Bæjarstjórn - 292. fundur - 24. febrúar 2011

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir að taka á dagskrá, með afbrigðum, neðangreind mál.

1. Breytingar á skipuriti Ísafjarðarbæjar. 

2. Tillaga frá 347. fundi umhverfisnefndar 10. liður, deiliskipulag á Dagverðardal.

3. Tillaga að ályktun við 7. lið 106. fundargerðar atvinnumálanefndar.

Beiðni forseta samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

I.

 Tillögur B-lista Framsóknarflokks

 Breytingar á skipan í nefndir
 II.

 Tillaga Kristjáns Andra Guðjónssonar

 Opnunartími veitingastaða
 III.

 Tillaga frá 687. fundi bæjarráð

 Þjónustusamningur
 IV.

 Tillaga frá 688. fundi bæjarráð

 Starfsmenn án verkfallsheimilda
 V.

 Tillaga frá 689. fundi bæjarráðs

 Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla
 VI.

 Tillaga frá 689. fundi bæjarráðs

 Kjarasamningsumboð
 VII.

 Tillaga frá 352. fundi félagsmálanefndar

 Stefna í félags- og  velferðarmálum
 VIII.

 Tillaga frá 352. fundi félagsmálanefndar

 Sérstakar húsaleigubætur
 IX.

 Tillaga frá 306. fundi fræðslunefndar

 Aukið stöðugildi á  Grænagarði
 X.

 Tillaga frá 306. fundi fræðslunefndar

 Afnot af Grunnskóla Þingeyrar
 XI.

 Tillaga til bæjarstjórnar

 að leiðréttum samþykktum fyrir hverfisráð
 XII.

 Tillaga að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana 2012-2014

 (Send út eftir fund bæjarfulltrúa þann 22. febrúar 2011.)
 XIII.

 Úthlutun byggðakvóta Flateyrar 2010/2011.

 (Gögn send út sér.)
 XIV.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 31/1., 7/2.,14/2. og 21/2.
 XV.

 "

 almannavarnanefndar24/1. og 8/2.
 
 XVI.

 "

 atvinnumálanefndar10/2.
 XVII.

 "

 barnaverndarnefndar1/2.
 XVIII.

 "

 Fasteigna Ísafjarðarbæjar 25/1.
 XIX.

 "

 félagsmálanefndar25/1. og 15/2.
 XX.

 "

 fræðslunefndar 8/2.
 XXI.

 "

 hafnarstjórnar 24/2.
 XXII.

 "

 nefndar um skjaldarmerki 8/2.
 XXIII.

 "

 nefndar um sorpmál16/2.
 XXIV.

 "

 umhverfisnefndar31/1. og 9/2.
 XXV.

 "

 verkefnahóps um Byggðasamlag    Vestfjarða 6/1., 17/1. og 24/1.

 XXVI                                      Breyting á skipuriti Ísafjarðarbæjar
 XXVII                                      Bókun bæjarstjórnar vegna 7. liðar í 106. fundargerð atvinnumálanefndar.

 XVIII               

Tillaga frá 347.  fundi  umhverfisnefndar                                                   

  Deiliskipulag á Dagverðardal.
     

 I. Tillögur B-lista Framsóknarflokks. - Breytingar á skipan í nefndir. 
 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Lögð fram af Albertínu Elíasdóttur, tillaga B-lista Framsóknarflokks um breytingar á skipan í nefndir. 
Atvinnumálanefnd. 
Jón Sigmundsson, Garðavegi 4, 410 Hnífsdal, hefur beðist lausnar sem varamaður 
í atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar. 
Í hans stað komi Þórður E. Sigurvinsson, Hjallavegi 14, Suðureyri, sem varamaður 
í atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar. 
Tillagan samþykkt 9-0.

Hafnarstjórn. 
Albertína F. Elíasdóttir, Mjallargötu 1, 400 Ísafirði, hefur beðist lausnar sem aðalmaður 
í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar. 
Í hennar stað komi Elías Oddsson, Mánagötu 1, Ísafirði, sem aðalmaður í hafnarstjórn 
Ísafjarðarbæjar. 
Samþykkt 9-0. 
Gísli Jón Kristjánsson, Fagraholti 3, 400 Ísafirði, sem er aðalmaður í hafnarstjórn, 
verði kjörinn formaður hafnarstjórnar í stað Albertínu F. Elíasdóttur. 
Samþykkt 5-0. 
  
