Bæjarráð - 959. fundur - 16. janúar 2017

Dagskrá:

1.  

Sjókvíaeldi í ísafjarðardjúpi - Háafell - 2016020056

 

Lagt er fram bréf Sigmars Arnars Steingrímssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 6. desember sl., þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á frummatsskýrslu um allt að 6.800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum á vegum Háafells, í Ísafjarðardjúpi. Umsögn var óskað fyrir 9. janúar 2017.
Erindið var tekið fyrir á 469. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar og vísast til umsagnar nefndarinnar um erindið.

 

Bæjarráð tekur undir eftirfarandi umsögn skipulags- og mannvirkjanefndar:
"Það er sérhverju samfélagi, stóru sem smáu, nauðsynlegt að geta nýtt aðliggjandi auðlindir sér og íbúum sínum til hagsbóta. Í því samhengi skiptir gríðarlega miklu máli að sú auðlindanýting skapi störf á svæðinu og auki hagsæld íbúanna, fyrirtækjanna og samfélaganna í heild.
Á þeim forsendum hafa sveitarfélög á Vestfjörðum í fjölda ára haldið á lofti þeirri kröfu að skipulagsvald sveitarfélaga nái til fjarða, flóa og allt að eina mílu út fyrir grunnlínupunkta.
Fyrir allnokkrum árum hófst vinna við strandsvæðaskipulag í Ísafjarðardjúpi að frumkvæði sveitarfélaga og Fjórðungsambands Vestfirðinga. Sú vinna hefur hinsvegar legið í dvala í þónokkurn tíma vegna fjárskorts og áhugaleysis ríkisvaldsins.
Því má segja að það skorti heildstæða áætlun sem mótar framtíðarsýn í fiskeldi við Ísafjarðardjúp. Heildarskipulag sem gerir grein fyrir markmiðum og ákvörðunum viðkomandi stjórnvalda um framtíð fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Hver er framtíðarsýnin, hvaða markmið eru sett, hver eru áætluð viðmið og hvernig á að framfylgja stefnu. Einnig hafa bæjaryfirvöld áhyggjur af því að að ekki liggi fyrir umhverfismat á heildarálagi fiskeldis, þar sem sammögnunaráhrif alls fiskeldis í Ísafjarðardjúpi eru metin. Hversu víðtæk eru áhrif fiskeldis, s.s. langtímaáhrif og áhrif á stærri svæði. Hver eru samlegðaráhrif margra fiskeldisleyfa og afleidd áhrif s.s. efnahagslega, félagslega og umhverfislega.
Í frummatsskýrslu Háafells er gert ágætlega grein fyrir hvaða áhrif framkvæmdin getur haft á áðurnefnda þætti. Áætlað er að starfsemi Háafells verði að verulegu eða öllu leiti innan sveitarfélaga á svæðinu og efnahagsleg og samfélagsleg áhrif verða því umtalsverð og jákvæð. Umhverfisáhrif verða einhver, en eins og segir í skýrslunni að verulegu leiti afturkræf og mögulegt að lágmarka með mótvægisaðgerðum.
Í ljósi þess sem hér hefur verið tínt til gerir skipulags og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar ekki athugasemd við Frummatsskýrslu Háafells vegna 6800 tonna framleiðslu á laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi."

 

   

2.  

Aukin vetrarþjónusta á vegum í dreifbýli Ísafjarðarbæjar - 2017010038

 

Lagt fram bréf Guðmundar Steinars Björgmundssonar, f.h. Búnaðarfélagsins Bjarma, dagsett 9. janúar sl. Óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ vegna vetrarþjónustu á vegum í dreifbýli Ísafjarðarbæjar.

 

Eins og fram kom á fundi Búnaðarfélgsins Bjarma með Vegagerðinni, bæjarstjóra og forstöðumanni þjónustumiðstöðvar þann 5. desember sl. er mikill vilji hjá Ísafjarðarbæ til að leita leiða svo bæta megi snjómokstur umfram það sem hann er í dag. Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar og bæjarstjóri hafa verið með þetta mál til skoðunar og meðal annars rætt við Vegagerðina í framhaldi fundarins. Vonast er til að hægt verði að þoka þessum málum til betri vegar.

