Bæjarráð - 946. fundur - 4. október 2016

Dagskrá:

1.  

Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

 

Lagður er fram til kynningar verkefnalisti bæjarstjóra, sem vinnuskjal.

 

Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu verkefna.

 

   

2.  

Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

 

Lagt er fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 30. september sl., varðandi tilboð í leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við GÓK húsasmíði ehf., að tillögu Brynjars Þórs Jónassonar, sviðstjóra umhverfis- og eignasviðs, vegna leikskóladeildar fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði að uppfylltum skilyrðum innkaupreglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

3.  

Styrktarsjóður EBÍ 2016 - 2016020077

 

Lagt er fram til kynningar bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra EBÍ, dags. 27. september sl., vegna ágóðahlutagreiðslna 2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði - 2016090099

 

Lögð er fram til kynningar Aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði, útgefin í september 2016, unnin af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hvetur stjórnvöld til að fylgja strax eftir þeim mikilvægu verkefnum sem fram koma í nýrri aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði. Ljóst er að þessi verkefni eru til hagsbóta fyrir þjóðarbúið allt, ekki síður en Vestfirði.

 

   

5.  

Fundargerð hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis - 2011030002

 

Fundargerð auka aðalfundar hverfisráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:50

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?