Bæjarstjórn - 288. fundur - 1. desember 2010

Áður en gengið var til dagskrár óskaði Gísli H. Halldórsson, forseti, eftir samþykki bæjarstjórnar, með tilvísun til 26. greinar bæjarmálasamþykktar, að Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, hefði heimild til að kveða sér hljóðs undir I. og II.  lið dagskrár.  



Samþykkt samhljóða.

 


Dagskrá:



 

I

 


Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 680. fundi bæjarráðs.


Ákvörðun útsvarshlutfalls árið 2011. 


 II.


 Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 680. fundi bæjarráðs.

 Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011, fyrri umræða.

 

 

 

 


I.   Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 680. fundi bæjarráðs.


Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.


2. Ákvörðun útsvarshlutfalls árið 2011. Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. þar sem sveitarstjórnir eru minntar á að skv. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga ber þeim að ákveða fyrir 1. desember n.k. hvert álagningarhlutfall útsvars skal lagt á tekjur manna á næsta ári.  Ákvörðun þessa skal jafnframt tilkynna fjármálaráðuneytinu fyrir 15. desember n.k.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn,  að útsvarshlutfall árið 2011 verði óbreytt, þ.e. 13,28%, en með fyrirvara um að nauðsynlegar lagabreytingar nái fram að ganga á Alþingi, um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga og hækkun útsvarshlutfalls um 1,20 prósentustig, sem af því leiðir, verður álagningarhlutfallið 14,48% á árinu 2011.


 Tillaga bæjarráðs um óbreytt 13,28% útsvarshlutfall árið 2011 samþykkt 9-0.

 


II. Tillaga til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 680. fundi bæjarráðs.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Eiríkur Finnur Greipsson, Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, Albertína Elíasdóttir og Guðfinna Hreiðarsdóttir.


1.      Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2011. - Undirbúningur til fyrri


         umræðu í bæjarstjórn.


Á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár, er mættur Jón H. Oddsson, fjármálastjóri, Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur og Þorleifur Pálsson, bæjarritari. Jón H. Oddsson og Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, fóru yfir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 og undirbúning til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 1. desember n.k.


Bæjarráð samþykkir að leggja fyrir bæjarstjórn frumvarp til fyrri umræðu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011.

 


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun og gjaldskrám bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011, til fyrri umræðu og gerði grein fyrir frumvarpinu í stefnuræðu sinni.

 

Að loknum umræðum lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, fram svohljóðandi tillögu. 


,,Legg til að frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2011,  ásamt gjaldskrám, verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem áætlað er að verði þann 9. desember  2010.?


Tillaga forseta samþykkt 9-0. 


 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tilkynningu.


 ,,Breytingartillögur meiri- og minnihluta fyrir síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2011, komi til bæjarstjóra í síðasta lagi þremur dögum fyrir síðari umræðu ef þær eiga að fylgja útsendri dagskrá.  Þó þessi tímasetning sé sett, er ekkert sem mælir gegn því að tillögur verði lagðar fram á bæjarstjórnarfundinum sjálfum við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.?


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:00.

 




Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar.


Eiríkur Finnur Greipsson.     


Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.


Kristín Hálfdánsdóttir.      


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Pétursson.       


Arna Lára Jónsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.      


Kristján Andri Guðjónsson.


Daníel Jakobsson, bæjarstjóri.




Er hægt að bæta efnið á síðunni?