúar 2012.
5.     2010040047 - Deiliskipulag á Suðureyri. - Miðsvæði.
    Erindi var síðast tekið fyrir á 364. fundi umhverfisnefndar 30. nóvember sl.
    Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan ásamt greinargerð verði auglýst.  Samhliða verði auglýst breyting á deiliskipulagi neðan Aðalgötu á Suðureyri, af sama svæði.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.
   
XIV.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
    Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, Kristján Andri Guðjónsson og Jóna Benediktsdóttir.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 367. fundur 17. janúar 2012.
1.     2012010004 - Sjókvíaeldi HG í Ísafjarðardjúpi
    Á fundi í bæjarráði 9. janúar sl. var lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 2. janúar sl., þar sem leitað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á fyrirhugaðri 7.000 tonna framleiðslu á eldisfiski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf., hefur sent Skipulagsstofnun tilkynningu dagsetta 28. desember 2011, um ofangreint skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b. Skilafrestur á umsögn er til 19. janúar n.k.

Bæjarráð vísaði erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.
    Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. hefur staðið fyrir tilraunaeldi á þorski í Álftafirði og Seyðisfirði um nokkurra ára skeið. Þá hafa nokkrir aðilar staðið fyrir fiskeldi í Skutulsfirði, m.a. fyrirtækið Álfsfell á Ísafirði, Ketill Elíasson og Gísli Jón Kristjánsson. Í Önundarfirði og Dýrafirði er einnig fiskeldi, þorskur í Önundarfirði og regnbogasilungur í Dýrafirði. Hér er um merkilegt framtak að ræða til eflingar fjölbreytni og stöðugleika í atvinnumálum í Ísafjarðabæ.
Sú skýrsla sem unnin hefur verið fyrir Hraðfrystihúsið Gunnvöru h.f. og lögð er til grundvallar afgreiðslu þessa máls er lofsvert framtak sem ber að þakka. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. hefur á undaförnum árum staðið fyrir rannsóknum á umhverfi eldisins og umhverfisáhrifum af því, sem benda til að ekki séu miklar líkur á að fyrirhugað eldi geti valdi umtalsverðum eða óafturkræfum umhverfisáhrifum í Ísafjarðardjúpi. Áhrif og eðli eldisins hafa auk þess við ýmis tækifæri verið kynnt með óformlegum hætti fyrir bæjaryfirvöldum og ýmsum aðilum að nokkru leyti.
Því miður fyrirfinnst engin stefnumörkun stjórnvalda hvað varðar sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi fremur en annarsstaðar. Gerð nýtingaráætlunar fyrir Ísafjarðardjúp á vegum sveitarfélaga við Ísafjarðardjúp er enn ekki hafin og því er ekki útlit fyrir að henni verði lokið á allra næstu árum. Slík nýtingaráætlun hefur þar að auki ekkert lögformlegt gildi þó hún sé vissulega stefnumarkandi. Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar vill því ítreka þá skoðun sína að æskilegt sé að sveitarfélög sjái um skipulag strandsjávar út í 1 sjómílu frá grunnlínu. Ef svo væri má jafnvel gera ráð fyrir að nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp væri þegar lokið.
Sú skoðun umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar og bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar að sveitarstjórnir skuli hafa ákvörðunarrétt í máli sem þessu hefur margsinnis komið fram, t.d. varðandi leyfisveitingu til fiskeldis í Arnarfirði, en Arnarfjörður er að stórum hluta innan bæjarmarka Ísafjarðarbæjar. Enn sem komið er hefur Alþingi ekki gert breytingar sem tryggja raunhæfa aðkomu sveitarstjórna að slíkum málum.
Í ljósi þess hve greiðlega hefur gengið fyrir ýmis fyrirtæki að fá leyfi fyrir sjókvíaeldi á Vestfjörðum undanfarin misseri gerir umhverfisnefnd varla ráð fyrir að farið verði fram á umhverfismat vegna núverandi fyrirætlana H.G. um aukna framleiðslu á eldisfiski. Þrátt fyrir að hámarks magn eldisins sé talsvert, eða 7.000 tonn, þá er fyrirhugað starfssvæði mjög víðfeðmt og eldið því e.t.v. ekki svo mikið í því samhengi.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar telur sig ekki hafa forsendur til að krefjast þess að fyrirhugað eldi sæti mati á umhverfisáhrifum m.t.t. 3ja viðauka laga númer 106/2000. Þó er mikilvægt í ljósi greinar 1.v. í 3ja viðauka laganna, m.a. með tilliti til ofangreinds ágalla á íslenskri stjórnsýslu að því er varðar stefnumörkun á strandsvæðum utan netlaga, að gerð verði ítarleg grein fyrir áhrifum þeim sem eldið kann að hafa á hefðbundna nýtingu svæðisins s.s. fiskveiðar, rækjuveiðar og ýmsa hlunnindanýtingu og að haft verði samráð við þá nýtingaraðila um tilhögun eldisins. Jafnframt er nauðsynlegt að gerðar verði viðbragðsáætlanir um viðbrögð við slysasleppingum laxfiska vegna laxveiðiánna við Ísafjarðardjúp.
Hagnýting fjarða og flóa við strendur Íslands er mjög vandasamt og flókið mál sem þarfnast víðtæks undirbúnings og samstarfs áður en til ákvarðana kemur. Verkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem nú er unnið að og lýtur að hagnýtingu strandsvæða á Vestfjörðum, er enn á könnunar- og viðræðustigi, en við verkefnið eru bundnar miklar vonir, sem auðvelda munu ákvarðanatöku í slíkum málum í framtíðinni.
Meðan nýtingaráætlun sveitarfélaga eða ríkisins liggur ekki fyrir í Ísafjarðardjúpi er æskilegt að leyfi séu ekki veitt einu fyrirtæki til of langs tíma til nýtingar svo mikils hluta Ísafjarðardjúps og komið verði í veg fyrir að hefðarréttur geti myndast á fiskeldisleyfum. Í því samhengi má til framtíðar benda á möguleika þess að stýra eftirspurn í leyfi með leyfisgjöldum.

