Bæjarráð - 966. fundur - 6. mars 2017

Dagskrá:

1.  

Gjaldskrá Safnahúss, fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Lagt er fram minnisblað Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Safnahússins, dags. 1. mars sl., þar sem óskað er eftir þremur breytingum á gjaldskrá Safnahússins.

 

Bæjarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í bæjarstjórn.

 

   

2.  

Nýherji - breyting á verðskrá - 2016060013

 

Lagt fram bréf Gunnars Zoega, f.h. Nýherja, þar sem tilkynnt er um 5,9% verðhækkun á útseldri tímavinnu starfsmanna, til að mæta hækkun launa á vinnumarkaði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Málþingið Vestfirska vorið - 2017020183

 

Lagt fram bréf Hermanns Bjarnar Þorsteinssonar, sem barst með tölvupósti 27. febrúar sl., vegna málþings sem haldið verður á Flateyri 5. og 6. maí nk. og ber heitir "Vestfirska vorið". Markmið málþingsins er að vekja athygli á vestfirsku samfélagi og málefnum dreifðra byggða á Íslandi.
Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær sjái um fríar ferðir til og frá Ísafjarðarflugvelli, fyrir gesti málþingsins.

 

Bæjarráð samþykkir erindið.

 

   

4.  

Styrktarsjóður EBÍ 2017 - 2017020194

 

Lagt fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, dagsett 23. febrúar sl. Vakin er athygli á að umsóknarfrestur um styrk úr sjóðnum er til aprílloka, og kynntar eru breytingar á reglum sjóðsins.

 

Bæjarráð felur sviðsstjórum að sækja um styrk til Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands.

 

   

5.  

Barnasýningar í boði Þjóðleikhússins - 2016060097

 

Lagður fram tölvupóstur Ara Matthíassonar, þjóðleikhússtjóra, dagsettur 28. febrúar sl., þar sem hann þakkar fyrir samstarfið um leiksýninguna Lofthrædda örninn Örvar, sem sýnd var sl. haust.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur menntamálaráðherra og forsvarsmenn Þjóðleikhússins til að gera Þjóðleikhúsinu kleift að vera þjóðleikhús allra landsmanna, t.d. þannig að ekki þurfi að kosta sérstaklega til að börn á landsbyggðinni fái að njóta sýninga Þjóðleikhússins.

 

   

6.  

Íbúðamarkaðurinn á Ísafirði - 2017010050

 

Lögð er fram til kynningar úttekt Reykjavík Economics á íbúðamarkaðinum í Ísafjarðarbæ, dags. í desember 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Þjónustukjarni á Þingeyri - Blábanki - 2015100017

 

Kynnt eru drög að samningi vegna stofnunar Blábankans.

 

Bæjarráð vísar samningum til bæjarstjórnar.

 

   

8.  

31. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2017020096

 

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 25. febrúar sl., með boði á 31. landsþing sambandsins, sem haldið verður 24. mars nk.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Act Alone - styrkbeiðni - 2017020093

 

Lagður fram að nýju tölvupóstur Elfars Loga Hannessonar, dagsettur 17. febrúar sl., þar sem hann óskar eftir auknum fjárstuðningi Ísafjarðarbæjar við hátíðina Act Alone. Framtíð leiklistarhátíðarinnar er í húfi vegna erfiðleika við fjármögnun.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka að fjárhæð kr. 200.000,- vegna viðbótarstyrks til Act Alone 2017 og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja styrkveitinguna.

Bæjarráð telur óásættanlegt að leikhúsi á landsbyggðinni, utan Akureyrar og Reykjavíkur, sé ekki veittur fjárstuðningur og Act Alone sé dæmi um leikviðburð sem eðlilegt er að fái fjármagn frá ríkinu.

 

   

10.  

Uppbyggingasamningar við SFÍ vegna Tungudals 2017-2019 - 2017020028

 

Kynnt eru drög að uppbyggingasamningi við Skíðafélag Ísfirðinga vegna uppbyggingar í Tungudal, þar sem lagt er til að framlag Ísafjarðarbæjar verði 4 milljónir á árinu 2017 og 3 milljónir á ári árin 2018 og 2019.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi uppbyggingasamning við Skíðafélag Ísfirðinga vegna uppbyggingar í Tungudal.

 

   

11.  

Beiðni um viðbótarstuðning á leikskóla - 2017030009

 

Kynnt er minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, um heimild til að ráða starfsmann til að sinna einstaklingsþjálfun nemanda í leikskóla á tímabilinu 15. mars - 15. ágúst 2017.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjóra að gera viðauka vegna beiðninnar og leggja fram til samþykktar í bæjarstjórn.

 

   

12.  

Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

 

Kynnt er minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dags. 3. mars 2017, varðandi úttekt á frárennslislögnum Ísafjarðarbæjar. Í minnisblaðinu leggur sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs til að samið verði við Verkís hf. um framkvæmd verksins.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera viðauka vegna verksins og leggja fram til samþykktar í bæjarstjórn.

 

   

15.  

Samgönguáætlun 2014-2018 - 2015040052

 

Umræður um breytingar á Samgönguáætlun sem tilkynntar voru 2. mars sl.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar mótmælir þeirri stefnu stjórnvalda að fjármagna ekki samgöngukerfi landsins með þeim hætti sem nauðsynlegt er og líta þar með framhjá þeirri miklu þörf sem er í uppbyggingu innviða. Bætt samgöngukerfi er ein af forsendum þeirrar uppbyggingar sem þarf að eiga sér stað á Íslandi vegna vaxtar atvinnulífsins á sviði ferðamála og fiskeldis.

 

   

16.  

Gjaldskrár - Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

 

Umræður um gjaldskrár 2018.

 

Umræður fóru fram um gjaldskrárbreytingar á árinu 2018.

 

   

13.  

Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019

 

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. mars sl., ásamt fundargerð 847. fundar stjórnar sambandsins, sem haldinn var 24. febrúar sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

14.  

Öldungaráð - 5 - 1702016F

 

Lögð er fram fundargerð 5. fundar öldungaráðs, sem haldinn var 14. febrúar sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:08 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?