Bæjarráð - 951. fundur - 7. nóvember 2016

Dagskrá:

1.  

Fyrirspurn um orlofslaun og orlofssamninga - 2016110001

 

Lagður fram tölvupóstur Gabríelu Aðalbjörnsdóttur, framkvæmdastjóra Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, dagsettur 31. október sl., með fyrirspurn um orlofslaun og orlofssamninga.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

 

   

2.  

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2017 - 2016020019

 

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. nóvember sl. Tilkynnt er að landsþing sambandsins verði haldið 24. mars 2017 og að fjármálaráðstefna sveitarfélaga verði haldin 5. og 6. október 2017.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2016020019

 

Lagður fram tölvupóstur Magnúsar Karels Hannessonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 2. nóvember sl., ásamt fundargerð 843. fundar stjórnar sambandsins, frá 28. október sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - 2016020019

 

Lagður fram tölvupóstur Vigdísar Häsler, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 2. nóvember sl., vegna umsagnar um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, ásamt minnisblaði Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 4. nóvember sl.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn við drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, í samræmi við framlagt minnisblað.

 

   

5.  

Starfshópur um endurskoðun rekstrarfyrirkomulags flugvalla - 2016110013

 

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. nóvember sl. Í póstinum er greint frá fundi formanns sambandsins með starfshóp um endurskoðun rekstrarfyrirkomulags flugvalla.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2016/2017 - 2016090018

 

Lagt fram bréf Jóhanns Guðmundssonar og Hinriks Greipssonar f.h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, dags. 31. október sl. Tilkynnt er um niðurstöðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um úthlutun byggðakvóta til sveitarfélagsins. Byggðakvótinn skiptist á byggðarlög sem hér segir:
Hnífsdalur - 33 þorskígildistonn
Þingeyri - 260 þorskígildistonn
Flateyri - 300 þorskígildistonn
Suðureyri - 141 þorskígildistonn

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Fremri Hjarðardalur - Niðurfelling gatnagerðargjalda - 2016110015

 

Byggingar- og skipulagsfulltrúi leggur til við bæjarráð að samþykkja niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna húsbyggingar Steinþórs Ólafssonar í Fremri Hjarðardal, Dýrafirði. Ekki er um neinar vega og- eða lagnaframkvæmdir sem tengjast umræddu verki.

 

Með vísan til 3. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjald, samþykkir bæjarráð að fella niður gatnagerðargjald vegna húsbyggingar í Fremri Hjarðardal, Dýrafirði.

 

 

Gestir

 

Axel Rodriguez Överby - 08:33


Axel yfirgaf fundinn kl. 8:38

 

   

8.  

Byggðasamlag Vestfjarða - samstarfssamningur 2017 - 2016100073

 

Lagt fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dags. 26. október sl., ásamt drögum að endurnýjuðum samstarfssamningi aðildarsveitarfélaga Byggðasamlagsins. Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær samþykki samninginn.

 

Bæjarráð frestar erindinu um viku og óskar eftir umsögn fjölskyldusviðs á samningunum.

 

   

9.  

Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur 2017 - 2016100073

 

Lagt fram bréf Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, dagsett 26. október sl. Bréfinu fylgir tillaga að þjónustusamningi milli Byggðasamlagsins og Ísafjarðarbæjar, ásamt 3 viðaukum, og óskað er eftir staðfestingu Ísafjarðarbæjar á tillögunni.

 

Bæjarráð frestar erindinu um viku og óskar eftir umsögn fjölskyldusviðs á samningunum.

 

   

10.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Umræður um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017, 5 ára fjárfestingaráætlun og þjóðhagsspá að vetri sem spáir 2,4% verðbólgu á árinu 2017.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leiðrétta fjárhagasáætlun í samræmi við nýja verðbólguspá í þjóðhagsspá.

 

   

11.  

Félagsmálanefnd - 412 - 1610022F

 

Fundargerð 412. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 1. nóvember sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.  

Fræðslunefnd - 373 - 1610016F

 

Fundargerð 373. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 4. nóvember sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36 - 1610019F

 

Fundargerð 36. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 1. nóvember sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:01

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?