Bæjarstjórn - 233. fundur - 15. nóvember 2007


Athugið að aðeins vantar framan á upptöku.

Fjarverandi aðalfulltrúi: Jóna Benediktsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 12/11. 


II.  "  atvinnumálanefndar 8/11.


III.  "  félagsmálanefndar 6/11.


IV.  "  fræðslunefndar 30/10.


V.  "  hafnarstjórnar 25/10.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku:  Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Áður en gengið var til umræðna um fundargerð bæjarráðs leitaði Birna Lárusdóttir, forseti, heimildar fundarins til að taka inn á dagskrá tillögu Í-lista, um að Arna Lára Jónsdóttir verði aðalmaður í stjórn Skíðasvæðis í stað Haraldar Tryggvasonar og að Jakob Ó. Tryggvason verði varamaður í stjórn Skíðasvæðis í stað Örnu Láru Jónsdóttur og var umleitan forseta samþykkt.


Tillaga Í-lista um aðal- og varamann í stjórn Skíðasvæðis síðan samþykkt 9-0.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 8. lið 550. fundargerðar bæjarráðs.


,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á opna og vandaða stjórnsýslu.  Bæjarstjórn felur bæjarstjóra, að leggja fram tillögu að viðmiðunarreglu, sem tekin verði upp í samskiptum bæjarins og fjölmiðla, sem starfræktir eru í sveitarfélaginu, þar sem byggt verði á sanngirnis- og jafnréttissjónarmiðum vandaðrar stjórnsýslu.  Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra, að leggja fram á næsta bæjarráðsfundi yfirlit um styrkveitingar og aðrar greiðslur til vefmiðla og annarra fjölmiðla, sem starfræktir eru í Ísafjarðarbæ á tímabilinu 2006 og 2007.?

 

Svanlaug Guðnadóttir lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta bæjarstjórnar við 8. lið 550. fundargerðar bæjarráðs. 


,,Meirihluti bæjarstjórnar telur, að ávallt hafi verið lögð áhersla á opna og vandaða stjórnsýslu í samskiptum Ísafjarðarbæjar við fjölmiðla. Einnig er það skoðun meirihlutans að sanngirnis- og jafnréttissjónarmið séu ætíð viðhöfð í viðskiptum við þá fjölmiðla í sveitarfélaginu, sem talist geta sambærilegir að umfangi. Þegar um beina styrki er að ræða til fjölmiðla telur meirihlutinn hinsvegar rétt að skoða frekar fyrirkomulag þeirra.?


  


Fundargerðin 12/11.  550. fundur.


7. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


8. liður.  Tillaga Í-lista felld 5-4.


Í framhaldi af atkvæðagreiðslu 8. liðar lagði Sigurður Pétursson fram fyrirspurn til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, um greiðslur til vefmiðla.


17. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


18. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


20. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Fundargerðin 8/11.  78. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir og Gísli H. Halldórsson. 

 


Fundargerðin 6/11.  294. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Fræðslunefnd.


Fyrir fundinum lá tillaga frá Í-lista, er Birna Lárusdóttir, forseti, tók til umræðu undir fundargerð fræðslunefndar, um að Jóna Benediktsdóttir verði varamaður Í-lista í fræðslunefnd í stað Kolbrúnar Sverrisdóttur.

 


Fundargerðin 30/10.  264. fundur.


Tillaga Í-lista samþykkt  9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Hafnarstjórn.


Fundargerðin 25/10.  129. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 19:48.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.     


Svanlaug Guðnadóttir.     


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?