Bæjarstjórn - 298. fundur - 23. júní 2011

Fjarverandi aðalfulltrúar: Albertína Elíasdóttir í h. st. Marzellíus Sveinbjörnsson.  Kristján Andri Guðjónsson í h. st. Benedikt Bjarnason.

 

Í upphafi fundar óskaði Gísli H. Halldórsson, forseti eftir að taka á dagskrá, sem XII. lið, tillögu frá Í-lista um breytingu á skipan fulltrúa í umhverfisnefnd.

Beiðni forseta var samþykkt samhljóða og færast því liðir XII og XIII samkvæmt boðaðri dagskrá aftur og verða XIII. og XIV. liður.

 

Dagskrá:

 

I Tillaga frá 705. fundi bæjarráðs Viðhald Hlífar I og Hlífar II
II. Tillaga frá 706. fundi bæjarráðs Gleiðarhjalli, umhverfismat
III Tillaga frá 706. fundi bæjarráðs Reglur um veitingu menningarstyrkja
IV. Tillaga frá 706. fundi bæjarráðs Leyfisveitingar rekstrar- og veitingaleyfa
V. Tillaga frá 309. fundi fræðslunefndar Aukið stöðugildi á Sólborg
VI. Fundargerð(ir) bæjarráðs 14/6. og 20/6
VII. " félagsmálanefndar 7/6
VIII. " fræðslunefndar 16/6
IX. " íþrótta- og tómstundanefndar 8/6
X. " umhverfisnefndar 15/6
XI.

Tillaga B-lista framsóknarmanna, um breytingu fulltrúa í umhverfisnefnd og í nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ

Tillagan flutt á fundinum
XII. Tillaga Í-lista um breytingu fulltrúa í umhverfisnefnd  
XIII. Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæja

Forseti, 1. og 2. varaforseti.

Bæjarráð, 3 aðalmenn og 3 til vara.

Skrifarar, 2 aðalmenn og 2 til vara.

XIV. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2011  

 

I.         Tillaga frá 705. fundi bæjarráðs. - Viðhald Hlífar I og Hlífar II.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

15.       Bréf Sædísar M. Jónatansdóttur, ráðgjafa á félagssviði. - Þakviðgerðir

            á Hlíf I og Hlíf II, Ísafirði.  2011-05-0033.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Vestfirska Verktaka um verkið, á grundvelli fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2011.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

II.        Tillaga frá 706. fundi bæjarráðs. - Gleiðarhjalli, umhverfismat.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

2.         Bréf Jóhanns B. Helgasonar. - Gleiðarhjalli, umhverfismat.  2011-05-0032.

            Framkvæmdasýsla ríkisins og Jóhann B. Helgason, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, mæla með að gengið verði til samninga við Náttúrustofu Vestfjarða á grundvelli tilboðs þeirra.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Náttúrustofu Vestfjarða á grundvelli tilboðsins.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

III.      Tillaga frá 706. fundi bæjarráðs. - Reglur um veitingu menningarstyrkja.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Lína Björg Tryggvadóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

5.         Endurskoðuð drög að reglum Ísafjarðarbæjar um menningarstyrki.

            Lagðar fram í bæjarráði reglur um úthlutun styrkja til menningarmála hjá Ísafjarðarbæ.  Reglurnar voru fyrst lagðar fyrir 705. fund bæjarráðs, en hafa nú verið endurbættar í samræmi við umræður á þeim fundi.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur Ísafjarðarbæjar um menningarstyrki verði samþykktar.

 

            Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram eftirfarandi breytingartillögu við reglur Ísafjarðarbæjar um menningarstyri. ,,Legg til að fyrsta málsgrein annars liðar verði felld út.“  Tillaga forseta samþykkt 9-0.

            Reglurnar þannig breyttar samþykktar 9-0.

 

IV.      Tillögur frá 706. fundi bæjarráðs.- Leyfisveitingar rekstrar- og veitingaleyfa.

                Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, vék af fundi undir þessum lið dagskrár og tók Eiríkur Finnur Greipsson við stjórn fundarins.

 

   8.      Minnisblað bæjarritara. - Umsagnir byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits-

            manns Ísafjarðarbæjar, vegna leyfisveitinga.

            Lagt fram minnisblað bæjarritara um umsagnir byggingarfulltrúa og eldvarnar-eftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar, vegna leyfisveitinga til neðangreindra gisti- og eða veitingastaða.

Hótel Sandafell, Þingeyri. - Endurnýjun á rekstrarleyfi.  2011-05-0055.

Í umsögnum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar kom ekki fram neinar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

Orkusteinn ehf., Hafnarstræti 8, Ísafirði. - Rekstrarleyfi fyrir gistiheimili. 

2011-05-0046.

Í umsögnum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar kom ekki fram neinar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

 

Slétt og slitrótt ehf., Ísafirði. - Endurnýjun og breyting á rekstrarleyfi. 

2011-05-0045.

Í umsögnum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar kom ekki fram neinar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

Talisman - Fisherman Hótel, Suðureyri. - Endurnýjun á rekstrarleyfi. 

2011-05-0051.

Í umsögnum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlitsmanns Ísafjarðarbæjar kom ekki fram neinar athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.

            Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ekki verði gerðar athugasemdir við ofangreindar leyfisveitingar.

            Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, tók aftur við stjórn fundarins.

