Bæjarstjórn - 273. fundur - 4. mars 2010

Fjarverandi aðalfulltrúar: Sigurður Pétursson í h. st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.  Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Kristján Andri Guðjónsson.

 


 

 


Forseti óskaði eftir að taka á dagskrá sem VI. lið kosningar í kjörstjórnir Ísafjarðarbæjar.

 


Beiðni forseta samþykkt 9-0.

 

 

 

Dagskrá:


 I.

Fundargerð(ir) 

bæjarráðs 22/2. og 1/3. 
 II.

 "

atvinnumálanefndar 26/2
 III.

 "

barnaverndarnefndar 25/2
 IV.

 "

íþrótta- og tómstundanefndar 24/2
 V.

 "

umhverfisnefndar 25/2
 VI.

 

Kosningar í kjöstjórnir Ísafjarðarbæjar

 

 


 

 


I.        Bæjarráð.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.  

 


 

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu ásamt greinargerð við 4. lið 647. fundargerðar bæjarráðs.

 


 

 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir eindregnum stuðningi við bæjarstjórn Vesturbyggðar og önnur sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum í baráttunni fyrir endurnýjun Vestfjarðarvegar. Samgönguyfirvöld verða að setja þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd í tafarlausan forgang til að koma sunnanverðum Vestfjörðum í mannsæmandi vegasamband hið fyrsta.?

 


 

 


Greinargerð:

 


Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir í nýlegri bókun yfir þungum áhyggjum af þeim töfum sem orðið hafa á endurnýjun hluta Vestfjarðavegar. Um er að ræða vegakaflann frá Þorskafirði að Skálanesi og frá Eiði við Vattarfjörð að Þverá í Kjálkafirði. Í bókuninni segir: ?Niðurstaða bæjarstjórnarinnar varð sú að styðja eindregið þá áður samþykktu stefnu að endurbyggja veginn samkvæmt B-leið/línu á svæðinu frá Þorskafirði vestur fyrir Skálanes við Kollafjörð. Sömu meginrök gilda nú sem áður og felast einkum í því að fyrirhugaður vegur verður lagður um láglendi og hefur samgöngulega yfirburði umfram aðra kosti í stöðunni. Bæjarstjórnin leggur á það sérstaka áherslu, að Vegagerðin leggi fullan þunga í endur/nýbyggingu vegarins frá Eiði við Vattarfjörð að Þverá í Kjálkafirði meðan greitt verður úr þeim óvissuþáttum sem tengjast B-leiðinni um Teigsskóg.?

 


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur heilshugar undir röksemdir bæjarstjórnar Vesturbyggðar í þessu mikla hagsmunamáli og skorar á Kristján Möller, samgönguráðherra, að vinna verkefnið með hraði í þeirri mynd sem heimamenn leggja áherslu á.

 


 

 


Jóna Benediktsdóttir, Í-lista, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun við 7. lið 648. fundargerðar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

 


 

 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar mikilvægi þess að opinber verkefni séu unnin á landsbyggðinni.  Þetta á sérstaklega við þegar um er að ræða ný verkefni.  Hafa ber í huga að öll verkefni sem flutt eru út á landsbyggðina auka við fjölbreytni og styrkja atvinnulíf viðkomandi svæðis.?

 


 

 


Fundargerðin 22/2.  647. fundur.

 


4. liður. Tillaga forseta að bókun ásamt greinargerð samþykkt 8-0.

 


Magnús Reynir Guðmumdsson gerði svohljóðandigrein fyrir atkvæði sínu.

 


,,Er sammála tillögunni og greiði henni atkvæði, en er ekki alls kosta sammála greinargerðinni.?

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


Fundargerðin 1/3.  648. fundur.

 


7. liður.  Tillaga Jónu Benediktsdóttur að bókun samþykkt 9-0.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


II.        Atvinnumálanefnd.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

 

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við 1. lið 97. fundargerðar atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.