II.  Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðabæjar. - Opnunartími veitingastaða. 
 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir og Lína B. Tryggvadóttir. 
  
Tillaga lögð fram af  Kristjáni Andra Guðjónssyni. 
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að opnunartími veitinga- og skemmtistaðarins Langa Manga við Aðalstræti 22, Ísafirði, verði styttur til kl. 24:00 alla þá daga sem opið er. Stytting opnunartíma taki gildi þann 1. maí n.k., en ekki síðar en við útgáfu nýs rekstrarleyfis, (vínveitingaleyfis) þegar núverandi leyfi rennur út næsta sumar. 
Greinargerð: Mikið ónæði íbúa í nærliggjandi íbúðum og húsum og þar á meðal undirskriftalisti 17 íbúa við og í kringum Aðalstræti 22, Ísafirði. Enn fremur kvartanir út af drasli og sóðaskap. Vonandi að með þessu skapist sátt um reksturs umrædds staðar.

Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi tillögu við II. lið dagskrár. 
,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að vísa afgreiðslu, á tillögu Kristjáns Andra, um opnunartíma Langa Manga við Aðalstræti 22, Ísafirði, til afgreiðslu og umfjöllunar bæjarstjórnar þegar endurnýjun leyfis mun eiga sér stað í sumarbyrjun.“ 
Tillaga Eiríks Finns Greipssonar samþykkt 6-0. 
Tillaga Kristjáns Andra Guðjónssonar kom ekki til atkvæðagreiðslu.

 


III. Tillaga frá 687. fundi bæjarráðs.-Þjónustusamningur Byggðasamlags Vestfj. 
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir og Sigurður Pétursson.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að þjónustusamningur við Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks ásamt viðaukum verði samþykktur. 
Bæjarstjórn samþykkir þjónustusamninginn og viðauka 9-0.

 

IV. Tillaga frá 688. fundi bæjarráðs. - Starfsmenn án verkfallsheimilda. 
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett þann 2. febrúar sl., þar sem gerð er grein fyrir þeim undanþágum er fengist hafa fyrir starfsmenn Ísafjarðarbæjar til vinnu ef til verkfalla kemur.  Óskað er eftir staðfestingu bæjarráðs/bæjarstjórnar á drögum að  auglýsingu.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að auglýsingu verði samþykkt. 
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

V. Tillaga frá 689. fundi bæjarráðs. - Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla. 
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Albertína Elíasdóttir, Sigurður Pétursson, Kristján Andri Guðjónsson og Eiríkur Finnur Greipsson. 
  
Lagt fram bréf Jóhanns Birkis Helgasonar, bæjartæknifræðings, dagsett þann 21. janúar sl., þar sem gerð er grein fyrir frumathugun á ofanflóðavörnum neðan Gleiðarhjalla í Skutulsfirði, unnin af verkfræðistofunni Verkís á árinu 2009. 
Spurt er   hvort farið verður í uppkaup eigna eða byggingu varnargarðs.  Ísafjarðarbær þarf að taka ákvörðun um framhald málsins, það er hvor leiðin verður farin. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hafnar verði viðræður um uppkaup húsa í samráði við Ofanflóðasjóð. 
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0. 

 

VI. Tillaga frá 689. fundi bæjarráðs. - Kjarasamningsumboð. 
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

Lagt fram minnisblað bæjarritara dagsett 11. febrúar sl., þar sem óskað er eftir, að bæjarráð/bæjarstjórn samþykki að veita Samb. ísl. sveitarf. kjarasamningsumboð vegna eftirtaldra stéttarfélaga;  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Iðjuþjálfafélags Íslands og Kjarafélags viðskipta- og hagfræðinga.  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að beiðnin verði samþykkt. 
Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.

 

 VII. Tillaga frá 352. fundi félagsmálanefndar. - Stefna í félags- og velferðamálum. 
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Lögð fram endurskoðuð stefna Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum, sem félagsmálanefnd samþykkir samhljóma með áorðnum breytingum. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að samþykkja stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum. 
Bæjarstjórn samþykkir tillögu félagsmálanefndar 9-0.

