Bæjarráð - 933. fundur - 14. júní 2016

 Dagskrá:

1.  

Svæðisskipulag fyrir Dalabyggð, Reykhólahrepp og Strandabyggð - beiðni um umsögn - 2016060025

 

Lagður er fram tölvupóstur Matthildar Kr. Elmarsdóttur, f.h. svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, þar sem svæðisskipulag nefndarinnar er lagt fram til kynningar og umsagnar.

 

Bæjarráð vísar umsagnarbeiðninni til skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

   

2.  

Laugar í Súgandafirði - vatnsréttindi - 2014110014

 

Lagður er fram til kynningar dómur Hæstaréttar í máli GKP ehf. gegn Orkubúi Vestfjarða ohf. og til réttargæslu Ísafjarðarbæjar, sem kveðinn var upp 2. júní sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Viðauki C við fjárhagsáætlun, millifærslur - 2016010036

 

Lögð eru fram frumdrög að viðauka C við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar dags. 9. júní sl., millifærslur.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

   

4.  

Viðaukar D við fjárhagsáætlun, launaáætlun vegna kjarasamninga - 2016010036

 

Lögð eru fram frumdrög að viðauka D við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar dags. 9. júní sl., hækkanir launa vegna kjarasamningshækkana.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

   

5.  

Viðauki E við fjárhagsáætlun, ýmsar breytingar - 2016010036

 

Lögð eru fram frumdrög að viðauka E við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar dags. 9. júní sl., vegna ýmissa breytinga.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðaukinn verði samþykktur.

 

   

6.  

Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2016 - 2016060026

 

Lagt er fram afrit af lánsumsókn Ísafjarðarbæjar, undirritaðri af Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dags. 9. júní sl., til Ofanflóðasjóðs vegna kostnaðar 2015, sem lagt er til að sent verði til Ofanflóðasjóðs.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að sótt sé um lán til Ofanflóðasjóðs að fjárhæð kr. 25.700.000,- vegna kostnaðar ársins 2015.

 

   

7.  

Rómarstígur - gatnagerð. - 2016020025

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí sl., vegna verksins hellulagnir Rómarstígs. Brynjar Þór leggur til að samið verði við GE Vinnuvélar um verkið.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við GE Vinnuvélar ehf. um verkið "hellulagnir Rómarstíg" að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

8.  

Leikskóladeild fyrir 5 ára börn í Skutulsfirði, ungbarnadeild og fleiri lausnir í dagvistarmálum - 2013010070

 

Umræðum frá síðasta fundi bæjarráðs haldið áfram.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi við Tónlistarskóla Ísafjarðar um kjallarann í Tónlistarskólanum fyrir leikskóladeild í Ísafjarðarbæ og leggja fyrir bæjarstjórn.

 

   

9.  

Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020

 

Lagður er fram tölvupóstur Erlings Ásgeirssonar, f.h. landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps (LSG) frá 8. júní sl., ásamt afriti af bréfi Erlings Ásgeirssonar, f.h. LSG, dags. 24. maí sl., til Umhverfisstofnunar.

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

 

   

10.  

Ísafjarðarbær - Óumbeðin fjarskipti - 2016060012

 

Lagt er fram bréf Póst- og fjarskiptastofnunar frá 31. maí sl., þar sem kvartað er yfir óumbeðnum fjarskiptum Ísafjarðarbæjar, jafnframt er lagt fram minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar, dags. 6. júní sl. varðandi fjarskiptin.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindi Póst- og fjarskiptastofnunar frá 31. maí sl., í samræmi við minnisblað Hálfdáns Bjarka Hálfdánssonar.

 

   

11.  

Atvinnuástand á Flateyri - 2011070075

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að tillaga Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða verði veittar kr. 1.200.000,- af framlagi samnings milli Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni verði samþykkt.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar.

 

   

12.  

LÚR-festival 2016, óskað eftir styrk - 2016060010

 

Lagður var fram tölvupóstur Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur, f.h. skipulagshóps LÚR festival 2016, frá 3. júní sl., þar sem óskað er eftir styrk til skipulagningar og frágangs hátíðarinnar í júní og júlí.
Atvinnu- og menningarmálanefnd telur sig ekki hafa fjármuni til ráðstöfunar og vísar erindinu því til bæjarráðs.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið frekar.

 

   

13.  

Stuðningur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga við tónlistarnám - 2016060028

 

Lagt er fram bréf Guðna Geirs Einarssonar og Bergs Sigurjónssonar, f.h. innanríkisráðherra, dags. 7. júní sl., um stuðning við tónlistarnám.

 

Erindinu vísað til vinnslu á skóla- og tómstundasviði.

 

   

14.  

Trúnaðarmál á umhverfis- og eignasviði - 2016060003

 

Bókað verður um málið í trúnaðarbók bæjarráðs.

