Bæjarráð - 958. fundur - 9. janúar 2017

1.  

Sindragata 4a - umsókn um stofnframlag. - 2016100023

 

Lagður fram tölvupóstur Hrafnhildar Sifjar Hrafnsdóttur, f.h. Íbúðalánasjóðs, dagsettur 30. desember sl., ásamt bréfi sjóðsins til Ísafjarðarbæjar. Sótt var um úthlutun stofnframlags vegna byggingar almennra íbúða að Sindragötu 4a, og í bréfinu gefur úthlutunarnefnd Íbúðalánasjóðs Ísafjarðarbæ kost á að breyta umsókn sinni til samræmis við athugasemdir nefndarinnar.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og laga umsóknina til samræmis við athugasemdir nefndarinnar.

 

   

2.  

Samskip - hækkun á þjónustugjöldum - 2017010013

 

Lögð fram tilkynning frá Samskipum, ódagsett, þar sem tilkynnt er um hækkun á þjónustugjöldum frá og með 1. janúar 2017. Þjónustugjöld munu hækka um 7-12% að jafnaði og sett verður á sérstakt strandferðagjald vegna sjóflutnings frá Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík, kr. 42.000.- á hvern gám.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir skýringum hjá Samskipum hvers vegna verið er að leggja sérstakt strandflutningagjald á gámaflutninga og hvort rétt sé að gjaldið verði eingöngu lagt á landsbyggðir og hvort hluti landsbyggða verði undanþeginn.

 

   

3.  

Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

 

Lögð fram drög að samkomulagi milli Vegagerðarinnar og Ísafjarðarbæjar um greiðslu fullnaðarbóta vegna byggingar Bolungarvíkurganga, þ.á.m. vegna skerðingar á aðstöðu Hestamannafélagsins Hendingar að Búðartúni í Hnífsdal.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drögin að samkomulaginu verði samþykkt.

Jónas Þór Birgisson leggur fram eftirfarandi bókun:
„Undirritaður lýsir yfir ánægju með að samningi við Vegagerðina hafi verið lokið á þeim nótum sem lagt hafði verið upp með á árinu 2013.“

 

   

4.  

Ýmis erindi og fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019

 

Lagður fram tölvupóstur Klöru E. Finnbogadóttur f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 4. janúar sl., þar sem vakin er athygli á Degi leikskólans sem haldinn verður hátíðlegur í tíunda sinn þann 6. febrúar 2017.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis erindi og fundargerðir 2016 - 2016020019

 

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 21. desember sl., ásamt fundargerð 845. fundar Sambandsins sem haldinn var 16. desember sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081

 

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 6. janúar sl, um skatttekjur og laun frá janúar til nóvember 2016. Þar má sjá að útsvarstekjur eru 5,7 milljónum króna yfir áætlun og eru 1.614 milljónir króna fyrir tímabilið. Jöfnunarsjóður er 1,8 milljónum króna yfir áætlun eða 642 milljónir króna. Að lokum er launakostnaður 3,8 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 1.884 milljónum króna fyrir fyrstu 11 mánuði ársins 2016.

 

Helga fór yfir minnisblaðið og umræður fóru fram á fundinum.

 

 

Gestir

 

Helga Ásgeirsdóttir, sérfræðingur á fjármálasviði - 08:25


Helga Ásgeirsdóttir yfirgefur fundinn kl. 8:30.

 

   

7.  

Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 og 2016-2025 - 2014050071

 

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dagsettur 4. janúar sl., ásamt umsögn sambandsins um drög að kerfisáætlun Landsnets 2016-2025.

 

