Bæjarstjórn - 260. fundur - 7. maí 2009

Fjarverandi aðalfulltrúar: Guðný Stefanía Stefánsdóttir í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir.  Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir. 

 

Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 7/4., 24/4., 27/4. og 4/5.
 II.

  ?

 félagsmálanefndar 7/4.
 III.

  ?

 fræðslunefndar 31/3.
 IV.

  ?

 íþrótta- og tómstundanefndar 15/4.
 V.

  ?

 umhverfisnefndar 22/4.
 VI.

  ?

 stjórnar Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs 20/4.
I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Jóna Benediktsdóttir. 

 


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við 5. lið 615. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar starfshópi um endurskoðun sorpmála í Ísafjarðarbæ fyrir framlagða skýrslu sem lögð hefur verið fram í bæjarráði og kynnt í umhverfisnefnd.


Bæjarstjórn samþykkir að unnið verði eftir þeim línum sem lagðar eru í skýrslunni. Skýrslan verði þannig rammi utan um nýja stefnumótun í málaflokknum.


Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna aðgerðaráætlun sem byggi á forsendum skýrslunnar. Áætlunin verði lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.?

 


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við 16. og 17. lið 615. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þakkar starfshópum um grunnskólastarf á Flateyri og Suðureyri fyrir greinargerðir þeirra.


Bæjarstjórn samþykkir tillögur starfshópanna, um að færa ekki unglingastig á Flateyri og Suðureyri í Grunnskólann á Ísafirði.


Greinargerðunum og öðrum tillögum í þeim vísað til kynningar og úrvinnslu í fræðslunefnd.?

 


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu við 15. lið 615. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að Ísafjarðarbær hætti viðskiptum við fyrirtækið Intrum Justicia, greiðsluþjónustu, þar sem ástandið í þjóðfélaginu um þessar mundir réttlætir ekki þá hörku í innheimtuaðgerðum, né heldur þann háa innheimtukostnað,


sem af slíkum innheimtuaðgerðum leiðir.  Sveitarfélögin í landinu þurfa að taka mið af þeim erfiðleikum, sem fólk og fyrirtæki standa nú frammi fyrir, í afleiðingum bankakreppunnar miklu á Íslandi.?


Undirritað af Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur, Jónu Benediktsdóttur og Örnu Láru Jónsdóttur.

 


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 16. og 17. lið 615. fundargerðar bæjarráðs.


,,Tillögur um flutning nemenda á unglingastigi Grunnskólanna á Flateyri og Suðureyri yfir í Grunnskólann á Ísafirði hafa ítrekað komið fram hjá meirihluta bæjarstjórnar.  Þessar tillögur hafa í hvert skipti valdið miklum óróa meðal íbúa og haft truflandi áhrif á skólastarf.


Nú liggja fyrir niðurstöður starfshópa, sem áttu að skoða þessar hugmyndir meirihlutans, um flutning unglinganna og jafnframt nýja hugmynd, sem fól í sér að kenna yngri nemendum Grunnskóla Önundarfjarðar í Leikskólanum Grænagarði.  Niðurstaða beggja starfshópanna er skýr og byggir á málefnalegum rökum.  Ljóst er að fjárhagslegur ávinningur af flutningnum er lítill sem enginn, skekkjumörk við útreikninga eru með þeim hætti að jafnvel gæti orðið um kostnað að ræða.  Ekki er hægt að finna fagleg rök, sem mæla með flutningum og áhrif á samfélögin eru tvímælalaust neikvæð.  Vilji foreldra á svæðunum er skýr, þeir vilja halda skólunum í byggðakjörnunum.  Þegar niðurstöður starfshópanna eru skoðaðar er ljóst að engin rök virðast mæla með því að flytja nemendur þessara skóla í Grunnskólann á Ísafirði. 


Í ? listinn leggur áherslu á að skólastarf á þessum stöðum fái nú tækifæri til framþróunar og horft verði til þess hvernig má styrkja skólana og allar hugmyndir um skipulagðan flutning nemenda lagðar af.? 

 

Fundargerðin 7/4.  613. fundur.


3. liður.  Bæjarstjórn tekur undir þakkir bæjarráðs til Gerðar Eðvarsdóttur fyrir störf hennar hjá Ísafjarðarbæ og óskar henni alls velfarnaðar í framtíðinni.


7. liður.  Afgreiðsla bæjarráðs staðfest 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 24/4.  614. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 27/4.  615. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


5. liður.  Tillaga borin fram af forseta samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


15. liður.  Forseti leggur til að tillaga Í-lista fari til skoðunar hjá fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar.  Tillaga forseta samþykkt 9-0. 


16. og 17. liður.  Tillaga borin fram af forseta samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 4/5.  616. fundur.


1. liður.  Tillaga bæjarráðs um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., ásamt umboði til bæjarstjóra samþykkt 9-0. Jóna Benediktsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson, Halldór Hallórsson, bæjarstjóri og Jóna Benediktsdóttir.


 


Fundargerðin 7/4.  327. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Fræðslunefnd.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.


 


Fundargerðin 31/3.  283. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tók: Magnús Reynir Guðmundsson.  

 

Fundargerðin 15/4.  105. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Svanlaug Guðnadóttir.

 

Fundargerðin 22/4.  311. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


VI. Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 20/4.  24. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl.  20:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Hafdís Gunnarsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.     


Arna Lára Jónsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?