 

VIII. Tillaga frá 352. fundi félagsmálanefndar. - Sérstakar húsaleigubætur. 
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti og Guðfinna Hreiðarsdóttir. 

Lagðar fram tillögur að nýjum reglum um sérstakar húsaleigubætur. Reglurnar skuli endurskoðaðar að sex mánuðum liðnum.  Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti nýjar reglur um sérstakar húsaleigubætur og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar. 
Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.

 

IX.  Tillaga frá 306. fundi fræðslunefndar. - Aukið stöðugildi á Grænagarði. 
  Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

  Lagt fram bréf frá Sigurlínu Jónasdóttir, leikskólafulltrúa, dagsett 11. janúar 2011. Í bréfinu er óskað eftir því að fá að auka stöðugildi við leikskólann Grænagarð á Flateyri, um hálft stöðugildi. 
  Í ljósi þess að börnum hefur fjölgað frá síðasta vetri leggur fræðslunefnd  til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að leyfi fáist til þess að fjölga stöðugildum um 0,5.    Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.

 

X.  Tillaga frá 306. fundi fræðslunefndar. - Afnot af Grunnskóla Þingeyrar. 
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Arna Lára Jónsdóttir.

Lögð fram samantekt grunnskólafulltrúa um ósk Þjóðbúningafélags Vestfjarða um að fá afnot af skólahúsnæði Grunnskólans á Þingeyri dagana 3. – 9. júlí n.k. Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að styrkur bæjarfélagsins til verkefnisins felist í láni á grunnskólanum á Þingeyri til kennslu, þó þannig að skólinn beri ekki kostnað af verkefninu. 
Tillaga fræðslunefndar samþykkt 9-0.

 

XI. Tillaga til bæjarstjórnar að leiðréttum samþykktum fyrir hverfisráð. 
Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti. 

Lögð fram leiðrétt samþykkt fyrir hverfisráð í Ísafjarðarbæ.  Samþykktin hafði áður verið staðfest af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar á 291. fundi þann 27. janúar sl.  Um er að ræða óverulegar breytingar á samþykktinni. 
Bæjarráð samþykkir breyttar samþykktir fyrir hverfisráð 9-0.

 

XII. Tillaga að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana árin 2012-2014 lögð 
fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn. 
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson. 

Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram, til fyrri umræðu og gerði grein fyrir 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana fyrir árin 2012-2014. 
Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að vísa 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana árin 2012-2014, til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar. 
Tillaga forseta samþykkt 9-0. 

 

XIII. Tillaga um breytingu á reglugerð 999/2010 um úthlutun byggðakvóta til 
  fiskiskipa fiskveiðiárið 2010/2011. 
   Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Pétursson.

 Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi tillögu undir XIII. lið dagskrár. 
,,Bæjarstjórn samþykkir, að vísa afgreiðslu á reglum til úthlutunar byggðakvóta á Flateyri fyrir fiskveiðiárið 2010/2011, til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði, enda verði bæjarráð einhuga um afgreiðslu málsins. 
  Tillaga Eiríks Finns Greipssonar samþykkt 7-0.

 

XIV. Bæjarráð. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Sigurður Pétursson, Kristín Hálfdánsdóttir, Lína B. Tryggvadóttir, Albertína Elíasdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Fundargerðin 31/1.  687. fundur. 
Fundargerðin er í fimmtán  liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 7/2.  688. fundur. 
Fundargerðin er í níu liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 14/2.  689. fundur. 
Fundargerðin er í fimmtán liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 21/2.  690. fundur. 
Fundargerðin er í tólf liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XV. Almannavarnanefnd. 
Fundargerðin 24/1.  8. fundur. 
Fundargerðin er í einum lið. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 8/2.  9. fundur. 
Fundargerðin er í tveimur liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVI. Atvinnumálanefnd. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Albertína Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri. 

Fundargerðin 10/2.  106. fundur. 
Fundargerðin er í sjö liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XVII. Barnaverndarnefnd. 
Fundargerðin 1/2.  114. fundur. 
Fundargerðin er í fimm liðum. 
Fundagerðin lögð fram til kynningar.