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi umsögn Ísafjarðarbæjar um kerfisáætlun Landsnets 2016-2025:
„Þann 18. janúar 2016 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar eftirfarandi ályktun vegna Hvalárvirkjunar og hringtengingar raforku um Ísafjarðardjúp.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skorar á Landsnet, ríkisstjórn Íslands, Alþingi og Orkustofnun að vinna sem fyrst tímasetta áætlun sem tryggt getur nýtingu orkuauðlinda á Vestfjörðum samhliða því að styrkja markvisst flutningskerfi raforku til og um Vestfirði.
Mikilvægt er að nýr afhendingarstaður raforku verði skilgreindur innarlega við Ísafjarðardjúp, sem tengipunktur fyrir nýjar virkjanir á Ströndum og við Ísafjarðardjúp. Sá tengipunktur verður fyrirsjáanlega hornsteinninn í uppbyggingu raforkukerfis Vestfjarða og verður ákvörðun um þá staðsetningu að liggja fyrir á næstu vikum, til að tefja ekki frekar áframhald undirbúnings virkjanaframkvæmda í Hvalá.
Ennfremur ítrekar bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þá kröfu sína að þessar framkvæmdir verði nýttar til að bæta raforkuöryggi og færa raforkukerfi Vestfjarða til nútímans með hringtengingu um Vestfirði. Háspennulína sem tengir Ísafjörð, Súðavík og Hólmavík í gegnum nýjan afhendingarstað raforku við Djúp mun stórbæta afhendingaröryggi raforku á öllum Vestfjörðum, tryggja bestu möguleika Landsnets á að standa við sína afhendingarskyldu og uppfylla markmið íslenskra stjórnvalda um að samfélög á Íslandi standi jafnfætis í þessum efnum.
Fleiri sveitarfélög á Vestfjörðum hafa ályktað á sömu lund.
Ályktunin gengur efnislega í sömu átt og öll markmið kerfisáætlunar eiga að gera, þ.e. um öryggi, skilvirkni, áreiðanleika afhendingar, hagkvæmni og gæði raforku.
Í kafla 2.3.3. kemur skýrt fram að sá landshluti sem ótiltæki er minnst er sá landshluti sem hefur flesta möskvatengda afhendingarstaði. Vestfirðir sem heild eru geislatengt afhendingarsvæði og aukalega eru afhendingarstaðir á sunnanverðum Vestfjörðum geislatengdar einingar. Ótiltæki á Vestfjörðum er því með því hæsta sem gerist á landinu og er landshlutanum samfélagslega dýrt. Aukin möskvatenging raforkukerfis á Vestfjörðum verður því að teljast best til þess fallið að bæta raforkugæði svæðisins sem og að tryggja hagsmuni Landsnets, þar sem afhendingaröryggi frá væntanlegum virkjunum verður umtalsvert meira og mun nær því markmiði að ein eining geti fallið úr rekstri tímabundið án þess að það loki fyrir afhendingu.
Það er því eðlileg krafa Ísafjarðarbæjar að í kerfisáætlun Landsnets sé gert ráð fyrir að tenging nýs afhendingarstaðar í innanverðu Ísafjarðardjúpi verði bæði í austur og vestur, þ.e um Hólmavík annars vegar og til Ísafjarðar á hinn veginn.
Ísafjarðarbær fagnar þeim áformum sem fram koma í kerfisáætluninni að efla tengingu á suðurfjörðum Vestfjarða, með tengingu yfir Arnarfjörð. Ljóst er að aukin möskvatenging raforkukerfis Vestfjarða er til bóta fyrir landshlutann.
Varðandi þær áætlanir að tengja Ísland við raforkukerfi Evrópu með lagningu sæstrengs til Bretlands, ganga þau plön þvert gegn hagsmunum íbúa á Vestfjörðum. Húshitun á Vestfjörðum fer að langmestu leiti fram með raforku og hækkun orkuverðs á þeim markaði mun án nokkurs vafa hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrði. Nýlega hefur verið sýnt fram á að fólk sem býr á orkuveitusvæði RARIK og Orkubús Vestfjarða í dreifbýli borgar allt að 287% meira í húshitunarkostnað en fólk á Seltjarnarnesi. Ísafjarðarbær varar því við þessum áformum, nema að til komi verulegar leiðréttingar sem jafni stöðu landsmanna eftir möguleikum á orkutegundum til húshitunar.“

 

   

8.  

Skólamál á Flateyri - 2016110039

 

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 6. janúar sl., ásamt tillögu að erindisbréfi fyrir samráðshóp leik- og grunnskóla á Flateyri. Taka þarf afstöðu til erindisbréfsins og þess hvaða sérfræðingur verður valinn til að starfa með starfshópnum og leiða verkefnið.

 

Bæjarráð vísar erindisbréfinu til umsagnar í fræðslunefnd. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Trappa ehf. verði ráðin ráðgjafi og verkefnastjóri samráðshópsins.

 

   

9.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Lagt fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 6. janúar 2017, þar sem óskað er eftir að gjaldskrá skíðasvæðis verði breytt lítillega. Um er að ræða breytingu á verðskrá skíðaleigu á þann veg að mismunandi verð verði á gönguskíðum í leigunni. Mikill munur er á því hversu mikla umhirðu skíðin þurfa og eðlilegt að verð á þeim endurspegli það.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að beiðni um breytinguna á gjaldskrá skíðasvæðisins verði samþykkt.

 

   

10.  

Fjárhagsaðstoð - 2012120016

 

Á 414. fundi félagsmálanefndar, sem haldinn var 29. desember sl., voru lögð fram drög að reglum um fjárhagsaðstoð hjá Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að reglum um fjárhagsaðstoð hjá Ísafjarðarbæ verði samþykkt.

 

   

11.  

Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. - 2016120045

 

Á 414. fundi félagsmálanefndar, sem haldinn var 29. desember sl., voru lögð fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning hjá Ísafjarðarbæ verði samþykkt.

 

   

12.  

Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi - drög að tillögu að matsáætlun - 2016090039

 

Lagt fram bréf Hólmfríðar Bjarnadóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 3. janúar sl., ásamt tillögu að matsáætlun um Sjókvíaeldi Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi á ári, frá Verkís, dagsett í desember 2016. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar um tillöguna.

 

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar beiðni um umsögn til skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

   

13.  

