Bæjarstjórn - 231. fundur - 18. október 2007

 

Fjarverandi aðalfulltrúar:  Jóna Benediktsdóttir í h. st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.  Arna Lára Jónsdóttir í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 8/10. og 15/10. 


II.  "  atvinnumálanefndar 3/10.


III.  "  barnaverndarnefndar 11/10.


IV.  "  félagsmálanefndar 9/10.


V.  "  fræðslunefndar 9/10.


VI.  "  hafnarstjórnar 11/10.


VII.  "  íþrótta- og tómstundanefndar 10/10.


VIII.  "  menningarmálanefndar 2/10.


IX.  "  stjórnar Skíðasvæðis 11/10.


X.  "  umhverfisnefndar 10/10.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun undir 12. lið 546. fundargerðar bæjarráðs. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar færir Dorothee Lubecki, fráfarandi ferðamálafulltrúa Vestfjarða, þakkir fyrir vel unnin störf fyrir Vestfirðinga allt frá hausti ársins 1996. Jafnframt er henni óskað alls velfarnaðar á nýjum vettvangi.?

 


Fundargerðin 8/10.  546. fundur.


12. liður.  Bókun forseta samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


Fundargerðin 15/10.  547. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


 


Fundargerðin 3/10.  77. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


 


Fundargerðin 11/10.  88. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Fundargerðin 9/10.  292. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson,  Magnús Reynir Guðmundsson, Rannveig Þorvaldsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir, Ingi Þór Ágústsson, Gísli H. Halldórsson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Birna Lárusdóttir, forseti og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram bréf frá Kolbrúnu Sverrisdóttur dagsett 16. október s.l., þar sem hún segir af sér sem varamaður í fræðslunefnd.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun vegna þeirrar ákvörðunar forseta að leggja fram bréf Kolbrúnar Sverrisdóttur í bæjarstjórn.  ,,Mótmæli harðlega þeim furðulegu vinnubrögðum forseta bæjarstjórnar að leggja fram í bæjarstjórn bréf, frá varafulltrúa Í-lista í fræðslunefnd, sem ekki er stílað til bæjarstjórnar.  Slík vinnubrögð eru í hæsta máta óeðlileg.? 

 


Fundargerðin 9/10.  262. fundur.


Samkvæmt úrskurði forseta er tillaga Sigurðar Péturssonar við 2. lið í 547.fundargerð


bæjarráðs, undir 262. fundargerð fræðslunefndar færð undir V. lið dagskrár bæjarstjórnar


til afgreiðslu.


Tillaga Sigurðar Péturssonar felld 5-4.


Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi bókun í nafni Í-lista.  ,,Undirritaðir bæjarfulltrúar Í-lista átelja þá afstöðu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að neita því að óháður aðili leggi mat á umsækjendur um skólastjórastöðu Grunnskólans á Ísafirði.  Þessi afstaða er sérstaklega ámælisverð í ljósi þess, að annar umsækjenda er bæjarfulltrúi og fyrrverandi aðstoðarskólastjóri, sem nýverið var sagt upp störfum af sitjandi valdhöfum.  Hörmum við að ekki er vilji til þess að tryggja jafnræði umsækjenda eins vel og hægt er.?


Undirritað af Sigurði Péturssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sæmundi Kr. Þorvaldssyni.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun B og D-lista.  ,,Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar áréttar, að áður en viðtöl voru tekin við umsækjendur var athugað hvort ástæða væri til að fá ráðgjafafyrirtæki til að leggja mat á umsóknir.  Niðurstaðan varð sú að þeir þrír aðilar úr stjórnsýslu bæjarins, sem viðtölin tóku, væru fyllilega hæfir til þess, því að auki fór fimm manna fræðslunefnd yfir öll gögn málsins og hefur hún lagt til við bæjarstjórn niðurstöðu sína.  Meirihluti bæjarstjórnar telur það þjóna hagsmunum Grunnskólans á Ísafirði best, að ákvörðun um ráðningu nýs skólastjóra liggi nú þegar fyrir.?


Undirritað af Birnu Lárusdóttur, forseta, Svanlaugu Guðnadóttur, Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, Gísla H. Halldórssyni og Inga Þór Ágústssyni.

 

Magnús Reynir Guðmundsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 

1. liður.  Tillaga forseta um að bæjarstjórn fylgi meðmælum fræðslunefndar


og ráði Sveinfríði Olgu Veturliðadóttur í starf skólastjóra við


Grunnskólann á Ísafirði samþykkt 5-4.

 

Sigurður Pétursson gerði svohljóðandi grein fyrir atkvæðagreiðslu Í-lista með bókun.  ,,Vegna þess hvernig meirihluti bæjarstjórnar hefur ákveðið að standa að ráðningu skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði og hafnað því að fá umsögn óháðs aðila getum við ekki samþykkt tillögu fræðslunefndar og greiðum því atkvæði gegn málsmeðferðinni.  Fulltrúar Í-listans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar vilja undirstrika að þeir beri fullt traust til Sveinfríðar Olgu Veturliðadóttur, sem skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði og óska henni velfarnaðar í vandasömu starfi.?


Undirritað af Sigurði Péturssyni, Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sæmundi Kr. Þorvaldssyni.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir atkvæði sínu.

 


VI. Hafnarstjórn.


 Til máls tóku:  Svanlaug Guðnadóttir, Sigurður Pétursson, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Ingi Þór Ágústsson.

 


Fundargerðin 11/10.  128. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Íþrótta- og tómstundanefnd.


 


Fundargerðin 10/10.  82. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VIII. Menningarmálanefnd.


 Til máls tóku: Sigurður Pétursson og Ingi Þór Ágústsson.

 


Fundargerðin 2/10.  141. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IX. Stjórn Skíðasvæðis.

 


Fundargerðin 11/10.  18. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


X. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Svanlaug Guðnadóttir, Birna Lárusdóttir, forseti, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.


 


Fundargerðin 10/10.  275. fundur.


4. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 8-0.


13. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.

 

Fleira ekki gert og fundarbókun undirrituð.  Fundi slitið kl. 22:40.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.     


Ingi Þór Ágústsson.     


Svanlaug Guðnadóttir.    


Sigurður Pétursson.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Magnús Reynir Guðmundsson.


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?