Bæjarstjórn - 203. fundur - 26. maí 2006



Dagskrá:


I. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006, leiðréttingar frá Hagstofu Íslands ofl.


II. Tilnefningar í undirkjörstjórnir vegna forfalla á kjördegi.



I. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006, leiðréttingar frá Hagstofu Íslands o.fl.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti,


Borist hafa frá Hagstofu Íslands neðangreindar leiðréttingar á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Ísafjarðarbæ þann 27. maí n.k.


1. Bréf Hagstofu Íslands dagsett þann 24. maí s.l., þar sem fram kemur, að í ljós hefur komið að Jolanta Ryszczak, kt. 080172-2229, Aðalstræti 8, Ísafirði, var vegna mistaka ekki á kjörskrárstofni sem Ísafjarðarbæ var sendur samkvæmt 4. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.  Konan er pólskur ríkisborgari.  Hagstofan vekur athygli bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á þessu, svo taka megi konuna á kjörskrá með leiðréttingu, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 5/1998.


Bæjarstjórn samþykkir að Jolanta Ryszczak verði tekin á kjörskrá 9-0.


2. Bréf Hagstofu Íslands dagsett 17. maí s.l., þar sem tilkynnt er að Stanislaw Awgutowicz, kt. 080571-2329, Sætúni 1, Suðureyri, hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og hefur Hagstofan breytt skráningu viðkomandi í þjóðskrá til samræmis við það.


Lagt fram til kynningar.


3. Bréf Hagstofu Íslands dagsett 22. maí s.l., þar sem tilkynnt er að Helga Ingeborg Hausner, kt. 151151-2059, Seljalandsvegi 85, Ísafirði, hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og hefur Hagstofan breytt skráningu viðkomandi í þjóðskrá til samræmis við það.


Lagt fram til kynningar.


4. Bréf Hagstofu Íslands dagsett 22. maí s.l., þar sem tilkynnt er að Agnieszka Ciecka, kt. 220776-2209, Aðalstræti 15, Ísafirði, hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og hefur Hagstofan breytt skráningu viðkomandi í þjóðskrá til samræmis við það.


Lagt fram til kynningar.


5. Bréf Hagstofu Íslands dagsett 24. maí s.l., þar sem tilkynnt er að Atthapong Siangma, kt. 030681-2159, Sætúni 12, Suðureyri, hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og hefur Hagstofan breytt skráningu viðkomandi í þjóðskrá til samræmis við það.


Lagt fram til kynningar.


6. Neðangreindur einstaklingur lést þann 25. maí s.l. og er því felldur út af kjörskrárstofni Hagstofu Íslands.


Kristjana Ólafsdóttir, kt. 170717-2799, Smiðjugötu 11, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar. 


 


II. Tilnefningar í undirkjörstjórnir vegna forfalla á kjördegi.


Borist hafa eftirfarandi tilkynningar um breytingar á skipan undirkjörstjórna vegna forfalla áður kjörinna fulltrúa.


Undirkjörstjórnir.


Þingeyri:      Sigurður Þ. Gunnarsson verður aðalmaður í stað Hallgríms Sveinssonar.


Flateyri:       Ólína E. Sigurðardóttir verður varamaður í stað Helgu D. Kristjánsdóttur.


Ísafjörður:    Friðbjörn Óskarsson verður aðalmaður í stað Jóhanns K. Torfasonar.


                     Hrefna Magnúsdóttir verður aðalmaður í stað Eiríks Gíslasonar.


                    Jónas Þ. Birgisson verður aðalmaður í stað Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur.


                     Hilmar Þorbjörnsson verður varamaður í stað Jóhannesar G. Guðnasonar.


Ofangreindar breytingar samþykktar 9-0.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 13:10.


Þorleifur Pálsson, ritari.    


Birna Lárusdóttir, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.     


Svanlaug Guðnadóttir.


Ragnheiður Hákonardóttir.   


Ingi Þór Ágústsson.


Lárus G. Valdimarsson.    


Bryndís G. Friðgeirsdóttir.        


Magnús Reynir Guðmundsson.   


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.






Er hægt að bæta efnið á síðunni?