Götusópur fyrir Þjónustumiðstöð - 2016110007

 

Lagður fram tölvupóstur Daníels Jakobssonar, dagsettur 19. desember sl., þar sem hann leggur til að farið verði í útboð á hreinsun/sópun gatna og niðurstaða útboðsins borin saman við kostnað við að kaupa og reka götusóp, áður en kaup á nýjum götusóp verða gerð.

 

Þegar hefur verið gerð óformleg verðkönnun í hreinsun gatna sem leiðir það í ljós að það er töluvert hagkvæmara fyrir Ísafjarðarbæ að eiga sjálf götusópinn og reka hann, þar með getur bæjarráð ekki samþykkt tillöguna.

 

 

Gestir

 

Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - 09:10


Brynjar yfirgefur fundinn kl. 09:15.

 

   

14.  

Úttekt á slökkviliði Ísafjarðarbæjar 2016 - 2016120057

 

Lagt fram bréf Bernhards Jóhannessonar f.h. Mannvirkjastofnunar, dagsett 19. desember sl., vegna úttektar á slökkviliði Ísafjarðarbæjar.

 

Bæjarráð felur slökkvistjóra að verða við tilmælum Mannvirkjastofnunar.

 

   

15.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lögð er fram beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 28. desember sl., um umsögn vegna umsóknar Guðrúnar Hönnu Óskarsdóttur, Neðri-Breiðadal, um nýtt rekstrarleyfi vegna veitingastaðar í flokki II. Jafnframt er lögð fram umsögn Axels Rodriguez Överby, skipulags- og byggingarfulltrúa, dags. 2. janúar sl.

 

Afgreiðslu málsins er frestað.

 

   

16.  

Bryggjupláss fyrir farþegabátinn Sægrím ÍS 38 - 2017010024

 

Lagt fram bréf Ragnars Ágústs Kristinssonar f.h. útgerðar Sægríms ÍS 38, dagsett 5. janúar sl., þar sem óskað er eftir aðstöðu til að taka um borð farþega, helst á svæðinu frá Sundabakka að trébryggjunni í Sundahöfn.

 

Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar.

 

   

23.  

Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

 

Jónas Þór Birgisson leggur fram eftirfarandi bókun:
„Það er mikilvægt að stjórnsýsla bæjarins svari erindum hratt og vel og á það ekki hvað síst við þegar um skipulagsmál er að ræða. Að sama skapi er mjög mikilvægt að bæjarstjóri svari eins hratt og unnt er fyrirspurnum frá bæjarfulltrúum. Að mati undirritaðs er eitt mikilvægasta hlutverk bæjarfulltrúa í minnihluta að veita meirihlutanum aðhald. Byggist það ekki síst á því að koma til bæjarbúa upplýsingum um hvernig farið er með fjármuni þeirra og í því samhengi gegna formlegar fyrirspurnir bæjarfulltrúa og formleg svör bæjarstjóra lykilhlutverki.
Eftirfarandi fyrirspurn sendi undirritaður 14.09.2016:
Hver er áfallinn kostnaður bæjarins 14.09.2016 vegna samkeppninnar um Sundhöllina?
Óskað er eftir sundurliðuðum tölum eftir því hvert greiðslurnar hafa runnið.
Fyrirspurnin var tekin fyrir á fundi bæjarráðs 19.09.2016.
16.11.2016 sendi undirritaður inn fyrirspurn um greiðslur til tiltekins fyrirtækis en tók fram að þar sem um væri að ræða sérstaklega tilgreint fyrirtæki þá vissi hann ekki hvort meðhöndla þyrfti fyrirspurnina sem trúnaðarmál. Bæjarstjóri lét undirrituðum vissulega í té ljósrit er málið varðar en 28.11.2016 var málið tekið fyrir með formlegum hætti á fundi bæjarráðs og því ætti að gera ráð fyrir formlegu svari.
Hvorugri þessara fyrirspurna hefur bæjarstjóri svarað með formlegum hætti þegar kominn er 9. janúar 2017 og telur undirritaður það óviðunandi.“

 

   

17.  

Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2016 - 2016020010

 

Lögð fram fundargerð 101. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn var 9. desember sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

18.  

Almannavarnanefnd - aðgerðarstjórnun - 2016120039

 

Lögð fram fundargerð fundar sameinaðrar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, sem haldinn var 13. desember sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

19.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38 - 1612003F

 

Lögð fram fundargerð 38. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 20. desember sl. Fundargerðin er í 2 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

20.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 468 - 1612012F

 

Lögð fram fundargerð 468. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 21. desember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

   

21.  

Félagsmálanefnd - 413 - 1612015F

 

Lögð fram fundargerð 413. fundar félagsmálanefndar, sem haldinn var 20. desember sl. Fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

22.  

Félagsmálanefnd - 414 - 1612018F

 

Lögð fram fundargerð 414. fundar félagsmálanefndar, sem haldinn var 29. desember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:31

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?