Bæjarstjórn - 258. fundur - 19. mars 2009

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Birna Lárusdóttir í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir.  Svanlaug Guðnadóttir í h.st. Albertína Elíasdóttir. Svanlaug Guðnadóttir kom til fundarins kl. 17:30 og vék þá Albertína Elíasdóttir af fundinum.  

 

Í upphafi fundar lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, fram bréf frá Inga Þór Ágústssyni, bæjarfulltrúa, dagsett þann 18. mars sl., þar sem Ingi Þór óskar eftir lausn úr starfi bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frá og með 1. mars 2009.  Ástæðan er sú að fjölskyldan hefur flust burt úr sveitarfélaginu vegna náms.


Bæjarstjórn staðfestir beiðni Inga Þórs Ágústssonar 9-0. 

 

Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

bæjarráðs 2/3., 9/3. og 16/3. 
 II. 

 ?

 almannavarnanefndar 11/3.  
 III.

 ?

 hafnarstjórnar 10/3.
 IV.

 ?

 íþrótta- og tómstundanefndar 25/2.
 V.

 ?

 umhverfisnefndar 4/3.
 VI.

 ?

 Síðari umræða um tillögur um breytta nefndaskipan, er vísað var frá 257. fundi bæjarstjórnar þann 26. febrúar sl.




I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Arna Lára Jónsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.  

 


Tillaga meirihluta bæjarstjórnar lögð fram af Gísla H. Halldórssyni, forseta, við 1. lið 610. fundargerðar bæjarráðs.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir eftirfarandi lækkun rekstrarkostnaðar sem lið í 194,9 m.kr. hagræðingarkröfu í fjárhagsáætlun 2009:


 Heiti deildar/verkefnis.  Skýring.   Upphæð.
 Föst yfirvinna.  Lækkun yfirfinnu um 10% ef heildarlaun eru yfir kr. 250 þús. pr. mánuð  4,1 m.kr.
 Uppsögn aksturssamninga  Áætlaður sparnaður  5,5 m.kr.


  Alls:  9,6 m.kr.




Greinargerð.


Miðað við 194,9 m.kr. hagræðingarkröfu vantaði enn 87,1 m.kr. eftir 257. fund bæjarstjórnar til að ná því fram. Gangi þessar hagræðingarkröfur eftir mun vanta 77,5 m.kr. eftir 258. fund bæjarstjórnar. Verið er að reikna út fleiri atriði sem vonast er til að verði tilbúin fyrir fund bæjarstjórnar 2. apríl n.k.


Hagræðingaraðgerðir skila sér að hluta á árinu 2009 en að fullu á árinu 2010. Þannig myndi lækkun fastrar yfirvinnu um 10% skila 8,2 m.kr. á árinu 2010 svo dæmi sé tekið.


Miðað er við 10% lækkun fastrar yfirvinnu til samræmis við ákvörðun í fjárhagsáætlun 2009 um 10% skerðingu skráðrar yfirvinnu. Aksturssamningum verður öllum sagt upp og þeir sem leggja fram bifreið sína til afnota fyrir Ísafjarðarbæ verða í staðinn að skila akstursreikningum.


 


Fundargerðin 2/3.  608. fundur.


2. liður. Bæjarstjórn samþykkir stefnu félagsmálanefndar í Félags- og velferðarmálum 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 9/3  609. fundur.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs varðandi erindisbréf fyrir Ungmennaráð og skipan þess með tilvísun til 7. liðar í 104. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


Eftirtaldir skipi ráðið:  Aldís Þóra Bjarnadóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, Júlía Ósk Bjarnadóttir, Klara Alexsandra Birgisdóttir, María Rebekka Hermannsdóttir, Páll Sólmundur H. Eydal og Þorgeir Jónsson.  


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 16/3.  610. fundur.


1. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar um lækkun rekstrarkostnaðar samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


8. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Almannavarnanefnd.


Til máls tóku: Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


 


Fundargerðin 11/3.  5. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Hafnarstjórn.


Til máls tók:  Gísli H. Halldórsson, forseti.


 


Fundargerðin 10/3.  139. fundur.


1. liður. Tillaga forseta um vísan til endurskoðunar á fjárhagsáætlun í apríl n.k. samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir.

 


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu við tillögu íþrótta- og tómstundanefndar undir 3. lið 104. fundargerðar.  Í stað að ,,ekki verði auglýst áfengi eða tóbak? komi ,,ekki verði auglýst vörumerki sem tengjast áfengi eða tóbaki?.  

 

Fundargerðin 25/2.  104. fundur.


3. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar með breytingartillögu Jónu Benediktsdóttur samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


V. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, Jóna Benediktsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson og Svanlaug Guðnadóttir.

