Bæjarstjórn - 280. fundur - 16. júní 2010

Fundinn boðaði Eiríkur Finnur Greipsson skv. 14. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar. Eiríkur Finnur setti þennan fyrsta fund nýkjörinnar bæjarstjórnar og bauð hann bæjarfulltrúa velkomna til starfa.





Dagskrá:





 I.    Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.
 II.    Kosningar í aðrar nefndir og stjórnir.
 III.    Kosningar í verkefnabundnar nefndir.
 IV.  Fundargerð  bæjarráðs 7/6.
 V.  Fundargerð  barnaverndarnefndar 2/6.
 VI.    Greinargerð yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar samkvæmt


 2. mgr. 95. gr. laga nr. 5/1998.
 VII.    Málefnasamningur B-lista og D-lista.
 VIII.    Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar, fyrri umræða.

 


I.  Kosningar samkvæmt bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar.


Til máls tóku: Eiríkur Finnur Greipsson og Gísli H. Halldórsson.





a. Kosning forseta og varaforseta skv. 19. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.


Eiríkur Finnur Greipsson óskaði eftir tillögu um forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Gísla H. Halldórsson D-lista, sem forseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 6-0.

 

Gísli H. Halldórsson, nýkjörinn forseti, tók nú við stjórn fundarins.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, óskaði eftir tillögum um 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Albertínu Elíasdóttur B-lista sem 1. varaforseta.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Jónu Benediktsdóttur Í-lista, sem 2. varaforseta.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


b. Kosning tveggja skrifara og tveggja til vara samkv. 20.gr. bæjarmálasamþykktar


Ísafjarðarbæjar.



Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Kristínu Hálfdánsdóttur sem skrifara og til vara Albertínu Elíasdóttur.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur, sem skrifara og til vara Kristján Andra Guðjónsson. 


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


c. Kosning í ráð og nefndir skv. 62. gr. a bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.





Bæjarráð 3 aðalmenn og 3 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Eirík Finn Greipsson og Albertínu F. Elíasdóttur, sem aðalmenn í bæjarráð og Gísla H. Halldórsson og Marzellíus Sveinbjörnsson, sem varamenn.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista um Örnu Láru Jónsdóttur, sem aðalmann í bæjarráð og Kristján Andra Guðjónsson, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


Atvinnumálanefnd, 3 aðalmenn og 3 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Ingólf Þorleifsson, formann, og Sigurð Hreinsson, varaformann í atvinnumálanefnd og til vara Guðnýu Hólmgeirsdóttur og Jón Sigmundsson


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista, um Benedikt Bjarnason, sem aðalmann og til vara Sigríði Ó. Kristjánsdóttur.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


Fræðslunefnd 5 aðalmenn og 5 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Margréti Halldórsdóttur, formann, Jónas Birgisson og Helgu Dóru Kristjánsdóttur, varaformann, sem aðalmenn í fræðslunefnd og til vara Steinþór Bragason, Guðjón Þorsteinsson og Guðrúnu Íris Hreinsdóttur.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista, um Jónu Benediktsdóttur og Auði Ólafsdóttur, sem aðalmenn í fræðslunefnd og Valdísi Báru Kristjánsdóttur og Guðmund Þór Kristjánsson, sem varamenn.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


Félagsmálanefnd 5 aðalmenn og 5 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Guðfinnu Hreiðarsdóttir, formann, Gunnar Þórðarson og Jón Reynir Sigurðsson, varaformann, sem aðalmenn í félagsmálanefnd. Til vara Sturlu Pál Sturluson, Maríu Hrönn Valberg og Eddu B. Magnúsdóttur.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista, um Ragnhildi Sigurðardóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur, sem aðalmenn og Helgu Björk Jóhannsdóttur og Ara Klæng Jónsson, sem varamenn.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


Umhverfisnefnd 5 aðalmenn og 5 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Albertínu Elíasdóttur, formann, Marzellíus Sveinbjörnsson og Gísla H. Halldórsson, varaformann, sem aðalmenn í umhverfisnefnd. Til vara Maron Pétursson, Karl Guðmundsson og Kristínu Hálfdánsdóttur.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista, um Línu Björg Tryggvadóttur og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, sem aðalmenn og Sæmund Kr. Þorvaldsson og Björn Davíðsson, sem varamenn.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.


