Bæjarstjórn - 204. fundur - 1. júní 2006


Upptaka frá bæjarstjórnarfundinum.


Fjarverandi aðalfulltrúi.  Bryndís G. Friðgeirsdóttir í h. st. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.


Í upphafi fundar leitaði Birna Lárusdóttir, forseti, eftir athugasemdum um, að fundargerð bæjarráðs frá 482. fundi var ekki í útsendri dagskrá þótt hún væri dagskrárliður, en dreift síðar.  Engar athugasemdir komu fram.



Dagskrá:


I. Fundargerð bæjarráðs 30/5.


II. Fundargerð barnaverndarnefndar 24/5.


III. Fundargerð félagsmálanefndar 23/5.


IV. Fundargerð harnarstjórnar 16/5.


V. Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 24/5.


VI. Fundargerð umhverfisnefndar 24/5.



I. Bæjarráð.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Guðni G. Jóhannesson, Ragnheiður Hákonardóttir,  Ingi Þór Ágústsson, Lárus G. Valdimarsson, Svanlaug Guðnadóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Sæmundur Kr. Þorvaldsson og Magnús Reynir Guðmundsson.  


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu meirihluta bæjarstjórnar við 1. lið 482. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir tillögu tölvunefndar um kaup á tölvubúnaði, endurnýjun tölvusamskiptabúnaðar, kaup á IP símkerfi og endurnýjun á tölvuvélasal. Kostnaður við þessar fjárfestingar eru um 21,1 m.kr. og dreifist sá kostnaður á þrjú ár. Kostnaður árið 2006 er innan við 5,5 m.kr., sem er í samræmi við fjárhagsáætlun?.


Lárus G. Valdimarsson lagði fram svohljóðandi tillögu við 10. lið 482. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn samþykkir að veita Skógræktarfélagi Dýrafjarðar styrk að upphæð kr. 300.000.- vegna gróðursetningar 10.000 trjáplantna sumarið 2006.  Upphæðin færist á liðinn 21-81-995-1.


Greinargerð.  Skógræktarfélag Dýrafjarðar sótti um umhverfisstyrk að upphæð kr. 330.000.- til þessa verkefnis með bréfi þann 17. mars s.l.  Umhverfisnefnd sá sér ekki fært að styrkja félagið að þessu sinni, (232. fundur umhverfisnefndar 10. maí s.l.) og ekki heldur að styrkja Skógræktarfélag Ísafjarðar.  Bæjarráð hefur samþykkt styrk frá Ísafjarðarbæ til Skógræktarfélags Ísafjarðar að upphæð kr. 300.000.- og er þessi tillaga flutt til að tryggja að jafnræðis sé gætt milli umsækjenda.


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi tillögu við 1. lið 482. fundargerðar bæjarráðs.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir, að bjóða út kaup á tölvubúnaði, endurnýjun tölvusamskiptabúnaðar, kaup á IP símkerfi og endurnýjun á tölvuvélasal, enda hlýtur að teljast eðlilegt að allir sitji við sama borð þegar slík viðskipti á vegum bæjarfélagsins eru gerð.?  Undirritað af Magnúsi Reyni Guðmundssyni.             


 


Fundargerðin 30/5.  482 . fundur.


1. liður.  Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar felld 5-1.


Halldór Halldórsson, gerði grein fyrir mótatkvæði sínu með svohljóðandi bókun.


,,Tel að tölvunefnd hafi rökstutt vandlega hvers vegna kaup á tölvubúnaði voru ekki boðin út?.


1. liður. Tillaga borin fram af meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 5-0.


3. liður. Tillaga bæjarráðs verði samþykkt með þeirri kvöð, að húseignin er seld til


flutnings af núverandi stað við Túngötu á Ísafirði.  Samþykkt 8-0. 


5. liður.  Tillaga bæjarráðs samþykkt 9-0.


10. liður.  Tillaga Lárusar G. Valdimarssonar samþykkt 8-0.


Sæmundur G. Þorvaldsson óskaði bókaða hjásetu sína.


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.



II. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 24/5.  69. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



III. Félagsmálanefnd.


Fundargerðin 23/5.  269. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



IV. Hafnarstjórn.


Fundargerðin 16/5.  115. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



V. Íþrótta- og tómstundanefnd.


Fundargerðin 24/5.  62. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.



VI. Umhverfisnefnd.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir,forseti, Ragnheiður Hákonardóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Sæmundur Kr. Þorvaldsson.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun við 7. lið 233. fundargerðar umhverfisnefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að ekki stendur til að byggja á Austurvelli eða breyta garðinum frá því sem nú er. Aðalskipulagi er breytt til samræmis við deiliskipulag frá 16. október 1997, til að framkvæmdir við skólabyggingu geti hafist. Síðar verður gerð breyting á skipulaginu til að staðfesta þann vilja bæjarstjórnar að Austurvöllur verði áfram skilgreindur sem skrúðgarður?.



Fundargerðin 24/5.  233. fundur.


6. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


7. liður.  Bókun meirihluta bæjarstjórnar samþykkt 7-1.


Fundargerðin í heild sinni staðfest 9-0.



Önnur mál.


Síðasti fundur bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á kjörtímabilinu 2002-2006.


Til máls tóku:  Birna Lárusdóttir, forseti, Ragnheiður Hákonardóttir og Guðni G. Jóhannesson.


Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi bókun í lok fundar.  ,,Þar sem nú er að ljúka síðasta bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins 2002-2006, vill forseti bæjarstjórnar þakka bæjarfulltrúum, bæjarritara og starfsmönnum bæjarskrifstofu gott og farsælt samstarf s.l. fjögur ár.  Nefndarfólki sem og öðrum starfsmönnum Ísafjarðarbæjar eru einnig færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.? 


Undirritað af Birnu Lárusdóttur, forseta.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 17:48.


Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.     


Svanlaug Guðnadóttir.


Ragnheiður Hákonardóttir.    


Ingi Þór Ágústsson.


Lárus G. Valdimarsson.    


Sæmundur Kr. Þorvaldsson.          


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?