Bæjarstjórn - 240. fundur - 6. mars 2008


Upptaka frá bæjarstjórnarfundinum.


Í upphafi fundar minntist Birna Lárusdóttir, forseti, Sturlu Halldórssonar, Hlíf II, Ísafirði.     


,,Sturla Halldórsson andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 1. mars s.l. Sturla var yfirhafnarvörður í Ísafjarðarkaupstað um árabil og stundaði sjómennsku frá blautu barnsbeini. Hann lauk námi frá Stýrimannaskólanum og starfaði sem háseti, stýrimaður og skipstjóri á bátum og togurum til margra ára. Hann var alla tíð virkur í félagsmálum á Ísafirði og til marks um það var hann formaður sjómanna- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar í áratug. Hann starfaði lengi að bæjarmálum og var um tíma bæjarfulltrúi. Hann átti einnig sæti í  stjórn Hafnarsambands Íslands. Nýr hafnsögubátur Ísafjarðarbæjar hlaut nafnið Sturla Halldórsson í virðingarskyni við vel metinn yfirmann hafna.


Eftirlifandi eiginkona Sturlu er Rebekka Stígsdóttir. Þau eignuðust sex börn og lifa fimm föður sinn.  Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju næstkomandi laugardag.


Ég bið bæjarfulltrúa að rísa úr sætum og minnast Sturlu Halldórssonar með virðingu og stuttri þögn.?


 Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 25/2. og 3/3.


II.  "  barnaverndarnefndar 27/2.


III.  "  félagsmálanefndar 19/2.


IV.  "  fræðslunefndar 26/2.


V.  "  hafnarstjórnar 25/2.


VI.  "  íþrótta- og tómstundanefndar 27/2.


VII.  "  umhverfisnefndar 22/2.



I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson og Magnús Reynir Guðmundsson.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun undir 1. lið 563. fundargerðar bæjarráðs.


,,Á afmælisdegi Sigurgeirs Bjarna Halldórssonar, sunnudaginn 2. mars s.l., færðu afkomendur Sigurgeirs Ljósmyndasafni Ísafjarðar og þar með bæjarbúum öllum ljósmyndir hans að gjöf og til varðveislu. Safnið mun gera myndirnar aðgengilegar almenningi á vefnum og er það starf þegar hafið.


Jóhannes Bjarni Eðvarðsson, barnabarn Sigurgeirs, hefur haft frumkvæði  að því að safna þessum myndum saman og vinna þær.  Alls er um að ræða hátt í 1.000 myndir og eru 27 þeirra nú á sýningu í Safnahúsinu Eyrartúni.


Afkomendur Sigurgeirs hafa með gjöf sinni sýnt samstöðu og örlæti sem ekki verður fullþakkað.  Jóhannes hefur með framtaki sínu og vinnu heiðrað afa sinn og heimabæ hans á mikilsverðan hátt.


Fyrir hönd bæjarbúa færum við Jóhannesi og afkomendum Sigurgeirs bestu þakkir.


Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.?


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar undir 7. lið 564. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur heilshugar undir þá gagnrýni samgönguráðherra að hægagangur í skipulagsvinnu Reykjavíkurborgar skuli tefja undirbúning samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Bæjarstjórn lýsir furðu sinni á þessum vinnubrögðum borgaryfirvalda í ljósi þess að í ársbyrjun 2005 undirritaði þáverandi borgarstjóri samkomulag við þáverandi samgönguráðherra sem miðaði að því að samgöngumiðstöð yrði reist við Reykjavíkurflugvöll. Það samkomulag miðaðist við að miðstöðin risi í tengslum við núverandi staðsetningu vallarins, í grennd við Öskjuhlíð.


Bæjarstjórn minnir á fyrri ályktanir sínar varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar og ítrekar nauðsyn þess að samgöngumiðstöð verði hið fyrsta að veruleika. Það er löngu tímabært að við flugvöllinn í höfuðborg Íslands rísi nútímaleg samgöngumiðstöð þar sem gestum borgarinnar boðið upp á fyrsta flokks þjónustu og fyrirtækjum er gert kleift að stunda eðlilega samkeppni.?



Fundargerðin 25/2.  563. fundur.


1. liður.  Tillaga forseta að bókun samþykkt 9-0.


2. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Forseti þakkaði starfshópi um tölvumál fyrir vel unnin störf.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.


 


Fundargerðin 3/3.  564. fundur.


1. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


4. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 8-0.


Birna Lárusdóttir, forseti, vék af fundi við afgreiðslu 4. liðar og Gísli H. Halldórsson, varaforseti, tók við stjórn fundarins í hennar stað við afgreiðslu hans.


7. liður.  Tillaga forseta að ályktun samþykkt 9-0.


11. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



II. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 27/2.  94. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir og Gísli H. Halldórsson.



Fundargerðin 19/2.  305. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



IV. Fræðslunefnd.


Fundargerðin 26/2.  269. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



V. Hafnarstjórn.


Fundargerðin 25/2.  133. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VI. Íþrótta- og tómstundanefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. 



Fundargerðin 27/2.  89. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VII. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundson, Svanlaug Guðnadóttir og Jóna Benediktsdóttir.



Fundargerðin 22/2.  283. fundur.


8. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:50.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.  


Jóna Benediktsdóttir.     


Arna Lára Jónsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?