Bæjarráð - 944. fundur - 19. september 2016

Dagskrá:

1.  

Nýherji hf. - samningur um tölvuþjónustu - 2012100042

 

Lögð er fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá 15. september sl., varðandi samning Ísafjarðarjarbæjar við Nýherja um tölvuþjónustu.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

 

   

2.  

Boð á aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða og málþing um ferðamál - 2016090022

 

Lagt er fram til kynningar boð Ferðamálasamtaka Vestfjarða á aðalfund samtakanna og málþing um ferðamál sem haldið verður mánudaginn 19. september n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

 

Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir fjármagni í frumhönnun framtíðaruppbyggingar og -skipulags á hafnarsvæðum sveitarfélagsins á fjárhagsáætlun 2017.

 

Bæjarráð tekur vel í beiðnina og vísar henni til fjárhagsáætlunar 2017.

 

   

4.  

Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

 

Lögð er fram fyrirspurn Jónasar Þórs Birgissonar um áfallinn kostnað bæjarins 14. september 2016 vegna samkeppninnar um Sundhöllina.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni.

 

   

5.  

Mánaðaryfirlit 2016 - 2016050081

 

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, sérfræðings á stjórnsýslu- og fjármálasviði, dags. 16. september sl, um skatttekjur og laun janúar til ágúst 2016.

 

Helga mætir til fundarins og gerir grein fyrir skatttekjum og launum janúar til ágúst 2016.

 

 

Gestir

 

Helga Ásgeirsdóttir, sérfræðingur á stjórnsýslu- og fjármálasviðs - 08:15


Helga yfirgefur fundinn kl. 08:20.

 

   

6.  

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036

 

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 13. september sl., um viðauka 6 vegna leiðréttingar á áætluðum efnahagsreikningi 2016 ásamt færslum viðaukans, yfirliti um fjárhagslegar ráðstafanir og leiðréttum áætluðum efnahagsreikningi 2016.

 

Edda María gerir grein fyrir viðauka nr. 6 vegna leiðréttinga á áætluðum efnahagsreikningi.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

 

Gestir

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 08:22


Edda María yfirgaf fundinn kl. 8:31.

 

   

7.  

Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð aðalfundar Hverfisráðs eyrar og efribæjar Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 1. september sl.

 

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:32

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?