Bæjarráð - 968. fundur - 20. mars 2017

Dagskrá:

1.  

Styrkbeiðni til ráðstefnunnar "Skemmtiferðaskip á réttri leið?" - 2017010042

 

Lagt fram bréf Birnu Lárusdóttur, verkefnastjóra Háskólaseturs Vestfjarða, sem barst með tölvupósti 14. mars sl., þar sem óskað er eftir styrk til ráðstefnuhalds vegna ráðstefnunnar "Skemmtiferðaskip á réttri leið?" sem haldin verður 3.-4. apríl nk.

 

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ljúka því í samráði við hafnarstjóra.

 

   

2.  

Tjaldsvæði - Flateyri - 2016050086

 

Lagður fram tölvupóstur frá forsvarsmönnum Litlabýlis Guesthouse ehf., dags. 16. mars sl., þar sem óskað er eftir framlengingu á leigusamningi um tjaldsvæðið á Flateyri.

 

Bæjarráð samþykkir framlengingu á leigusamningi um 3 ár, með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar.

 

   

3.  

Mat á burðarþoli Ísafjarðardjúps m.t.t. sjókvíaeldis - 2017030052

 

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Þorvaldsdóttur, f.h. Hafrannsóknastofnunar, dagsettur 13. mars sl., ásamt bréfi, dagsettu 10. mars sl., og greinargerð varðandi burðarþol Ísafjarðardjúps m.t.t. sjókvíaeldis.

 

Bæjarráð fagnar því að fyrir liggi burðarþolsmat fyrir Ísafjarðardjúp m.t.t. fiskeldis.

 

   

4.  

Lánasjóður - ýmis erindi 2016 - 2017 - 2016040045

 

Lagt fram fundarboð Óttars Guðjónssonar, framkvæmdastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga á aðalfund sjóðsins vegna ársins 2016, ódagsett en barst með tölvupósti 8. mars sl. Fundurinn verður haldinn 24. mars nk. kl 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Heimsókn bæjarstjóra til Færeyja - 2017020047

 

Umræður um fyrirhugaða heimsókn til Færeyja

 

Áveðið að bæjarfulltrúar taki þátt í ferðinni, sem jafnframt verði kynnisferð í fiskeldi Færeyinga.

 

   

6.  

Málstofa um hverfisráð og íbúalýðræði, undirbúningur og skipulag - 2016110026

 

Lögð er fram dagskrá málþings um íbúasamráð "Hvernig gerum við góðan bæ betri?" sem fer fram laugardaginn 25. mars nk. í Edinborgarhúsinu.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna) - 2017020032

 

Lagður fram tölvupóstur Kristjönu Benediktsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 10. mars sl. þar sem umsagnar er óskað um frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna), 119. mál. Umsögn berist eigi síðar en 24. mars nk.

 

Lagt fram til kynningar og vísað til félagsmálanefndar til umsagnar.

 

   

8.  

Frumvarp til laga um tekjustofn sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars) - 2017020032

 

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 14. mars sl. þar sem umsagnar er óskað um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (afnám lágmarksútsvars), 120. mál. Umsögn berist eigi síðar en 30. mars nk.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa) - 2017020032

 

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 16. mars sl. þar sem umsagnar er óskað um frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa), 236. mál. Umsögn berist eigi síðar en 26. mars nk.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna - 2017020032

 

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 15. mars sl. þar sem umsagnar er óskað um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga), 234. mál. Umsögn berist eigi síðar en 29. mars nk.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

11.  

Félagsmálanefnd - 416 - 1703008F

 

Fundargerð 416. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 14. mars sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 8:36

 

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Hjördís Þráinsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?