Bæjarráð - 950. fundur - 31. október 2016

Dagskrá:

1.  

Melrakkasetur - aðalfundur 2016 - 2016100053

 

Lagt fram bréf stjórnar Melrakkaseturs Íslands, ódagsett, þar sem boðað er til aðalfundar 5. nóvember næstkomandi. Til fundarins er boðað með dagskrá.

 

Lagt fram til kynningar. Kristján Andri Guðjónsson, stjórnarmaður í Melrakkasetri Íslands ehf., mætir fyrir hönd Ísafjarðarbæjar á fundinn.

 

   

2.  

Ljósleiðarauppbygging sveitarfélaga - nýjar verklagsreglur við val tengistaða - 2016100068

 

Lagður fram tölvupóstur Einars Viðars Gunnlaugssonar, fyrir hönd Póst- og fjarskiptastofnunar, dagsettur 21. október sl. Stofnunin hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig skal standa að því að velja staði sem skulu tengdir ljósleiðara innan sveitarfélagsins, þegar ljósleiðarauppbyggingin á sér stað með fjárstuðningi þess.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Frímerkjaútgáfa í tilefni 150 ára kaupstaðarafmælis Ísafjarðarbæjar - 2015020031

 

Lagt fram bréf Vilhjálms Sigurðssonar, forstöðumanns frímerkjasölu Íslandspósts, dagsett 26. október sl., þar sem bæjarstjóra er boðið til útgáfuhófs í tilefni frímerkjaútgáfu 2016. Eitt af frímerkjunum sem gefið var út á árinu var vegna 150 ára afmælis Ísafjarðarkaupstaðar.

 

Bæjarráð þakkar gott boð en hefur ekki tök á að mæta í útgáfuhófið vegna bæjarstjórnarfundar á sama tíma.

 

   

4.  

Stígamót - styrkbeiðni - 2016090015

 

Lögð er fram umsókn Stígamóta um styrk vegna þjónustu Stígamóta á Norðurfjörðum Vestfjarða.

 

Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina og vísar henni til fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2017.

 

   

5.  

Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081

 

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra á fjármálasviði, dags. 28.október sl, um skatttekjur og laun janúar til september 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

Gestir

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 08:15

 

   

6.  

Ársfjórðungsuppgjör - 2016050081

 

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra, dags. 28. október s.l. um árshlutauppgjör annars ársfjórðungs ásamt rekstaryfirlitum annars ársfjórðungs 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Umræður um fjárhagsáætlun 2017.

 

Fyrri umræður um fjárhagsáætlun 2017 fara fram á næsta bæjarstjórnarfundi.


Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 08:28.

 

   

8.  

Fjallskilanefnd - 8 - 1610015F

 

Lögð er fram fundargerð 8. fundar fjallskilanefndar sem haldinn var 25. október sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Þegar hefur verið gert ráð fyrir því að laga fjárgirðingar í þéttbýli og fjárréttum í fjárhagsáætlun 2017.
Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 464 - 1610009F

 

Lögð er fram fundargerð 464. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 26. október sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?