Kristján Andri Guðjónsson lagði fram svohljóðandi bókun undir þessum lið dagskrár.
,, Varðandi umsókn H.G fyrir auknu sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi þarf að tryggja svo óyggjandi sé að samráð verði haft við sjómenn og útgerðarmenn við Ísafjarðardjúp sem hingað til hafa stundað þar fiskveiðar. Þar er helst til að taka línuveiðar, snurvoðaveiðar og rækjuveiðar.Ekki er sanngjarnt að hefðbundnum fiskveiðum til nýtingar svæðisins verði stuggað frá heldur komist að samkomulagi strax um hvar eldískvíar verði staðsettar svo vonandi allir geti vel við unað.“
Kristján Andri Guðjónsson.

         Ofangreind umsögn umhverfisnefndar gerð að umsögn bæjarstjórnar og samþykkt sem slík 9-0.

XV.    Tillaga til 306. fundar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar 19. janúar 2012.
Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar 367. fundur 17. janúar 2012.
2.     2011040052 - Deiliskipulag hjúkrunarheimilis.
    Lögð fram drög að deiliskipulagi hjúkrunarheimilis að Torfnesi. Drögin eru dagsett í janúar 2012. Þau eru unnin af Teiknistofunni Eik ehf.
    Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst með þeim breytingum að lokið verði við kafla 1.6.8.
Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.

XVI.     Bæjarráð.
            
             Fundargerðin 19/12.  730. fundur.
             Fundargerðin er í tíu liðum.
             Fundargerðin lögð fram til kynningar.

             Fundargerðin 29/12.  731. fundur.
             Fundargerðin er í níu liðum.
             Fundargerðin lögð fram til kynningar.

              Fundargerðin 9/1.  732. fundur.
              Fundargerðin er í ellefu liðum.                           
              Fundargerðin lögð fram til kynningar.
               
              Fundargerðin 17/1.  733. fundur.
              Fundargerðin er í sautján liðum.
               Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XVII.            Almannavarnanefnd.
                    Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

            Fundargerðin 12/1.  10. fundur.
            Fundargerðin er í fjórum liðum.
            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XVIII.        Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.
           Fundargerðin 20/12.  74. fundur.
                   Fundargerðin er í sjö liðum.
           Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XIX.           Félagsmálanefnd.
                   Fundargerðin 12/12.  363. fundur.
           Fundargerðin er í tólf liðum.
           Fundargerðin lögð fram til kynningar.

           Fundargerðin 10/1.  364. fundur.
           Fundargerðin er í átta liðum.
           Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XX.           Fræðslunefnd.
           Fundargerðin 21/12.  316. fundur.
           Fundargerðin er í fjórum liðum.
           Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XXI.           Hafnarstjórn.
           Fundargerðin 12/12.  157. fundur.
           Fundargerðin er í fimm liðum.
           Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XXII.           Íþrótta- og tómstundanefnd.
             Fundargerðin 14/12.  127. fundur.
            Fundargerðin er í níu liðum.
                        Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XXIII.            Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.
            Fundargerðin 14/12.  10. fundur.
            Fundargerðin er í þremur liðum.
            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

            Fundargerðin 11/1.  11. fundur.
            Fundargerðin er í tveimur liðum.
            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

XXIV.            Umhverfisnefnd.
            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson, Ingólfur Þorleifsson og Kristján Andri Guðjónsson,

            Fundargerðin 4/1.  365. fundur.
            Fundargerðin er í tuttugu liðum.
            Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

            Fundargerðin 11/1.  366. fundur.
            Fundargerðin er í fimm liðum.
            Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

            Fundargerðin 17/1.  367. fundur.
            Fundargerðin er í tveimur liðum.
            Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 20:35.
                 
Þorleifur Pálsson, ritari
Albertína Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar
Gísli H. Halldórsson

Ingólfur Þorleifsson              
Steinþór Bragason

Guðfinna Hreiðarsdóttir  
Sigurður Pétursson

Lína Björg Tryggvadóttir
Jóna Benediktsdóttir

Kristján Andri Guðjónsson
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?