Bæjarstjórn - 215. fundur - 13. desember 2006


Í upphafi fundar leitaði Gísli H. Halldórsson, forseti, eftir heimild fundarins til að taka á dagskrá, sem II. dagskrárlið, lántöku Ísafjarðarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

 

Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson og Sigurður Pétursson.

 

Beiðni forseta samþykkt 9-0. 

 

Dagskrá:

I. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja


 fyrir árið 2007, fyrri umræða.


II. Lántaka Ísafjarðarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

 


I. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2007, fyrri umræða.


Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sigurður Pétursson, Jóna Benediktsdóttir, Guðni G. Jóhannesson, Arna Lára Jónsdóttir, Ingi Þór Ágústsson og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2007, til fyrri umræðu og gerði grein fyrir frumvarpinu í stefnuræðu sinni.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tilkynningu.  ,,Breytingartillögur meiri- og minnihluta komi til bæjarstjóra í síðasta lagi kl. 14:00 mánudaginn 18. desember 2006, fyrir síðari umræðu ef þær eiga að fylgja útsendri dagskrá.  Þó þessi tímasetning sé sett er ekkert sem mælir gegn því að tillögur verði lagðar fram á bæjarstjórnarfundinum sjálfum við síðari umræðu fjárhagsáætlunar.?

 

Að loknum umræðum lagði Gísli H. Halldórsson, forseti, fram svohljóðandi tillögu.  ,,Legg til að frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007 og fjárhagsáætlun Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.,  ásamt gjaldskrám, verði vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, sem verður þann 21. desember 2006.? 


Tillaga forseta samþykkt 9-0.

 


II.  Lántaka Ísafjarðarbæjar hjá Lánasjóði sveitarfélaga.


Til máls tóku:  Gísli H. Halldórsson, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

 

 Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu. 


?Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 50.000.000.-, til 10 ára og 1.100.000.- EUR til 15 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar, sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir ársins, sbr. 2. gr. laga um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 136/2004.


Jafnframt er Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, kt. 250764-4059, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Ísafjarðarbæjar, að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.?


Tillaga forseta samþykkt 9-0.


 


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:35.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.    


Ingi Þór Ágústsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Magnús Reynir Guðmundsson.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. Er hægt að bæta efnið á síðunni?