Bæjarstjórn - 300. fundur - 15. september 2011

 

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðfinna Hreiðarsdóttir í h. st. Guðný Stefanía Stefánsdóttir.  Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Lína Björg Tryggvadóttir. Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Benedikt Bjarnason.

 

Dagskrá:

I.   Tillaga frá D-lista. - Breyting á skipan í fræðslunefnd. Lagt fram á fundi bæjarstjórnar.
II.  

Tillaga frá 358. fundi umhverfisnefndar 14.09.11. deiliskipulag á Ásgeirsbakka, Ísafirði.

Breytt tillaga eftir umfjöllun hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

III.   Tillaga frá 715. fundi bæjarráðs. - Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar.
IV.   Tillaga frá 716. fundi bæjarráðs. - Ný lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið Ísafjarðarbæ.
V.    Tillaga frá 716. fundi bæjarráðs. - Endurskoðun á skipulagi safna.
VI.   Trúnaðarmál frá 716. fundi bæjarráðs.
VII.   Tillaga frá 716. fundi bæjarráðs. - Setning siðareglna hjá Ísafjarðarbæ.
VIII.   Tillaga frá 716. fundi bæjarráðs. - Ráðning ráðgjafa vegna úttektar á rekstri Ísafjarðarbæjar. 
IX. Fundargerð(ir) bæjarráðs 6/9. og 13/9.
X. "  félagsmálanefndar 30/8.
XI. " fræðslunefndar 7/9.
XII. " hafnarstjórnar 6/9.
XIII.   Aukið stöðugildi við Grunnskólann á Ísafirði.

     

Forseti bar upp á fundinum beiðni um að taka kjör undir I. lið dagskrár á dagskrá fundarins með formlegum hætti.  Beiðni forseta samþykkt 9-0.

           

I.          Tillaga D-lista. - Breytingar á skipan fulltrúa í fræðslunefnd.

Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Gísli H. Halldórsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi tillögu D-lista, um breytingar á fulltrúa í fræðslunefnd.

Fræðslunefnd:

Aðalfulltrúi: Ólöf Hildur Gísladóttir, Urðarvegi 13, Ísafirði, komi í  stað Jónasar Birgissonar.

Tillaga D-lista samþykkt 9-0.

 

 

II.        Tillaga frá 358. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag á Ásgeirsbakka.

Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir og Jóna Benediktsdóttir.

           

5.    2011-08-0021 - Deiliskipulag. - Ásgeirsbakki, Ísafirði.

Lögð fram breytt deiliskipulagstillaga frá Teiknistofunni Eik. dags. 13. sept. 2011, í samræmi við athugasemdir Hafnarstjórnar.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst.

Deiliskipulagstillagan fylgir með bókun umhverfisnefndar.

 Tillaga umhverfisnefndar samþykkt  9-0.

 

III.       Tillaga frá 715. fundi bæjarráðs. - Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar. 2010-11-0013.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukaframlag til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á þessu ári, að upphæð kr. 1.000.000.- og fjármögnun vísað til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

IV.       Tillaga frá 716. fundi bæjarráðs. - Lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ. 2007-04-0048.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lögreglusamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ með þeim breytingum er gerðar hafa verið á texta hennar með tilvísun til ábendinga frá innanríkisráðuneyti.

Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

V.        Tillaga frá 716. fundi bæjarráðs. - Endurskoðun á skipulagi safna.

Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

 3.        Minnisblað bæjarstjóra. - Endurskoðun á skipulagi safna.  2010-07-0067.

Lagt fram minnisblað Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra, dagsett 9. september sl., er varðar vinnu við endurskoðun á skipulagi safna í Ísafjarðarbæ.  Minnisblaðinu fylgja umsagnir stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkur-hrepps.  Málið var áður á dagskrá bæjarráðs þann 27. júní sl.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að stofnað verði fagráð safna í Ísafjarðarbæ.

Tillaga kom fram frá Eiríki Finni Greipssyni um frestun þessa liðar til næsta fundar bæjarstjórnar. 

Tillaga Eiríks Finns Greipssonar samþykkt 9-0.

  

VI.       Tillaga frá 716. fundi bæjarráðs. - Trúnaðarmál.

Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir og Sigurður Pétursson.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir þessum lið dagskrár.