 

 

 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur ekki ástæðu til að fresta útboði enda er það í auglýsingu nú þegar eftir undirbúning sem hefur verið fjallað um í bæjarráði, umhverfisnefnd og atvinnumálanefnd. Bæjarstjórn óskar eftir því að atvinnumálanefnd fylgi eftir vinnu við hönnun tjaldsvæðisins í Tungudal.?

 

 

 


 

 


Fundargerðin 26/2.  97. fundur.

 


1. liður Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


III.      Barnaverndarnefnd.

 


Fundargerðin 25/2.  109. fundur.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


IV.      Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Magnús Reynir Guðmumdsson, Kristján Andri Guðjónsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


 

 


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun við 4. lið 112. fundargerðar íþrótta- og tómstundanefndar.

 


 

 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar þeim glæsilega árangri sem meistaraflokkur K.F.Í. náði á dögunum með því að vera deildarmeistarar í 1. deild og  tryggja sér þar með sæti í úrvaldsdeild körfuboltamanna á næstu leiktíð.?

 


Undirritað af Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Kristjáni Andra Guðjónssyni og Jónu Benediktsdóttur.

 


 

 


Fundargerðin 24/2.  112. fundur.

 


3. liður.  Tillaga um að vísa þessum lið aftur til nefndarinnar samþykkt 9-0.

 


4. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.

 


4. liður.  Tillaga að bókun vegna K.F.Í. samþykkt 9-0.

 


5. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 6-0.

 


8. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.

 


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


 

 


V.        Umhverfisnefnd.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

 

 

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við 13. lið 327. fundargerðar umhverfisnefndar.

 

 

 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun umhverfisnefndar um mikilvægi þess að sveitarfélög öðlist skipulagsvald yfir strandsvæðum sínum. Í mörg ár hafa sveitarfélög lagt áherslu á að þetta skipulagsvald eigi að vera hjá sveitarfélögunum. Vestfirsk sveitarfélög með Fjórðungssamband Vestfirðinga í fararbroddi hafa ítrekað gert um þetta samþykktir. Umsagnir Ísafjarðarbæjar um rannsóknarleyfi á hafsbotni fjalla einnig um nauðsyn þess að skipulagsvald yfir strandsvæðum sé hjá sveitarfélögunum.

 


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar telur skynsamlegt að í vinnu Fjórðungssambands Vestfirðinga, að gerð nýtingaráætlunar fyrir Vestfirði, verði horft til þess að nýta strandsvæði Arnarfjarðar sem ákveðið tilraunasvæði í þessum efnum. Slík vinna gæti orðið fyrirmynd fyrir önnur strandsvæði við Vestfirði og víðar um land.?

 

 

 


 

 


Fundargerðin 25/2. 327. fundur.

 


10. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 7-0.

 


13. liður.  Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


 

 


VI.      Kosningar í kjörstjórnir Ísafjarðarbæjar.

 


Til máls tók: Gísli H. Halldórsson, forseti.

 

 

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu um kosningu varamanna í kjörstjórnir Ísafjarðarbæjar vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010.


 

 

 


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að kjósa eftirfarandi í kjörstjórnir í Ísafjarðarbæ til viðbótar við þá sem fyrir eru í kjörstjórnum:


 


Þingeyri varamenn.

 


Hermann Drengsson

 


--------------------------

 


Ísafjörður varamenn.

 


Níels Björnsson

 


Friðbjörn Óskarsson              

 


Birgitta Arngrímsdóttir

 


Díana Jóhannsdóttir

 


Ingi Björn Guðnason

 


 

 


Tillaga forseta um varamenn í kjörstjórnir samþykkt 9-0.

 


 

 

 

 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 18:40.

 


 

 


Þorleifur Pálsson, ritari


Gísli H. Halldórsson, forseti


Birna Lárusdóttir


Svanlaug Guðnadóttir                         

 Er hægt að bæta efnið á síðunni?