Bæjarstjórn - 264. fundur - 3. september 2009

Dagskrá:



 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 22/6., 6/7., 13/7., 20/7.,  4/8., 17/8. og 31/8.
 II.

 ?

 félagsmálanefndar 25/6.
 III.

?

 íþrótta- og tómstundanefndar 12/8.
 IV.

?

 umhverfisnefndar 22/6., 15/7., 6/8. og 26/8.




I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Birna Lárusdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sigurður Pétursson   

 


Gísli H. Halldórsson lagði fram svohljóðandi tillögu við 5. lið 627. fundar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir þakkir bæjarráðs til Björns Jóhannessonar hrl., sem beðist hefur lausnar frá störfum í barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum.


Bæjarstjórn samþykkir að í stað Björns Jóhannessonar taki Ólafur Hallgrímsson, lögfræðingur, sæti í barnaverndarnefnd.?

 


Birna Lárusdóttir lagði fram svohljóðandi bókun um samgöngumál við 19. lið 622. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fagnar þeim stóra áfanga sem í dag náðist í samgöngubótum á Vestfjörðum með vígslu Mjóafjarðarbrúar og aðliggjandi mannvirkja. Vígslan markar tímamót í samgöngusögu fjórðungsins, þar sem nú er í fyrsta sinn komið bundið slitlag á allan veginn um Ísafjarðardjúp. Enn er þó langur vegur frá því að Vestfirðingar sitji við sama borð og aðrir landsmenn þegar kemur að góðum samgöngum og því hvetur bæjarstjórn ríkisvaldið eindregið til að setja Vestfirði í algjöran forgang við niðurröðun verkefna í samgönguáætlun Alþingis og úthlutun fjár til samgöngumála.?

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 3. lið 626. fundar bæjarráðs.


,,Bæjarfulltrúar Í-listans í Ísafjarðarbæ leggja áherslu á að ákvarðanir um framtíð sorpeyðingar og sorphirðu í bæjarfélaginu verði teknar tafarlaust.


Endurnýjun búnaðar í sorpbrennslunni Funa getur ekki beðið lengur.  Ákvörðun um framkvæmdir við stöðina þarf að taka nú þegar, svo endurnýjun stöðvarinnar geti hafist strax.


Þá þarf að hrinda í framkvæmd nýrri skipan sorphirðumála, í samræmi við greinargerð starfshóps um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ, sem skilað var í mars síðastliðnum.  Áætlun um framkvæmd þeirra breytinga hefur enn ekki séð dagsins ljós.


Bæjarfulltrúar Í-listans lýsa yfir áhyggjum af drætti þessara mála og hvetja til þess að tillögur um framkvæmdir verði lagðar fram strax í þessum mánuði og ákvarðanir teknar um framtíð sorpmála.?


Undirritað af Sigurði Péturssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Örnu Láru Jónsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun við 3. lið 626. fundar bæjarráðs.


,,Tillaga að aðgerðaráætlun var dagsett 12. júní 2009 í bréfi bæjarstjóra til bæjarráðs.  Tillagan var tekin fyrir í bæjarráði 15. júní sl., með tímasettri aðgerðaráætlun.  Bæjarráð vísaði málinu til umræðu í bæjarstjórn.  Bæjarstjórn tók ekki afstöðu til þessara tillagna.  Undirritaður telur mikilvægt að þetta komi fram því í bókun Í-lista segir að áætlun um framkvæmd breytinga hafi enn ekki litið dagsins ljós.  Sú fullyrðing er röng því tímasett aðgerðaráætlun var lögð fram sem tillaga í bréfi bæjarstjóra 12. júní sl.?

 

Fundargerðin 22/6.  621. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 6/7.  622. fundur.


19. liður.  Tillaga að bókun um samgöngumál samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 13/7.  623. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 20/7.  624. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 4/8.  625. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 17/8.  626. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 31/8.  627. fundur.


5. liður.  Tillaga lögð fram af forseta um kjör Ólafs Hallgrímssonar, lögfræðings, í barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku:  Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, forseti og Jóna Benediktsdóttir.


Fundargerðin 25/6.  329. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.  


 


Fundargerðin 12/8.  107. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Svanlaug Guðnadóttir.

 

Fundargerðin 22/6.  313. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 15/7.  314. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 6/8.  315. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 26/8.  316. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðir umhverfisnefndar í heild sinni staðfestar 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:05.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Birna Lárusdóttir.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?