,,Undirrituð telja ekki rétt, að beiðnir um auknar fjárheimildir fyrir stofnanir Ísafjarðarbæjar, séu lagðar fram sem trúnaðarmál, þrátt fyrir að rökstuðningur fyrir beiðninni sé trúnaðarmál.“

Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Benedikt Bjarnasyni, Línu Björgu Tryggvadóttur og Sigurði Péturssyni.   

Tillaga bæjarráðs frá 716. fundi skráð sem trúnaðarmál samþykkt 9-0.

 

VII.     Tillaga frá 716. fundi bæjarráðs. - Setning siðareglna hjá Ísafjarðarbæ.

Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti og Jóna Benediktsdóttir

 

10.       Setning siðareglna hjá Ísafjarðarbæ. - Áður í bæjarráði 27. júní 2011.

Lagt fram að nýju í bæjarráði minnisblað Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur og Eiríks Finns Greipssonar, fulltrúa í bæjarráði, er varðar setningu siðareglna kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn og nefndum sveitarfélagsins.  Jafnframt eru lögð fram drög að siðareglum.

Bæjarráð vísar drögum að siðareglum til umræðu í bæjarstjórn.

Tillaga forseta um vísan þessa liðar til annarrar umræðu í bæjarstjórn samþykkt 9-0.

 

VIII.    Tillaga frá 716. fundi bæjarráðs. - Ráðning ráðgjafa vegna úttektar á rekstri Ísafjarðarbæjar.

Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Benedikt Bjarnason og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun frá Í-lista undir þessum lið dagskrár.

,,Í-listinn samþykkir tillögu bæjarráðs um að ganga til samninga við ráðgjafarfyrirtækið HLH ehf., um úttekt á rekstri Ísafjarðarbæjar, en leggur mikla áherslu á að allir málaflokkar verði skoðaðir og heildarskýrsla um niðurstöður kynnt bæjarbúum á íbúafundi.“

Undirritað af Benedikt Bjarnasyni, Línu Björgu Tryggvadóttur, Sigurði Péturssyni og Jónu Benediktsdóttur.

 

14.       Fjárhagsáætlun ársins 2012. - Þriggja ára áætlun. 2011-08-0013.

Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi átt óformlegan fund með starfsmanni Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Með tilvísun til viðræðna bæjarstjóra við starfsmann Eftirlitsnefndar, samþykkir bæjarráð að gengið verði til samninga við HLH ehf., um úttekt á rekstri Ísafjarðarbæjar.

Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs um að ganga til samninga við HLH ehf., um úttekt á rekstri Ísafjarðarbæjar 9-0.

           

IX.       Bæjarráð.

Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Benedikt Bjarnason og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Fundargerðin 6/9.  715. fundur. 

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 13/9.  716. fundur.

Fundargerðin er í fimmtán liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

X.        Félagsmálanefnd.

Fundargerðin 30/8.  359. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XI.       Fræðslunefnd.

Til máls tóku: Albertína Elíasdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Gísli H. Halldórsson.

 

Fundargerðin 7/9.  311. fundur.

Fundargerðin er í fjórum liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XII.     Hafnarstjórn.

Fundargerðin 6/9.  154. fundur.

Fundargerðin er í fimm liðum.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Albertína Elíasdóttir, forseti, óskaði heimildar bæjarstjórnar til að taka á dagskrá sem XIII. lið beiðni um aukið stöðugildi við Grunnskólann á Ísafirði.

Beiðni forseta samþykkt 9-0.

 

XIII.    Aukið stöðugildi við Grunnskólann á Ísafirði skólaárið 2011/2012. 2011-08-0036

Til máls tók: Albertína Elíasdóttir, forseti.

Forseti lagði fram tillögu um að aukið stöðugildi við Grunnskólann á Ísafirði skólaárið 2011/2012 yrði samþykkt.

Tillaga forseta samþykkt 8-0.

Jóna Benediktsdóttir óskaði eftir að hjáseta hennar yrði bókuð.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 18:52.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Albertína F. Elíasdóttir, forseti bæjarstjórnar.

Eiríkur Finnur Greipsson.                                                       

Gísli H. Halldórsson. 

Kristín Hálfdánsdóttir.                                                          

Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

Sigurður Pétursson.                                                                

Lína Björg Tryggvadóttir.

Jóna Benediktsdóttir.                                                             

Benedikt Bjarnason.

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?