 

XVIII. Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. 
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson. 
Fundargerðin 25/1.  69. fundur. 
Fundargerðin er í þremur liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XIX. Félagsmálanefnd. 
Fundargerðin 25/1.  352. fundur. 
Fundargerðin er í átta liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 15/2.  353. fundur. 
Fundargerðin er í átta liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XX. Fræðslunefnd. 
Fundargerðin 8/2.  306. fundur. 
Fundargerðin er í ellefu liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


XXI. Hafnarstjórn. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin 24/1.  151. fundur. 
Fundargerðin er í fimm liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XXII. Nefnd um skjaldarmerki. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri. 
Fundargerðin 8/2.  2. fundur. 
Fundargerðin er í tveimur liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XXIII. Nefnd um sorpmál. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Kristján Andri Guðjónsson, Kristín Hálfdánsdóttir, Albertína Elíasdóttir og Sigurður Pétursson.

Fundargerðin 16/2.  10. fundur. 
Fundargerðin er í fjórum liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

XXIV. Umhverfisnefnd. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Lína B. Tryggvadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Albertína Elíasdóttir.

Fundargerðin 31/1.  346. fundur. 
Fundargerðin er í þremur liðum. 
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

Fundargerðin 9/2.  347. fundur. 
Fundargerðin er í tólf liðum. 
Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

XXV. Verkefnahópur um Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. 
Fundargerðin 6/1.  1. fundur. 
Fundargerðin er í sex liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 17/1.  2. fundur. 
Fundargerðin er í tveimur liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerðin 24/1.  3. fundur. 
Fundargerðin er í tveimur liðum. 
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Eiríkur Finnur Greipsson, bæjarfulltrúi, vék af fundi kl. 21:05.

 

XXVI. Breytingar á skipuriti Ísafjarðarbæjar. 
  Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Sigurður Pétursson og Lína B. Tryggvadóttir.

  Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir tillögu að breyttu skipuriti fyrir Ísafjarðarbæ, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að sviðsstjórar verði fimm í stað þriggja áður. Sviðin sem um ræðir eru:  Félagsmálasvið, fjármálasvið, skóla- og tómstundasvið, stjórnsýslusvið og umhverfissvið.  Þá er einnig gert ráð fyrir að málefni hafna, slökkviliðs og starf upplýsingafulltrúa falli beint undir bæjarstjóra.  Vegna skipulagsbreytinga verður eitthvað um uppsagnir starfsmanna.

  Tillaga að breyttu skipuriti fyrir Ísafjarðarbæ eins og hún er lögð fram af bæjarstjóra er samþykkt  8-0.

 XXVII. Bókun bæjarstjórnar vegna 7. liðar í 106. fundargerð atvinnumálanefndar. 
 Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti og Albertína Elíasdóttir.

Albertína Elíasdóttir lagði fram svohljóðandi ályktun vegna bókunar Sigurðar Hreinssonar á 106. fundi atvinnumálanefndar. 
,,Undirritaðir taka undir með áskorun Sigurðar Hreinssonar til sjávarútvegsráðherra, að hann taki til baka þá ákvörðun að flokka sjóstangveiðibáta með atvinnuveiðum.  Jafnframt er skorað á sjávarútvegsráðherra að auka sérkvóta til þorskeldis, enda eru í þessum tveimur greinum sjávarútvegs miklir vaxtarmöguleikar, án þess að gengið verði á fiskistofna sem nokkru nemur.“ 
Albertína Elíasdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Lína B. Tryggvadóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Gísli H. Halldórsson, Kristján Andri Guðjónsson og Sigurður Pétursson. 
Ályktunin samþykkt 8-0.

 

XXVIII.Tillaga frá 347. fundi umhverfisnefndar. - Deiliskipulag á Dagverðardal. 
Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Sigurður Pétursson.

Auglýsinga og athugasemdarfrestur vegna deiluskipulags í Dagverðardal, Skutulsfirði, er liðinn. Þrjár athugasemdir bárust. Með vísan í ofangreint þá leggur umhverfisnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt óbreytt. 

 

Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:40.


Þorleifur Pálsson, ritari. 
Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar. 
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.       
Margrét Halldórsdóttir. 
Kristín Hálfdánsdóttir.       
Albertína Elíasdóttir. 
Sigurður Pétursson.        
Arna Lára Jónsdóttir. 
Lína Björg Tryggvadóttir.      
Kristján Andri Guðjónsson. 
Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?