Bæjarstjórn - 249. fundur - 2. október 2008

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Halldór Halldórsson í h. st. Hafdís Gunnarsdóttir.  Birna Lárusdóttir í h. st. Helga Margrét Marzellíusardóttir. Magnús Reynir Guðmundsson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir, Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Kolbrún Sverrisdóttir.  Jóna Benediktsdóttir í h. st. Lilja Rafney Magnúsdóttir.





Dagskrá:


 I.

 Fundargerð(ir)

bæjarráðs 29/9. 
 II.

 ?

atvinnumálanefndar 17/9.
 III.

 ?

félagsmálanefndar 16/9.
 IV.

 ?

fræðslunefndar 23/9.
 V.

 ?

íþrótta- og tómstundanefndar 17/9.
 VI.

 ?

umhverfisnefndar 19/9., 24/9. og 26/9.




I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Kolbrún Sverrisdóttir og Guðný Stefanía Stefánsdóttir. 

 

Fundargerðin 29/9.  589. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tóku: Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigurður Pétursson og Svanlaug Guðnadóttir.

 


Lilja Rafney Magnúsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun undir dagskrárlið fundargerðar atvinnumálanefndar.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á, að hugmyndir um flutningsjöfnunarstyrki vegna sjó- og landflutninga nái jafnt til einstaklinga, sem og fyrirtækja á landsbyggðinni og hvetur stjórnvöld til að hraða framkvæmd þessa brýna hagsmunamáls íbúa landsbyggðarinnar.?


Undirritað af Lilju Rafney Magnúsdóttur, Sigurði Péturssyni, Kolbrúnu Sverrisdóttur,  Rannveigu Þorvaldsdóttur, Svanlaugu Guðnadóttur, Guðnýju Stefaníu Stefánsdóttur, Hafdísi Gunnarsdóttur og Helgu Margréti Marzellíusardóttur.


 


Fundargerðin 17/9.  88. fundur.


Bókun um flutningsjöfnunarstyrk samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Rannveig Þorvaldsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Kolbrún Sverrisdóttir.

 


Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu til bæjarstjórnar við 4. lið í 318. fundargerð félagsmálanefndar frá 16. september 2008.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að sett verði á fót jafnréttisnefnd Ísafjarðarbæjar. Jafnréttisnefnd skal móta jafnréttisstefnu fyrir Ísafjarðarbæ og leggja hana fram til samþykktar vorið 2009,  að undangenginni könnun á kynbundnum launamun hjá Ísafjarðarbæ.


Bæjarstjóra er falið að útbúa drög að erindisbréfi nefndarinnar og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar svo fljótt sem kostur er.  Að því búnu mun bæjarstjórn skipa í nefndina.?

 

Fundargerðin 16/9.  318. fundur.


4. liður. Tillaga að skipan jafnréttisnefndar samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga um Sædísi M. Jónatansdóttur í þjónustuhóp aldraðra samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd.


Til máls tók: Lilja Rafney Magnúsdóttir.

 

Fundargerðin 23/9.  276. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Fundargerðin 17/9.  98. fundur.


4. liður.  Tillaga um skipan Jóhanns B. Gunnarssonar í vallarstjórn


púttvallar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VI. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Sigurður Pétursson.

 

Fundargerðin 19/9.  297. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fundargerðin 24/9.  298. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fundargerðin 26/9.  299. fundur.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:07.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir.      


Hafdís Gunnarsdóttir.


Helga Margrét Marzellíusardóttir.


Sigurður Pétursson.


Rannveig Þorvaldsdóttir.  


Kolbrún Sverrisdóttir.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?