Bæjarstjórn - 203. fundur - 26. maí 2006Dagskrá:


I. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006, leiðréttingar frá Hagstofu Íslands ofl.


II. Tilnefningar í undirkjörstjórnir vegna forfalla á kjördegi.I. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 27. maí 2006, leiðréttingar frá Hagstofu Íslands o.fl.


Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti,


Borist hafa frá Hagstofu Íslands neðangreindar leiðréttingar á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Ísafjarðarbæ þann 27. maí n.k.


1. Bréf Hagstofu Íslands dagsett þann 24. maí s.l., þar sem fram kemur, að í ljós hefur komið að Jolanta Ryszczak, kt. 080172-2229, Aðalstræti 8, Ísafirði, var vegna mistaka ekki á kjörskrárstofni sem Ísafjarðarbæ var sendur samkvæmt 4. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.  Konan er pólskur ríkisborgari.  Hagstofan vekur athygli bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á þessu, svo taka megi konuna á kjörskrá með leiðréttingu, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 5/1998.


Bæjarstjórn samþykkir að Jolanta Ryszczak verði tekin á kjörskrá 9-0.


2. Bréf Hagstofu Íslands dagsett 17. maí s.l., þar sem tilkynnt er að Stanislaw Awgutowicz, kt. 080571-2329, Sætúni 1, Suðureyri, hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og hefur Hagstofan breytt skráningu viðkomandi í þjóðskrá til samræmis við það.


Lagt fram til kynningar.


3. Bréf Hagstofu Íslands dagsett 22. maí s.l., þar sem tilkynnt er að Helga Ingeborg Hausner, kt. 151151-2059, Seljalandsvegi 85, Ísafirði, hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og hefur Hagstofan breytt skráningu viðkomandi í þjóðskrá til samræmis við það.


Lagt fram til kynningar.


4. Bréf Hagstofu Íslands dagsett 22. maí s.l., þar sem tilkynnt er að Agnieszka Ciecka, kt. 220776-2209, Aðalstræti 15, Ísafirði, hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og hefur Hagstofan breytt skráningu viðkomandi í þjóðskrá til samræmis við það.


Lagt fram til kynningar.


5. Bréf Hagstofu Íslands dagsett 24. maí s.l., þar sem tilkynnt er að Atthapong Siangma, kt. 030681-2159, Sætúni 12, Suðureyri, hefur öðlast íslenskan ríkisborgararétt og hefur Hagstofan breytt skráningu viðkomandi í þjóðskrá til samræmis við það.


Lagt fram til kynningar.


6. Neðangreindur einstaklingur lést þann 25. maí s.l. og er því felldur út af kjörskrárstofni Hagstofu Íslands.


Kristjana Ólafsdóttir, kt. 170717-2799, Smiðjugötu 11, Ísafirði.


Lagt fram til kynningar. 


 


II. Tilnefningar í undirkjörstjórnir vegna forfalla á kjördegi.


Borist hafa eftirfarandi tilkynningar um breytingar á skipan undirkjörstjórna vegna forfalla áður kjörinna fulltrúa.


Undirkjörstjórnir.


Þingeyri:      Sigurður Þ. Gunnarsson verður aðalmaður í stað Hallgríms Sveinssonar.


Flateyri:       Ólína E. Sigurðardóttir verður varamaður í stað Helgu D. Kristjánsdóttur.


Ísafjörður:    Friðbjörn Óskarsson verður aðalmaður í stað Jóhanns K. Torfasonar.


                     Hrefna Magnúsdóttir verður aðalmaður í stað Eiríks Gíslasonar.


                    Jónas Þ. Birgisson verður aðalmaður í stað Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur.


                     Hilmar Þorbjörnsson verður varamaður í stað Jóhannesar G. Guðnasonar.


Ofangreindar breytingar samþykktar 9-0.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og undirrituð.  Fundi slitið kl. 13:10.


Þorleifur Pálsson, ritari.    


Birna Lárusdóttir, forseti.


Guðni G. Jóhannesson.     


Svanlaug Guðnadóttir.


Ragnheiður Hákonardóttir.   


Ingi Þór Ágústsson.


Lárus G. Valdimarsson.    


Bryndís G. Friðgeirsdóttir.        


Magnús Reynir Guðmundsson.   


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.


Var efnið á síðunni hjálplegt?