 

   

3.  

Ársskýrsla 2016 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2017010040

 

Lögð fram ársskýrsla slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2016.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

4.  

Almenningssamgöngur - útboð 2016 - 2016040042

 

Lögð eru fram til kynningar drög að útboðsgögnum almenningssamgangna í Ísafjarðarbæ og skólaakstur í Skutulsfirði 2017-2021.

 

Lagt fram til kynningar. Hverfisráðum og Héraðssambandi Vestfirðinga hefur verið send tillaga að tímatöflu til umsagnar.

 

 

Gestir

 

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - 08:27

 

   

5.  

Úttekt frárennslislagna 2016 - 2016110066

 

Lagðar eru fram til kynningar niðurstöður verðkönnunar á úttekt á fráveitumálum Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að gera viðauka til að hægt verði að kaupa úttekt á fráveitumálum Ísafjarðarbæjar.


Brynjar Þór Jónasson yfirgaf fundinn kl. 08:30.

 

   

6.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lögð er fram að nýju beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. desember sl., um umsögn vegna umsóknar Guðrúnar Hönnu Óskarsdóttur, Neðri-Breiðadal, um nýtt rekstrarleyfi vegna veitingastaðar í flokki II. Jafnframt er lögð fram ný umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 13. janúar sl.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis vegna Neðri-Breiðadals.

 

   

7.  

Samstarfssamningur - 2005090047

 

Lagt er fram bréf Elfars Loga Hannessonar, f.h. Kómedíuleikhússins, dags. 15. desember sl., þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi Kómedíuleikhússins við Ísafjarðarbæ.

 

Bæjarráð vísar beiðninni til umsagnar í atvinnu- og menningarmálanefnd.

 

   

8.  

Áhugi á vatnskaupum af Ísafjarðarbæ - 2016080046

 

Lagt er fram afrit af bréfi Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 10. janúar sl., með svari við fyrirspurnum fyrirtækis sem hefur áhuga vatnskaupum af Ísafjarðarbæ.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Beiðni um styrk vegna námskeiðsins "Bootcamp for Youthworkers" - 2017010042

 

Lagður fram tölvupóstur Guðmundar Ara Sigurjónssonar, formanns Félags fagfólks í frítímaþjónustu, dagsettur 9. janúar sl, ásamt bréfi með styrkumsókn. Óskað er eftir 400.000,- kr. styrk frá Ísafjarðarbæ vegna námskeiðsins "Bootcamp for Youthworkers", sem er námskeið fyrir æskulýðsstarfsfólk.

 

Bæjarráð hafnar beiðninni.

 

   

10.  

DMP landshlutaáætlanir - Svæðisráð Vestfjarða - 2017010044

 

Lagður fram tölvupóstur Díönu Jóhannsdóttur, f.h. Visit Westfjords, dagsettur 2. janúar sl., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í svæðisráð Vestfjarða.

 

Bæjarráð tilnefnir Jón Pál Hreinsson, bæjarstjóra í Bolungarvík, sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í svæðisráð Vestfjarða. Svæðisráð Vestfjarða er skipað til að taka ákvörðun um hversu margar DMP áætlanir eru unnar á hverju markaðsstofusvæði auk þess að tilnefna tengiliði fyrir hverja DMP áætlun.

 

   

11.  

Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur 2016 - 2016100073

 

Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. janúar sl., með hugmyndum um aðkomu Ísafjarðarbæjar að BsVest og þjónustusvæði um málefni fatlaðs fólks á Vestfjörðum.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna fyrir hinum sveitarfélögunum í BsVest þær tillögur Ísafjarðarbæjar um þjónustu við fatlað fólk í framtíðinni sem kynnt er í minnisblaðinu.

 

   

12.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 469 - 1701001F

 

Lögð er fram fundargerð 469. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. janúar sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 39 - 1701005F

 

Fundargerð 39. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 10. janúar sl., fundargerð er í 2 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:03

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?