 

V.        Tillaga frá 309. fundi fræðslunefndar. - Aukið stöðugildi á Sólborg.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Benedikt Bjarnason og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

 

1.         Beiðni um aukningu stöðugilda á leikskólanum Sólborg. 2011-06-0043.

Lagt fram bréf  frá Helgu Björk Jóhannsdóttur, leikskólastjóra, dagsett 12. maí s.l., þar sem óskað er eftir aukningu á stöðugildi við leikskólann, sem nemur 25% starfshlutfalli.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn, að beiðnin verði samþykkt.

            Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.

 

VI.      Bæjarráð.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Eiríkur Finnur Greipsson, Lína Björg Tryggvadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Benedikt Bjarnason og Kristín Hálfdánsdóttir. 

 

            Fundargerðin 14/6.  705. fundur.

            Fundargerðin er í sextán liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

            Fundargerðin 20/6.  706. fundur.

            Fundargerðin er í tíu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VII.     Félagsmálanefnd.

            Fundargerðin 7/6.  357. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

VIII.   Fræðslunefnd.

            Fundargerðin 16/6.  309. fundur.

            Fundargerðin er í níu liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

IX.      Íþrótta- og tómstundanefnd.

            Fundargerðin 8/6.  123. fundur.

            Fundargerðin er í sex liðum.

            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

           

X.        Umhverfisnefnd.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

            Fundargerðin 15/6.  353. fundur.

            Fundargerðin er í átján liðum.

            Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

XI.      Tillaga B-lista framsóknarmanna, um breytingu fulltrúa í umhverfisnefnd,

            hafnarstjórn og í nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, leggur fram eftirfarandi tillögu frá B-lista framsóknarmanna undir þessum lið dagskrár, um breytingar á nefndaskipan hvað varðar fulltrúa B-lista.

 

a.         Marzellíus Sveinbjörnsson fer úr umhverfisnefnd og nefnd um sorpmál og kemur            í hafnarstjórn.

            Kjör Marzellíusar Sveinbjörnssonar í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkt 9-0.

 

b.         Elías Oddsson fer úr hafnarstjórn og kemur í nefnd um sorpmál.

            Kjör Elíasar Oddssonar í nefnd um sorpmál í Ísafjarðarbæ samþykkt 9-0.

 

c.         Sigurður Hreinsson kemur í umhverfisnefnd.

            Kjör Sigurðar Hreinssonar í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar samþykkt 9-0.

 

XII.     Tillaga Í-lista, um breytingar fulltrúa í umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar.

            Til máls tók:  Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, leggur fram eftirfarandi tillögu frá Í-lista undir þessum lið dagskrár, um breytingar á nefndarskipan í umhverfisnefnd.

            Magnús Reynir Guðmundsson komi inn sem aðalmaður í umhverfisnefnd í stað Jónu Símoníu Bjarnadóttur.

            Jóna Símonía Bjarnadóttir komi inn sem varamaður í umhverfisnefnd í stað Sæmundar Kr. Þorvaldssonar.  

            Tillagan Í-lista samþykkt 9-0.

 

XIII.   Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.

            Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

a. Kosning forseta og varaforseta skv. 14. gr. bæjarmálasamþykktar

    Ísafjarðarbæjar.

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögu um forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Albertínu Elíasdóttur B-lista, sem forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Gísla H. Halldórsson D-lista sem 1. varaforseta.

Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Jónu Benediktsdóttur Í-lista, sem 2. varaforseta.

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

b. Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara samkv. 15.gr. bæjarmálasamþykktar     Ísafjarðarbæjar.

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um tvo skrifara bæjarstjórnar og tvo til vara.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Kristínu Hálfdánsdóttur, sem skrifara og til vara Guðfinnu Hreiðarsdóttur.

Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Kristján Andra Guðjónsson, sem skrifara og til vara Örnu Láru Jónsdóttur.   

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

c. Kosning í bæjarráð skv. 48. gr. a bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.
    Bæjarráð 3 aðalmenn og 3 til vara.

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um þrjá aðalmenn og þrjá til vara í bæjarráð Ísafjarðarbæjar.

Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Eirík Finn Greipsson og Albertínu F. Elíasdóttur, sem aðalmenn í bæjarráð og Gísla H. Halldórsson og Marzellíus Sveinbjörnsson, sem varamenn.

Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur, sem aðalmann í bæjarráð og Kristján Andra Guðjónsson, sem varamann.

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 

XIV.   Sumarleyfi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

            Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína Björg Tryggvadóttir og Eiríkur Finnur Greipsson.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu undir XIV. lið dagskrár.

            ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir með vísan til 7. gr. samþykktar um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarskapa bæjarstjórnar, að fella niður fundi bæjarstjórnar í júlí og ágúst 2011 og skal bæjarráð hafa heimild til að ráða málum til lykta fyrir hönd bæjarstjórnar þetta tímabil samkvæmt 39. gr. sveitarstjórnarlaga.  Næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði fimmtudaginn 1. september 2011.“

            Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð, fundi slitið kl. 18:43.

 

Þorleifur Pálsson, ritari

Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar

Eiríkur Finnur Greipsson

Kristín Hálfdánsdóttir

Guðfinna Hreiðarsdóttir

Marzellíus Sveinbjörnsson

Arna Lára Jónsdóttir

Sigurður Pétursson

Lína Björg Tryggvadóttir

Benedikt Bjarnason

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri

Er hægt að bæta efnið á síðunni?