Bæjarráð - 955. fundur - 5. desember 2016

Dagskrá:

1.  

Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2016 - 2016010017

 

Lagt fram bréf Sigurðar Pálssonar og Brynjólfs Jónssonar, f.h. Yrkjusjóðs og Skógræktarfélags Íslands, dags. 22. nóvember sl. Óskað er eftir kr. 150.000 rekstrarstyrk til Yrkjusjóðs, fyrir árið 2017.

 

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

 

   

2.  

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

 

Lagt fram bréf Jóns Smára Jónssonar og Lindu Guðmundsdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 25. nóvember sl. Óskað er eftir að Ísafjarðarbær tilnefni fulltrúa í samstarfsnefnd um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum.

 

Bæjarráð tilnefnir Gauta Geirsson í samstarfsmefnd um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum.

 

   

Kristján Andri Guðjónsson yfirgaf fundinn undir þessum lið, kl. 8:14.

3.  

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2016/2017 - 2016090018

 

Lagður fram tölvupóstur Lýðs Árnasonar, f.h. Stútungs ehf á Flateyri, frá 21. nóvember sl., þar sem farið er fram á að útgerðum á Flateyri verði heimilt að landa afla sínum á aðrar fiskvinnslur innan bæjarfélagsins, en ekki eingöngu í Fiskvinnslu Flateyrar. Einnig er lagður fram tölvupóstur Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra frá 2. desember sl., þar sem hann gerir grein fyrir skoðunum útgerðarmanna á Flateyri á sérreglunum, þar sem óskað er eftir því að veiðireynsla sem byggir á löndunum utan Flateyrar verði ekki talin grunnur að úthlutun aflamarks til byggðakvóta.

 

Bæjarráð þakkar bréfið en bendir á að byggðakvóta er ætlað að efla fiskvinnslu í þeim byggðakjarna sem kvótanum er úthlutað til. Reglurnar um byggðakvóta eru í umsagnarferli hjá Ísafjarðarbæ og verða athugasemdirnar hafðar til hliðsjónar við þá vinnu.


Kristján Andri kom aftur inn á fundinn kl. 8:23.

 

   

4.  

Umsókn um styrk vegna sýninga á kvikmyndinni Svarta gengið. - 2016120006

 

Lagður fram tölvupóstur Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, frá 2. desember sl., vegna styrkumsóknar Kára Schram, kvikmyndagerðarmanns, vegna sýninga á myndinni "Svarta gengið".

 

Bæjarráð bendir umsækjanda á að sækja um styrk til menningarmála, umsókn skal berast fyrir 15. mars n.k.

 

   

5.  

Þinggerð haustþings Fjórðungssambands Vestfirðinga 2016 - 2016020005

 

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 28. nóvember sl., ásamt þinggerð 1. haustþings sambandsins frá 9. og 10. september sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Fundargerðir Fjórðungssambands Vestfirðinga - 2016020005

 

Lagður fram tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 1. desember sl., ásamt fundargerðum stjórnarfunda sambandsins frá 11. október og 23. nóvember sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Hafnarstjórn - 188 - 1611024F

 

Lögð er fram fundargerð 188. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 30. nóvember sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:32

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?