 


Hafnarstjórn 5 aðalmenn og 5 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Albertínu Elíasdóttur, formann, Gísla Jón Kristjánsson og Guðfinnu Hreiðarsdóttur, varaformann, sem aðalmenn í hafnarstjórn. Til vara Þórður E. Sigurvinsson, Barða Önundarson og Ragnar Á. Kristinsson.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista, um Kristján Andra Guðjónsson og Sigurð Hafberg, sem aðalmenn og Kolbrúnu Sverrisdóttur og Jóhann Bjarnason, sem varamenn.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


Kjörstjórnir:


Neðangreindar tillögur um yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnir komu fram frá B-lista, D-lista og Í-lista um tilnefningar í kjörstjórnir.





Yfirkjörstjórn 3 aðalmenn og 3 til vara.


Aðalmenn:  Hildur Halldórsdóttir, Kristján G. Jóhannsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir.


Varamenn: Jónas Ólafsson,Jóhanna Oddsdóttir, Björn Davíðsson.


Aðrar tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 


Undirkjörstjórnir 3 aðalmenn og 3 til vara.


Þingeyri.


Aðalmenn: Sigurður Þ. Gunnarsson, Ingibjörg Vignisdóttir, Gunnhildur B. Elíasdóttir.


Varamenn: Ásta G. Kristinsdóttir, Ólafía Sigurjónsdóttir, Auðbjörg Halla Knútsdóttir.





Flateyri.


Aðalmenn: Ágústa Guðmundsdóttir, Kristján T. Einarsson, Ásvaldur Magnússon.  


Varamenn: Skarphéðinn Ólafsson, Hjördís Guðjónsdóttir, Kristján Einarsson.





Suðureyri.


Aðalmenn: Karl Guðmundsson, Erla Eðvarðsdóttir, Sigurður Þórisson. 


Varamenn: Bryndís Birgisdóttir, Arnar Guðmundsson, Valur S. Valgeirsson.





Ísafjörður.


Aðalmenn: Guðrún Hreinsdóttir, Guðfinna B. Guðmundsdóttir, Atli Garðarsson, Helga Magnúsdóttir, Íris Pétursdóttir, Jónas Þ. Birgisson, Pernilla Rein, Guðný Harpa Henrýsdóttir, Kristján Sigurðsson 


Varamenn: María G. Jóhannsdóttir, Kristín H. Guðjónsdóttir, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Anna L. Gunnarsdóttir, Margrét Högnadóttir, Fjóla Aðalsteinsdóttir, Kristín Þ. Henrýsdóttir, Helga K. Rafnarsdóttir, Marthen Elvar Veigarsson.

 

Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.    

 


II.  Kosningar í aðrar nefndir og stjórnir.


Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 


Stjórnir og samstarfsráð skv. 62. gr. b bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.


Barnaverndarnefnd í samstarfi Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps. Ísafjarðarbær tilnefnir 3 aðalmenn og 3 varamenn. Nefndin kýs sér formann og varaformann.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Hafdísi Gunnarsdóttur og Rósu Ingólfsdóttur, sem aðalmenn í barnaverndarnefnd og til vara Lilju Kristinsdóttur og Halldóru Hreinsdóttur.


Tillaga kom fram frá Í-lista um Bryndísi G. Friðgeirsdóttur, sem aðalmann og Svövu Rán Valgeirsdóttur, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0. og skoðast þau því rétt kjörin.

 


Byggðasafn Vestfjarða 1 aðalmaður og 1 til vara.


Tillaga kom fram frá B-lista og D-lista um Ragnheiði Hákonardóttur, sem aðalmann


og Mörthu Lilju Marthensdóttur Olsen, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 


Sameiginleg búfjáreftirlitsnefnd 1 aðalmaður og 1 til vara.


Tillaga kom fram frá B-lista og D-lista um Hlyn Kristjánsson, sem aðalmann.


og Guðmund Steinþórsson, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 


Tilnefningar og kosningar skv. 62. gr. c bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.


Landsþing Samb. ísl. sveitarf., 3 aðalmenn og 3 til vara.



Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Eirík Finn Greipsson og Albertínu Elíasdóttur, sem aðalmenn á landsþing Samb. ísl. sveitarf. og Gísla H. Halldórsson og Marzellíus Sveinbjörnsson, sem varamenn.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista, um Örnu Láru Jónsdóttur, sem aðalmann á landsþing Samb. ísl. sveitarf. og Kristján Andra Guðjónsson, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands, 1 aðalmaður og 1 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Gunnar Þórðarson, sem aðalmann í fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands og Kristján G. Jóhannsson, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 8-0.

 


Lögbundin kosning embættismanna skv. 62. gr. d bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.


Skoðunarmenn bæjarreikninga, 2 aðalmenn og 2 til vara.



Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Elías Oddsson, sem aðalmann og Steinþór B. Kristjánsson, sem varamann.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista, um Magnús Reyni Guðmundsson, sem aðalmann og Bryndísi G. Friðgeirsdóttur, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


Aðrar nefndir og stjórnir:

 


Stjórn Tónlistarskóla Ísafjarðar, 1 aðalmaður og 1 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Ragnheiði Hákonardóttur, sem aðalmann í stjórn Tónlistarskóla Ísafjarðar og Dóru Hlín Gísladóttur, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 


III.  Kosningar í verkefnabundnar nefndir skv. 62. gr. e bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar.


Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

Tillaga frá B-lista og D-lista um að kosnar verði þrjár verkefnabundnar nefndir með tilvísun í 62. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar E-lið.





Nefndirnar verði þessar:





Íþrótta- og tómstundanefnd. 5 aðalmenn og 5 varamenn. Formaður og varaformaður verði kjörnir af bæjarstjórn. Við endurskoðun bæjarmálasamþykktar verði nefndin skilgreind undir A-lið 62. gr. samþykktarinnar.





Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis. 3 aðalmenn og 3 varamenn af hálfu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar. Formaður og varaformaður verði kjörnir af bæjarstjórn. Aðrir nefndarmenn eru tilnefndir skv. erindisbréfi nefndarinnar.





Nefnd um sorphirðu. 3 aðalmenn og 3 varamenn. Formaður og varaformaður verði kjörnir af bæjarstjórn. Aðrir nefndarmenn eru tilnefndir skv. erindisbréfi nefndarinnar.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillagan samþykkt 9-0.

 


Íþrótta- og tómstundanefnd, 5 aðalmenn og 5 til vara.


Tillaga kom fram frá B-lista og D-lista um Guðrúnu M. Karlsdóttur, formann, Þórdísi Jakobsdóttir og Guðný Stefaníu Stefánsdóttur, varaformann, sem aðalmenn og Guðríði Sigurðardóttur, Bryndísi Birgisdóttur og Barða Önundarson, sem varamenn.


Tillaga kom fram frá minnihluta Í-lista, um Dag H. Rafnsson og Hermann V. Jósefsson, sem aðalmenn og Arnar S. Albertsson og Jóhönnu Stefánsdóttur, sem varamenn.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.

 


Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis 3 aðalmenn og 3 varamenn af hálfu bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Eirík Finn Greipsson, formann og Svanlaugu Guðnadóttur, varaformann, sem aðalmenn og Þorstein Jóhannesson og Elías Oddsson, sem varamenn.


Tillaga kom fram frá Í-lista um Sigurð Pétursson, sem aðalmann og Magnús Reyni Guðmundsson, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.


Bæjarráði er falið að setja nefndinni nýtt erindisbréf.

 


Nefnd um sorphirðu 3 aðalmenn og 3 til vara.


Tillaga kom fram frá meirihluta B-lista og D-lista um Kristínu Hálfdánsdóttur, formann og Marzellíus Sveinbjörnsson, varaformann, sem aðalmenn og Róbert Hafsteinsson og Geir Sigurðsson, sem varamenn.


Tillaga kom fram frá Í-lista um Henry Bæringsson, sem aðalmann og Kristján Andra Guðjónsson, sem varamann.


Fleiri tillögur komu ekki fram. Tillögurnar samþykktar 9-0.


Bæjarráði er falið að setja nefndinni nýtt erindisbréf.

 


IV. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Albertína Elíasdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.


 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista undir 6. lið 660. fundargerðar bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að gera nú þegar átak til að hefta útbreiðslu lúpínu og kerfils í bæjarlandinu. Umhverfisfulltrúa bæjarins verði falið að gera tillögu um tilhögun verksins. Leitað verði eftir samvinnu við Vinnumálastofnun um að ráða til verksins fólk af atvinnuleysisskrá eftir reglum um tímabundin átaksverkefni.?


