Bæjarstjórn - 271. fundur - 4. febrúar 2010

Fjarverandi aðalfulltrúi: Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.



 

 


Dagskrá:

 

 

 I.

 Fundargerð(ir) 

 bæjarráðs 25/1. og 1/2. 
 II.

 "

 félagsmálanefndar 26/1.
 III.

 "

 umhverfisnefndar 27/1.
 IV.

 

 Frumvarp að 3ja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2011 - 2013, til síðari umræðu.



             

 


I. Bæjarráð.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Sigurður Pétursson.   

 


 

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu við 5. lið 644. fundargerðar bæjarráðs.

 


,,Leggjum til að Aðalbjörg Sigurðardóttir, Lyngholti 9, Ísafirði, verði aðalmaður í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar og Björn Davíðsson, Mánagötu 6, Ísafirði, varamaður hennar.?

 


 

 


Fundargerðin 25/1.  643. fundur.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


Fundargerðin 1/2.  644. fundur.

 


5. liður. Tillaga um kjör fulltrúa í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkt 9-0.

 


Undir þessum lið voru Smára Haraldssyni færðar þakkir frá bæjarstjórn fyrir störf hans í yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar.   

 


Aðrir liðir lagðir  fram til kynningar.

 


 

 


II. Félagsmálanefnd.

 


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Rannveig Þorvaldsdóttir, Sigurður Pétursson, Magnús Reynir Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir og Birna Lárusdóttir.   

 


 

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun undir 337. fundargerð félagsmálanefndar.

 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ítrekar nauðsyn þess að bygging hjúkrunarheimilis á Ísafirði hefjist á árinu 2010. Þörfin er brýn og tíminn til framkvæmda réttur.

 


Samkvæmt áætlun félagsmálaráðherra um byggingu hjúkrunarrýma á landinu er gert ráð fyrir 30 rúma hjúkrunarheimili á Ísafirði árið 2010, er gæti þjónað norðanverðum Vestfjörðum.

 


Þarfagreining þjónustuhóps aldraðra, fjölgun þeirra er hafa fengið vistunarmat og breytingar á búsetumöguleikum aldraðra auka enn frekar á þörf fyrir að hjúkrunarheimili verði byggt í samræmi við áætlun félagsmálaráðherra.?

 


 

 


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun undirritaðra bæjarfulltrúa Í-lista undir 4. lið b, 337. fundargerðar félagsmálanefndar.

 


,,Í-listinn óskar eftir greinargerð um þær breytingar, sem verið er að vinna að á þjónustu við eldri borgara í Ísafjarðarbæ.?

 


Undirritað af Jónu Benediktsdóttur, Sigurði Péturssyni og Magnúsi Reyni Guðmundssyni.

 


 

 


Fundargerðin 26/1.  337. fundur.

 


Tillaga forseta að bókun samþykkt 9-0.

 


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


 

 


III. Umhverfisnefnd.

 


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.  

 

 

 


Fundargerðin 27/1.  325. fundur.

 


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-1.

 


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun vegna mótatkvæðis við atkvæðagreiðslu 6. liðar 325. fundargerðar umhverfisnefndar.

 


,,Bæjarstjórn hefur samþykkt aðalskipulag fyrir Ísafjarðarbæ.  Ég var mjög ánægð með þá stefnu sem þar var tekin varðandi skipulag á svæðinu fyrir norðan Ísafjarðardjúp.  Nú er lögð til breyting á skipulagi á því svæði, þar sem landnotkun á tveimur jörðum er breytt úr óbyggðu svæði í landbúnaðarsvæði.  Ég er algjörlega á móti þeirri breytingu og greiði því atkvæði gegn samþykktinni.?

 


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar, samþykkt um verndun trjáa samþykkt 9-0.

 


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 


 

 


IV. 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2011 - 2013, síðari umræða.

 


Til máls tók: Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.   

 


 

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2011-2013, við síðari umræðu í bæjarstjórn.

 


 

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði til, að 3ja ára áætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árin 2011-2013 verði samþykkt.

 


Tillaga forseta samþykkt 5-0.

 


 

 

 

 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:42.

 


 

 


Þorleifur Pálsson, ritari

 


Gísli H. Halldórsson, forseti

 


Birna Lárusdóttir

 


Svanlaug Guðnadóttir                                                     

 


Guðný Stefanía Stefánsdóttir

 


Sigurður Pétursson

 


Rannveig Þorvaldsdóttir

 


Jóna Benediktsdóttir

 


Magnús Reynir Guðmundsson

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?