 


Tillaga meirihluta bæjarstjórnar borin fram af Gísla H. Halldórssyni við 2. lið 309. fundargerðar umhverfisnefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að vísa umsókn um lóð fyrir íbúðarhús að Sólgötu 6, Ísafirði, aftur til umhverfisnefndar þar sem undirskriftarlisti íbúa í nágrenninu hefur borist.?

 

Fundargerðin 4/3.  309. fundur.


2. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 8-0.


7. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 4-3.


9. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


VI. Síðari umræða um tillögur um breytta nefndaskipan, er vísað var frá 257. fundi bæjarstjórnar þann 26. febrúar sl.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur undir þessum lið dagskrár.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir eftirfarandi breytingu á nefndaskipan sveitarfélagsins: Tillögurnar eru merktar númer 1b., númer 2, númer 3 og númer 4. 

 


Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista varðandi skipan atvinnumálanefndar. Tillagan merkt númer 1a.


,,Í-listinn leggur til að fulltrúar í atvinnumálanefnd verði áfram fimm.?

 


1a.  Tillaga Í-lista um óbreyttan fjölda í atvinnumálanefnd felld 5-4.

 


Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista um tillögu um breytta nefndaskipan.  ,,Í-listinn telur ekki rétt að fækka fulltrúum í atvinnumálanefnd eins og staðan er í atvinnumálum í bæjarfélaginu um þessar mundir.?

 


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram svohljóðandi bókun við tillögu Í-lista.


,,Ég greiði því atkvæði að vera með þrjá nefndarmenn í atvinnumálanefnd á þeim forsendum að ef reynsla af því reynist ekki góð þá verði fjöldi fulltrúa endurskoðaður.?

 


1b.  Atvinnumálanefnd breytist þannig að fulltrúum fækki úr fimm í þrjá. Aðalfulltrúar verði þrír og varafulltrúar þrír.


Aðalmenn:


Áslaug J. Jensdóttir, formaður. D 


Sigurður Hreinsson, varaformaður. B


Guðmundur Þór Kristjánsson. Í 


Varamenn:


Sturla Páll Sturluson. D 


Jón Sigmundsson. B


Kári Þór Jóhannsson. Í 


Breyting um fækkun nefndarmanna samþykkt 5-1.


Tillaga um kjör ofangreindra nefndarmanna samþykkt 9-0.

 


2. ,,Menningarmálanefnd verði lögð niður og verkefnum menningarmálanefndar verði skipt á milli íþrótta- og tómstundanefndar, umhverfisnefndar og atvinnumálanefndar eftir nánari tillögu bæjarráðs.?


Tillagan er byggð á tillögu Sigurðar Péturssonar, er hann lagði fram f.h. Í-lista á 257. fundi bæjarstjórnar við fyrri umræðu, um breytta nefndaskipan. 


Tillagan samþykkt 9-0.

 


3.  Stjórn skíðasvæðis verði sameinuð íþrótta- og tómstundanefnd undir heitinu íþrótta- og tómstundanefnd. Fulltrúar verði fimm og varafulltrúar fimm.


Aðalmenn:


Guðný Stefanía Stefánsdóttir, form. D


Ingólfur Þorleifsson. D


Þórdís Jóna Jakobsdóttir, varaform. B


Stella Hjaltadóttir. Í


Svava Rán Valgeirsdóttir. Í


Varamenn:


Hafdís Gunnarsdóttir. D


Helga Margrét Marzellíusardóttir. D


Guðríður Sigurðardóttir. B


Lísbet Harðardóttir. Í


Guðný Harpa Henrýsdóttir. Í


Breyting um sameiningu nefnda samþykkt 9-0.


Tillaga um kjör ofangreindra nefndarmanna samþykkt 9-0.

 


4.  Landbúnaðarnefnd og staðardagskrárnefnd verði sameinaðar umhverfisnefnd undir heitinu umhverfisnefnd. Fulltrúar verði fimm og varafulltrúar fimm.


Aðalmenn:


Svanlaug Guðnadóttir, formaður. B


Albertína Elíasdóttir. B


Sigurður Mar Óskarsson, varaform. D


Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Í


Jóna Símonía Bjarnadóttir. Í


Varamenn:


Geir Sigurðsson. B


Magdalena Sigurðardóttir. B


Gísli Úlfarsson. D


Björn Davíðsson. Í


Benedikt Bjarnason. Í


Breyting um sameiningu nefnda samþykkt 9-0.


Tillaga um kjör ofangreindra nefndarmanna samþykkt 9-0.

 

Bæjarstjórn þakkar þeim fulltrúum, sem nú láta af nefndarstörfum, fyrir vel unnin störf í þágu Ísafjarðarbæjar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:30.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Hafdís Gunnarsdóttir.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?