Bæjarráð - 938. fundur - 14. júlí 2016

Dagskrá:

1.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Lagt er fram bréf Hafsteins Steinarssonar, verkefnastjóra hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, dags. 22. júní sl., varðandi tillögu að töku tilboðs.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við ÍAV hf. um verkið Uppsetning stoðvirkja í Kubba að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

2.  

Brennur, flugeldasölur og flugeldasýningar 2015-2016 - 2015120029

 

Lögð er fram umsókn Jóhanns B. Gunnarssonar, f.h. Mýrarboltafélags Íslands, um brennuleyfi sunnudaginn 31. júlí nk. kl. 20:00, dags. 8. júlí sl.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsókn Mýrarboltafélags Íslands um leyfi fyrir brennu 31. júlí nk. sé búið að slökkva í brennunni kl. 8 á mánudagsmorgninum 1. ágúst nk.

 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:15

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Daníel Jakobsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?