Bæjarstjórn - 302. fundur - 20. október 2011

 

 

Dagskrá:

I.          Tillaga frá 721. fundi bæjarráðs. - Reglur um notkun skjaldarmerkis Ísafjarðarbæjar.  2010-11-0044.

II.        Tillaga frá 721. fundi bæjarráðs. - Tilnefning í starfshóp á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.  2011-10-0050.

III.       Tillaga frá 7. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. - Drög að samningi við velferðarráðuneytið.  2008-06-0016.

IV.       Fundargerð(ir) bæjarráðs 7/10. og 17/10.

V.                    "              íþrótta- og tómstundanefndar 12/10.

VI.                   "              nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði 10/10.

VII.                  "              nefndar um sorpmál í Ísafjarðarbæ 26/9.

VIII.                 "              umhverfisnefndar 11/10.

           

I.          Tillaga frá 721. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.

2.         Minnisblað upplýsingafulltrúa. - Reglur um notkun skjaldarmerkis

            Ísafjarðarbæjar.  2010-11-0044.

            Lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dagsett 12. október sl.  Minnisblaðinu fylgja drög að reglum um notkun skjaldarmerkis Ísafjarðarbæjar.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að reglur um notkun skjaldarmerkis Ísafjarðarbæjar verði samþykktar.

            Bæjarstjórn samþykkir reglur um notkun skjaldarmerkis Ísafjarðarbæjar með þeim breytingum er gerðar hafa verið á texta greinar 5.2 og greinar 6.1. Samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga frá 721. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.

9.         Tilnefning í starfshóp á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis.

            2011-10-0050.

                        Lagt fram tölvubréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, dagsett þann 11. október sl.  Í tölvupóstinum er óskað eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar á fulltrúa í starfshóp á vegum ráðuneytisins, um málefni mjólkurbúsins á Ísafirði. 

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Eiríkur Finnur Greipsson, formaður bæjarráðs, verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

III.       Tillaga frá 7. fundi nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Kristján Andri Guðjónsson.

5.         Drög að samningi við velferðarráðuneytið. 2008-06-0016.

            Rætt um næstu skref s.s. samning við velferðarráðuneytið um byggingu hjúkrunarheimilis þ.m.t. fjármögnun byggingarinnar. 

            Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skrifað verði undir samninginn.

            Tillaga nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, er varðar undirritun samnings samþykkt 9-0.

 

IV.       Bæjarráð.

            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson, Eiríkur Finnur Greipsson, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Lína Björg Tryggvadóttir og Gísli H. Halldórsson.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 3. lið 721. fundargerðar bæjarráðs.

,,Bæjarfulltrúar Í-listans telja að samþykkja beri tilboð skólaliða við Grunnskólann á Ísafirði um 50% niðurskurð á fastri yfirvinnu, sem fram kemur í bréfi þeirra, sem lagt var fram í bæjarráði þann 17. október sl.  Jafnframt verði sama regla látin ganga yfir alla starfsmenn Ísafjarðarbæjar, sem lið í sparnaðaraðgerðum, sem nauðsynlegt er að grípa til í þröngri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.“

Undirritað af Sigurði Péturssyni, Línu Björg Tryggvadóttur, Jónu Benediktsdóttur og Kristjáni Andra Guðjónssyni, en hann undirritar bókunina með fyrirvara um hlutfall skerðingar.

 

Kristján Andri Guðjónsson lagði fram svohljóðandi bókun undirritaða af öllum bæjarfull- trúum Ísafjarðarbæjar.

,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar því að rækjuveiðar í Ísafjarðardjúpi skuli nú hafnar að nýju, þar sem rækjuveiðar á Íslandi áttu sér upphaf.“

 

            Fundargerðin 7/10.  720. fundur.

            Fundargerðin er í ellefu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fundargerðin 17/10.  721. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

V.        Íþrótta- og tómstundanefnd.

            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Jóna Benediktsdóttir.

            Fundargerðin 12/10.  125. fundur.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VI.       Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði.

            Fundargerðin 10/10.  7. fundur.

            Fundargerðin er í fimm liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.     Nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.

            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson og Lína Björg Tryggvadóttir.

            Fundargerðin 26/9.

            Fundargerðin er í fjórum liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.    Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Gísli H. Halldórsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

            Fundargerðin 11/10.  360. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin staðfest í heild sinni 8-0.

            Kristján Andri Guðjónsson lét bóka hjásetu sína.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 19:00.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                       

Gísli H. Halldórsson.

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                          

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                                

Lína Björg Tryggvadóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                             

Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?