Bæjarstjórn - 245. fundur - 5. júní 2008

 

Dagskrá:

 

 

 I.

 Fundargerð(ir)

 bæjarráðs 27/5. og 2/6.
 II.

 ?

 félagsmálanefndar 23/5. og 28/5.
 III.

 ?

 fræðslunefndar 20/5.
 IV.

 ?

 hafnarstjórnar 28/5.
 V.

 ?

 íþrótta- og tómstundanefndar 28/5.
 VI.

 ?

 umhverfisnefndar 28/5.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benedikts-dóttir, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson, Arna Lára Jónsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Ingi Þór Ágústsson.  

 


 Jóna Benediktsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu bæjarfulltrúa Í-listans að bókun við 10. lið 576. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir miklum vonbrigðum með vinnubrögð menntamálaráðuneytis varðandi tillögur um uppbyggingu háskólakennslu á Vestfjörðum. Það er ljóst að tillögur nefndar sem ráðherra skipaði um frekari uppbyggingu háskólastarfs á Vestfjörðum hafa nú legið fyrir svo vikum og mánuðum skiptir, án þess að ráðherra eða ráðuneyti hafi gert þær opinberar eða kynnt þær fyrir alþingismönnum eða almenningi. Vinnubrögð menntamálaráðuneytisins í þessu máli vekja upp efasemdir um vilja þess og ráðherrans um uppbyggingu háskólastarfsemi á Vestfjörðum.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vill ítreka afstöðu sína og taka undir samþykkt Fjórðungsþings Vestfirðinga frá fyrra ári um að stofnaður verði Háskóli Vestfjarða. Þá tekur bæjarstórn undir bréf stjórnar Fjórðungssambandsins til menntamálaráðherra frá 29. apríl síðastliðnum, þar sem lögð er áhersla á að ákvörðun um sjálfstæðan og öflugan háskóla eða sambærilega háskólastofnun séu þau skilaboð sem íbúar Vestfjarða vænta frá stjórnvöldum. Frekari seinkun á þeirri niðurstöðu skapi vantrú um vilja stjórnvalda í þeim efnum.?


 


Fundargerðin 27/5.  575. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 2/6.  576. fundur.


10. liður.  Tillaga Í-lista að bókun felld 5-4.

 


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta við 10. lið.


,,Meirihluti bæjarstjórnar telur ótímabært að vera með yfirlýsingar í garð menntamálaráðuneytisins og ráðherra í tengslum við tillögur nefndar um uppbyggingu háskólakennslu á Vestfjörðum. Rétt er að nefndin hefur skilað af sér og eru tillögur hennar í meðförum ráðuneytisins. Mikilvægt er að vanda undirbúning málsins og væntir meirihlutinn þess að menntamálaráðherra og ríkisstjórn muni innan tíðar leggja fram metnaðarfullar tillögur um eflingu háskólastigsins á Vestfjörðum.


Nauðsynlegt er að minna á að háskólastigið á svæðinu hefur eflst jafnt og þétt á örfáum árum eins og sjá má á kröftugri og fjölbreyttri starfsemi Háskólaseturs Vestfjarða, sem mun m.a. hefja kennslu í staðbundnu meistaranámi n.k. haust verði eftirspurn góð. Starfsemi Háskólaseturs mun án nokkurs vafa verða góður grunnur að stofnun háskóla á Ísafirði í fyllingu tímans.? 


Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista undir 10. lið.


,,Það vekur furðu að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli ekki vera tilbúinn að styðja bókun Í-lista, sem kveður á um að ýta á eftir tillögum nefndar um uppbyggingu háskólaseturs á Vestfjörðum.  Það vekur enn meiri furðu, að Svanlaug Guðnadóttir, fulltrúi Framsóknarflokks, skuli standa að þessari bókun meirihluta,  þar sem Framsóknarflokkur hefur marg oft lýst yfir stuðningi sínum við stofnun Háskóla Vestfjarða í flokkssamþykktum sínum.?


Svanlaug Guðnadóttir lagði fram svohljóðandi bókun sína undir 10. lið.


,,Undirrituð tekur það skýrt fram, að afstaða mín til sjálfstæðs háskóla hér á Ísafirði hefur á engan hátt breyst.  Það hefur verið okkur framsóknarmönnum til margra ára mikið kappsmál, að hér rísi sjálfstæður Háskóli.  Hins vegar þar sem nefnd er að störfum og ég hef ekki vitað til þess að hún hafi lokið störfum sínum, tel ég ekki tímabært að svo stöddu, að lýsa yfir vonbrigðum með framgang málsins.?


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta við 10. lið.


,,Það er skýr afstaða meirihlutans, að hástemmdar bókanir á þessu stigi verði uppbyggingu háskólanáms á Vestfjörðum ekki til framdráttar.  Allar tilraunir minnihlutans til að gera málið að pólitísku þrætuepli dæma sig sjálfar.?


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun Í-lista við 10. lið.


,,Það er álit bæjarfulltrúa Í-listans, að það sé heiðarlegast að vinna þannig að málum í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að vilji bæjarfulltrúa komi ávallt skýrt fram í mikilsverðum málum, eins og  stofnunar sjálfstæðs háskóla á Ísafirði.?     


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Félagsmálanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Gísli H. Halldórsson, 

 

Fundargerðin 23/5.  313. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fundargerðin 28/5.  314. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Fræðslunefnd.


Til máls tók: Jóna Benediktsdóttir.

 

Fundargerðin 20/5.  273. fundur.


8. liður.  Tillaga fræðslunefndar samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


IV. Hafnarstjórn.


Til máls tók: Svanlaug Guðnadóttir,

 

Fundargerðin 28/5.  135. fundur.


2. liður.  Tillaga hafnarstjórnar samþykkt 9-0.


3. liður.  Bæjarstjórn vísar tillögu hafnarstjórnar til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar þann 19. júní n.k.  Samþykkt 9-0.  


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


V. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


 


Fundargerðin 28/5.  94. fundur.


2. liður.  Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 8-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


VI. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Fundargerðin 28/5.  290. fundur.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:50.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Ingi Þór Ágústsson.


Svanlaug Guðnadóttir.


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.      


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?