Bæjarstjórn - 279. fundur - 3. júní 2010

Í upphafi fundar minntist Gísli H. Halldórsson, forseti, Birgis Finnssonar, fyrrverandi alþingismanns, sem lést þann 1. júní sl. 93 ára að aldri.


Birgir Finnsson var bæjarfulltrúi á Ísafirði allt frá árinu 1942 til ársins 1966.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, setti á dagskrá VI. lið undir yfirskriftinni Ávörp bæjarfulltrúa.

 

Fjarverandi aðalfulltrúi: Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

Dagskrá:

 

 

I. 

Fundargerð(ir) 

bæjarráðs 25/5. og 31/5.  
II. 

 "

barnaverndarnefndar 27/5.
III. 

 "

félagsmálanefndar 19/5.
IV. 

 "

hafnarstjórnar 17/5.
V. 

 "

umhverfisnefndar 26/5.
VI.    Ávörp bæjarfulltrúa.

 


I. Bæjarráð.

 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Jóna Benediktsdóttir.

 

Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu við 6. lið 658. fundar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn felur bæjarstjóra, að auglýsa húsnæðið Krambúðina í Neðstakaupstað til leigu og gefur bæjarráði umboð til að ganga frá leigusamningi.?


 


Fundargerðin 25/5.  658. fundur.


6. liður.  Tillaga Jónu Benediktsdóttur felld 5-3.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 31/5.  659. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Barnaverndarnefnd.


 


Fundargerðin 27/5.  111. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.

Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.   

 

Fundargerðin 19/5.  341. fundur.


2. liður.  Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga félagsmálanefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


IV. Hafnarstjórn.

Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson. 

 

Fundargerðin 17/5.  146. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Umhverfisnefnd.

Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Birna Lárusdóttir, Halldór Halldórsson bæjarstjóri og Sigurður Pétursson. 


 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til að 13. lið 332. fundargerðar umhverfisnefndar verði vísað til bæjarráðs.

 

Fundargerðin 26/5.  332. fundur.


10. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


11. liður.  Afgreiðsla umhverfisnefndar staðfest 8-0.


Birna Lárusdóttir óskaði bókaða hjásetu sína við afgreiðslu 11. liðar.


13. liður.  Tillaga forseta samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


VI. Ávörp bæjarfulltrúa. - Lokafundur núverandi bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Birna Lárusdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson, Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Gísli Halldór Halldórsson forseti.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, flutti ávarp þar sem hann er að ljúka störfum sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi.  Hann þakkaði bæjarfulltrúum og starfsmönnum Ísafjarðarbæjar fyrir samstarfið þau 12 ár er hann hefur verið bæjarstjóri og jafnframt bæjarfulltrúi þar af  í 8 ár.

 

Birna Lárusdóttir fráfarandi bæjarfulltrúi fór að nokkru yfir feril sinn sem bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ.  Hún þakkaði samstarfið við bæjarfulltrúa þau 12 ár sem hún hefur setið í bæjarstjórn.  Jafnframt þakkaði hún starfsmönnum Ísafjarðarbæjar fyrir gott samstarf þessi ár.  Hún óskaði þeim bæjarfulltrúum er nú taka við alls velfarnaðar í sínum störfum.

 

Svanlaug Guðnadóttir rakti að nokkru starf sitt sem bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar. Hún þakkaði bæjarfulltrúum samstarfið í bæjarstjórn, sem og starfsmönnum Ísafjarðarbæjar fyrir gott samstarf.

 

Sigurður Pétursson ræddi um þau tímamót sem verða nú í bæjarstjórn, er nokkrir núverandi bæjarfulltrúar er starfað hafa sem bæjarfulltrúar í allmörg ár, hverfa úr bæjarstjórn.  Hann þakkaði bæjarfulltrúum öllum fyrir samstarfið í bæjarstjórn síðustu árin, sem og þakkaði hann starfsmönnum Ísafjarðarbæjar fyrir samstarfið á liðnu kjörtímabili.         

 

Magnús Reynir Guðmundsson gerði í stuttu máli grein fyrir störfum sínum að sveitastjórnarmálum, bæði sem starfsmaður og bæjarfulltrúi hjá Ísafjarðarkaupstað og síðan Ísafjarðarbæ. Hann færði bæjarfulltrúum og starfsmönnum Ísafjarðarbæjar þakkir fyrir samstarfið þessi ár.  Jafnframt óskaði hann nýkjörnum bæjarfulltrúum alls velfarnaðar á komandi árum í störfum sínum fyrir Ísafjarðarbæ.

 

Guðný Stefanía Stefánsdóttir þakkaði bæjarfulltrúum fyrir samstarfið þann tíma er hún hefur setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.  Jafnframt færði hún þakkir til starfsmanna Ísafjarðarbæjar fyrir samstarf allt.

 

Að lokum færði Gísli H. Halldórsson, forseti, bæjarfulltrúum öllum þakkir fyrir samstarfið og sérstaklega þeim bæjarfulltrúum, sem ekki munu starfa í nýkjörinni bæjarstjórn.       

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari


Gísli H. Halldórsson, forseti


Birna Lárusdóttir


Svanlaug Guðnadóttir


Guðný Stefanía Stefánsdóttir


Sigurður Pétursson


Rannveig Þorvaldsdóttir


Jóna Benediktsdóttir


Magnús Reynir Guðmundsson


Halldór Halldórsson, bæjarstjóriEr hægt að bæta efnið á síðunni?