Bæjarstjórn - 210. fundur - 5. október 2006

 

Fjarverandi aðalfulltrúar: Ingi Þór Ágústsson í h. st. Ingólfur Þorleifsson.  Magnús Reynir Guðmundsson í h.st. Rannveig Þorvaldsdóttir.


 


Dagskrá:


I. Fundargerðir bæjarráðs 25/9. og 2/10.


II. Fundargerð atvinnumálanefndar 27/9.


III. Fundargerð barnaverndarnefndar 21/9.


IV. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 27/9.


V. Fundargerð umhverfisnefndar 27/9.

 


I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Guðni G. Jóhannesson, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


Fundargerðin 25/9.  495. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 2/10.  496. fundur.


3. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 6-0.


5. liður. Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Pétursson, Guðni G. Jóhannesson, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Sigurður Pétursson lagði fram svohljóðandi tillögu við 3. lið 67. fundargerðar atvinnumálanefndar.  ,,Bæjarfulltrúar Í-listans lýsa yfir áhyggjum af framtíð Ísafjarðarhafnar í framhaldi af bókun atvinnumálanefndar þann 27. september s.l. og umræðu í bæjarráði 25. sama mánaðar, um erfiða fjárhagsstöðu Ísafjarðarhafna.  Bæjarfulltrúar Í-listans vilja því beina því til bæjarstjórnar, að hún samþykki að setja á fót starfshóp, sem vinni að tillögum um aukin umsvif og þjónustu Ísafjarðarhafna.  Markmiðið verði að skapa ný tækifæri fyrir viðskipti og skipaumferð.?


Eftir að strandsiglingar hafa hætt og útlit er fyrir að útflutningur frá Ísafjarðarhöfn muni jafnvel dragast enn meir saman en þegar er staðreynd, er þörf á að skoða framtíðarþróun í málefnum hafnarinnar. 

 

Höfnin hefur verið ein helsta lífæð Ísafjarðar og bæjarstjórn getur ekki horft aðgerðarlaus upp á það að hlutverk hennar sem útskipunar- og útflutningshöfn minnki meir en orðið er, að allur flutningur sé færður á veikburða þjóðvegi og fyrirtæki á Vestfjörðum fái ekki sömu þjónustu og fyrirtæki í öðrum landshlutum.


Undirritað af Sigurði Péturssyni, Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur og Rannveigu Þorvaldsdóttur.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi breytingartillögu við tillögu Í-listans.  Í stað ,,að hún samþykki að setja á fót starfshóp, sem vinni?, komi ,,að bæjarstjórn samþykkir að fela atvinnumálanefnd að vinna í samvinnu við hafnarstjórn?. 


 


Fundargerðin 27/9.  67. fundur.


3. liður. Breytingartillaga forseta samþykkt 9-0.


3. liður.  Tillaga Í-lista með áorðnum breytingum samþykkt 9-0.  


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 21/9.  72. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Guðný Stefanía Stefánsdóttir og Jóna Benediktsdóttir.

 


Fundargerðin 27/9.  65. fundur.


1. liður. Tillaga íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt 9-0.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


V. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Gísli H. Halldórsson, forseti, Sigurður Pétursson, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jóna Benediktsdóttir, Guðni G. Jóhannesson og Arna Lára Jónsdóttir.

 

Gísli H. Halldórsson, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 10. lið 240. fundargerðar umhverfisnefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafnar umsókn um sölu eða leigu á Kirkjubóli VI í Engidal.  Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti kaup á þessari eign á fundi sínum þann 6. maí 2002 í þeim tilgangi að fjarlægja grunn og húshluta af lóðinni Kirkjubóli VI.?

 


Fundargerðin 27/9.  240. fundur.


4. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar um höfnun byggingarleyfis samþykkt 9-0.


9. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


10. liður.  Tillaga meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 5-4.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun við 10. lið umhverfisnefndar.


,,Í-listinn harmar framkomna tillögu meirihlutans að hafna umsókn um sölu eða leigu á Kirkjubóli VI.  Umsækjendur höfðu hug á að nota húseignina, sem hefur staðið ónotuð, til uppbyggingar atvinnulífs og þykir fulltrúum Í-listans leitt að meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vilji ekki verða við óskum þeirra frumkvöðla sem hér eiga í hlut.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Sigurði Péturssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur og Jónu Benediktsdóttur.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 8-0.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 21:14.

 

Þorleifur Pálsson, ritari.


Gísli H. Halldórsson, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.     


Ingólfur Þorleifsson.


Guðný Stefanía Stefánsdóttir.    


Sigurður Pétursson.


Arna Lára Jónsdóttir.     


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.Er hægt að bæta efnið á síðunni?