Bæjarstjórn - 257. fundur - 26. febrúar 2009


Fjarverandi aðalfulltrúar: Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson. Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir. Svanlaug Guðnadóttir í h. st. Albertína Elíasdóttir. Guðný Stefanía Stefánsdóttir í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir.

 


Dagskrá: I. 

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 9/2., 16/2. og 23/2.
 II. 

 ?

 atvinnumálanefndar 18/2.
 III. 

 ?

 félagsmálanefndar 10/2.
 IV. 

 ?

 fræðslunefndar 10/2. og 15/2.
 V.

 ?

 starfshóps um endurskoðun sorpmála 23/1.
 VI.

 ?

 umhverfisnefndar 9/2.

 

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Jóna Benediktsdóttir, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson og Sæmundur Kr. Þorvaldsson,    

 


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur við 3. lið 606. fundargerðar bæjarráðs. 


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir eftirfarandi breytingu á nefndaskipan sveitarfélagsins:


a. Atvinnumálanefnd og menningarmálanefnd sameinist undir heitinu atvinnu- og menningarmálanefnd. Fulltrúar verði þrír og varafulltrúar þrír.


b. Stjórn skíðasvæðis verði sameinuð íþrótta- og tómstundanefnd undir heitinu íþrótta- og tómstundanefnd. Fulltrúar verði fimm og varafulltrúar fimm.


c. Landbúnaðarnefnd og staðardagskrárnefnd verði sameinaðar umhverfisnefnd undir heitinu umhverfisnefnd. Fulltrúar verði fimm og varafulltrúar fimm.


Skipað verði að nýju í sameinaðar nefndir við síðari umræðu um nefndabreytingar.?

 


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögur við 1. lið 607. fundar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir eftirfarandi lækkun rekstrarkostnaðar, sem lið í 194,9 m.kr. hagræðingarkröfu í fjárhagsáætlun 2009:


 Heiti deildar/verkefnis  Skýring  Upphæð
 Íþróttamannvirki.   Minna viðhald, breyttur opnunartími  12,1 m.kr.
 Brunamál og almannavarnir.  Lækkun launakostn, minna viðhald 4,6 m.kr.
 Skipulags- og byggingarmál.  Lækkun kostn. aðal- og deiliskipulag  5,6 m.kr.
 Umferðar- og öryggismál.  Alm.samgöngur gjaldtaka*, minna viðhald  6,9 m.kr.
 Umhverfismál.  Minni sláttur, minna viðhald 9,4 m.kr.
 Atvinnumál.  Fjárgirðingar og landb.nefnd sameinast 1,4 m.kr. 
 Eignasjóður.  Almennt viðhald lækkað  5,4 m.kr. 
 Þjónustumiðstöð.  Lækkað viðhald, lækkun launakostn. 7,1 m.kr.
 Hafnarsjóður.   Lækkað viðhald, stjórnunarkostn. 4,7 m.kr.
 Vatnsveita.   Lækkun viðhaldskostnaðar  4,3 m.kr.
 Fráveita.  Lækkun viðhaldskostnaðar  3,7 m.kr.
 Funi.  Endursk. gámasvæða breyt. sorphirðu 4,3 m.kr.
   Samtals framkvæmda- og rekstrarsvið  69,5 m.kr.
     
 Úhtlutun kennslustunda.  Fækkun úthlutaðra kennslustunda  9,9 m.kr.
 Tónlistarskóli.   Lækkun framlags til tónlistarskóla  5,8 m.kr.
 Leikskólinn Bakkaskjól.  Bakkaskjóli verði stjórnað frá öðrum leiksk.  2,5 m.kr.
 Félagsmiðstöðvar/íþr.tómst.  Minnkun opnunartíma, leiðréttingar  8,1 m.kr.
   Samtals skóla- og fjölskyldusvið    26,3 m.kr.
     
 Bókasafn.   Breyting á stöðugildum   3,0 m.kr.
 Húsnæðiskostnaður.   Leiðrétting frá fjárhagsáætlun  4,0 m.kr.
 Útgjöld.  Lækkun augl.kostn. o.fl.  0,5 m.kr.
 Fasteignir Ísafjarðarbæjar.  Starfsmannabreytingar  4,0 m.kr.
 Menningarmálanefnd.  Sameining við aðra nefnd  0,5 m.kr.
   Samtals stjórnsýslusvið     12,0 m.kr.
     
   Alls öll svið:  107,8 m.kr.
* Gjaldtaka í almenningssamgöngum hefst að nýju 1. mars n.k. Sama fyrirkomulag verður haft á og áður í samræmi við samning við verktaka. Boðið verður upp á afsláttarmiða af hálfu verktaka sem fyrr. Áfram verður gjaldfrjálst fyrir nemendur í grunnskóla.

 

Miðað við 194,9 m.kr. hagræðingarkröfu vantar enn 87,1 m.kr. til að ná því fram.  Frekari tillögur um hagræðingu þarf að útfæra nánar og er stefnt að því að leggja þær fyrir í bæjarstjórn í mars n.k.

 


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 3. lið 606. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Menningarmálanefnd verði lögð niður og verkefnum menningarmálanefndar verði skipt á milli íþrótta- og tómstundanefndar, umhverfisnefndar og atvinnumálanefndar eftir nánari tillögu bæjarráðs.?

 

Fundargerðin 9/2.  605. fundur.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 16/2.  606. fundur.


3. liður.  Tillögum meirihluta um breytta skipan nefnda vísað af forseta til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar. Tillaga forseta samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga Í-lista er varðar menningarmálanefnd vísað af forseta til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar. Tillaga forseta samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 

Fundargerðin 23/2.  607. fundur.


1. liður.  Tillögur til hagræðingar að upphæð samtals kr. 107,8 milljónir með texta samþykktar 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti og Sigurður Pétursson. 


Fundargerðin 18/2.  93. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd. 


Fundargerðin 10/2.  325. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson og Jóna Benediktsdóttir,

 

Bókun við 1. lið 281. fundargerðar fræðslunefndar lögð fram af Birnu Lárusdóttur, forseta.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bendir fulltrúum í nefndum á að þeim er heimilt að afsala sér launum, en verða að gera það hver fyrir sig. Stefna í launamálum nefnda er mörkuð af bæjarstjórn og vegna ársins 2009 hefur verið mörkuð sú almenna stefna að nefndalaun hafa verið lækkuð og að auki verður nefndafundum fækkað til að ná fram enn frekari lækkun kostnaðar vegna nefnda. Þeir nefndarfulltrúar sem óska þess að afsala sér nefndarlaunum sínum verða að staðfesta það skriflega við bæjarritara Ísafjarðarbæjar.?


  


Fundargerðin 10/2.  281. fundur.


1. liður.  Bókun bæjarstjórnar samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 15/2.  282. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Starfshópur um endurskoðun sorpmála.


Til máls tók: Sigurður Pétursson  


Fundargerðin 23/1.  6. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI. Umhverfisnefnd.


Fundargerðin 9/2.  308. fundur.


Fundargerðin staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:20.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Hafdís Gunnarsdóttir.


Albertína Elíasdóttir.


Sigurður Pétursson.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.


Jóna Benediktsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?