Tillagan er undirrituð af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Jónu Benediktsdóttur.

 

Fundargerðin 7/6. 660. fundur.


3. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


6. liður. Tillaga Í-lista samþykkt 8-0.


8. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


V. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 2/6. 112. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Greinargerð yfirkjörstjórnar Ísafjarðarbæjar samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 5/1998.


Greinargerðin lögð fram til kynningar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 


VII. Málefnasamningur B-lista Framsóknarflokks og D-lista Sjálfstæðisflokks.


Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti, Eiríkur Finnur Greipsson, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Albertína Elíasdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristján Andri Guðjónsson, Guðfinna Hreiðarsdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

 


Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista að bókun undir þessum lið dagskrár.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar skýrslu um hagkvæmni strandsiglinga, sem samgönguráðherra lét gera og kom út fyrr í mánuðinum. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hvetur samgönguráðherra til að vinna áfram að málinu og lýsir sig reiðubúna til samstarfs á þeim vettvangi, enda eru strandsiglingar verulegt hagsmunamál fyrir Vestfirðinga og til þess fallnar að auka samkeppnishæfni svæðisins.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra Guðjónssyni, Jónu Benediktsdóttur og Sigurði Péturssyni.


Eiríkur Finnur Greipsson lagði fram svohljóðandi breytingartillögu um viðauka við tillögu Í-lista. ,,Enda verði slíkir strandflutningar á forræði einkaaðila.? Tillagan er undirrituð af Eiríki Finni Greipssyni og Guðfinnu Hreiðarsdóttur.


Viðaukatillagan samþykkt 6-1.


Jóna Benediktsdóttir gerði grein fyrir mótatkvæði sínu.


Tillaga Í-lista að bókun með viðauka samþykkt 8-0.


Kristín Hálfdánsdóttir lét bóka hjásetu sína.


Málefnasamningur B-lista og D-lista lagður fram til kynningar.

 


VIII. Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar, fyrri umræða.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson og Eiríkur Finnur Greipsson.

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram til fyrri umræðu og gerði grein fyrir drögum að endurskoðun á bæjarmálasamþykkt fyrir Ísafjarðarbæ, drögum er fylgdu dagskrá bæjarstjórnarfundarins til bæjarfulltrúa. Núgildandi samþykkt er frá 5.mars 2001.


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að drögum að endurskoðun bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar, yrði vísað til síðari umræðu á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarleyfi.





Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögur Í-lista undir þessum dagskrárlið.


Tillaga nr. 1.


,,Í bæjarmálasamþykkt Ísafjarðarbæjar verði sett ákvæði um almennar atkvæðagreiðslur kosningabærra íbúa um ákveðin málefni. a) Að bæjarstjórn geti ákveðið að efna til almennrar atkvæðagreiðslu um málefni er varða Ísafjarðarbæ. b) Að ákveðinn hluti atkvæðisbærra íbúa sveitarfélagsins geti krafist atkvæðagreiðslu um ákveðin málefni.?


Tillaga nr. 2.


,,Í bæjarmálasamþykkt verði sett ákvæði um réttindi og skyldur íbúasamtaka innan bæjarfélagsins. a) Um rétt íbúa til að stofna og starfrækja íbúasamtök. b) Um aðalfund íbúasamtaka og kosningu stjórnar þeirra. c) Um stöðu íbúasamtaka innan stjórnskipunar bæjarfélagsins.?


Tillögurnar undirritaðar af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Kristjáni Andra


Guðjónssyni og Jónu Benediktsdóttur.

 

Tillaga Gísla H. Halldórssonar, forseta, um að vísa drögum að bæjarmálasamþykkt til síðari umræðu á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarleyfi borin upp til atkvæða. Samþykkt 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð. Fundi slitið kl. 20:38.





Þorleifur Pálsson, ritari


Gísli H. Halldórsson, forseti bæjarstjórnar


Eiríkur Finnur Greipsson


Guðfinna M. Hreiðarsdóttir


Kristín Hálfdánsdóttir


Albertína Elíasdóttir


Sigurður Pétursson


Arna Lára Jónsdóttir


Jóna Benediktsdóttir


Kristján Andri Guðjónsson


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?