 

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

 

 

Gestir

 

Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - 09:00


Brynjar Þór Jónasson, yfirgefur fundinn kl. 9:06.

 

   

15.  

Þjónusta Flugfélags Íslands við Ísafjarðarflugvöll - 2016010005

 

Umræður um málefni flugs til Ísafjarðar.

 

Bæjarráð skorar á stjórnvöld og Flugfélag Íslands að vinna framtíðarsýn í flugsamgöngum í samstarfi við Ísafjarðarbæ. Þar hlýtur að koma til skoðunar lækkun flugfargjalda til að auka nýtingu flugs fyrir fólk og fyrirtæki, hugað að nýju flugvallarstæði í nágrenni Ísafjarðar til að auka rekstraröryggi flugvallarins og tryggt að flugsamgöngur verði við höfuðborgarsvæðið. Dómur Hæstaréttar er áminning um að flugsamskipti um Reykjavíkurflugvöll er í uppnámi og hafa verið lengi, en þessi samskipti eru mikilvægur grundvöllur viðskipta og stjórnsýslu í landinu. Núverandi flugvélafloti Flugfélags Íslands hefur gert það að verkum að þjónusta flugs til Ísafjarðar hefur alls ekki verið ásættanleg.

 

   

16.  

Nýherji - breyting á verðskrá - 2016060013

 

Lagt er fram bréf Gunnars Zoëga, f.h. Nýherja frá 31. maí sl., með tilkynningu um breytingu á verðskrá Nýherja.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

17.  

Kjörskrá og kosningar 2016 - 2016040057

 

Lagt er fram til kynningar bréf Ástríðar Jóhannesdóttur, sviðsstjóra, f.h. Þjóðskrár Íslands, dags. 6. júní sl., með upplýsingum og leiðbeiningum um meðferð kjörskrárstofna vegna forsetakosninga 25. júní nk. Enn fremur er lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 13. júní sl., um kosningar undirkjörstjórnar.

 

Bréf Þjóðskrár Íslands lagt fram til kynningar.
Bæjarráð samþykkir tillögur Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur um varamenn í undirkjörstjórn og felur bæjarstjóra það verkefni að skipa undirkjörstjórn á Suðureyri í forsetakosningunum 25. júní nk.

 

   

18.  

Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2016 - 2016020062

 

Lögð er fram fundargerð 107. fundar Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var miðvikudaginn 8. maí sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

19.  

Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

 

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir stjórnarfundar Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldnir voru 19. apríl og 2. júní sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

20.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 133 - 1606006F

 

Lögð er fram fundargerð 133. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 9. júní sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

21.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 144 - 1606005F

 

Lögð er fram fundargerð 144. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 9. júní sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

22.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 458 - 1605026F

 

Lögð er fram fundargerð 458. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 8. júní sl., fundargerðin er í 13 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

22.1  

2016020061 - Dýrafjarðargöng - Deiliskipulag

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 458

 

Umsagnir bárust frá fjórum stofnunum, skipulagsfulltrúa falið að vinna úr þeim skv. umræðu á fundi. Um minniháttar athugasemdir var að ræða og telur Skipulags- og mannvirkjanefnd að þær hafi ekki áhrif á innihald tillögunnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillögu og greinargerð verði auglýst skv. 41. gr laga nr. 123/2010.

 

 

22.4  

2016050092 - Æðartangi 2-4 - Umsókn um lóð

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 458

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn um lóð við Æðartanga 2-4.

 

 

22.6  

2016040070 - Efstaból í landi Neðri-Engidals

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 458

 

Grenndarkynningu vegna stofnunar lóðar í Neðri Engidals er lokið og bárust engar athugasemdir á auglýsingartíma. Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðin verði stofnuð skv. fyrirliggjandi gögnum.

 

 

22.11  

2014050071 - Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 458

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir í grunninn ekki athugasemdir við þá aðferðarfræði sem boðuð er í matslýsingunni, enda tekur hún til margra mikilvægra þátta. Nefndin leggur engu að síður áherslu á að við gerð kerfisáætlunar Landsnets verði litið til þeirrar skyldu fyrirtækisins að tryggja jafnan rétt þegna landsins til aðgengis að raforku og afhendingaröryggis.
Sveitarfélög á Vestfjörðum leggja ríka áherslu á að það vanþróaða raforkukerfi sem fjórðungurinn hefur búið við til fjölda ára verði lagfært til jafns við það sem aðrir landsmenn búa við. Í því skyni hefur verið þrýst á að skilgreindur verði tengipunktur innarlega í Ísafjarðardjúpi til að liðka fyrir um byggingu á nýjum vatnsaflsvirkjunum í nágrenni þess svæðis. Einnig er lögð rík áhersla á að á milli Geiradals í Reykhólasveit og Ísafjarðar í Skutulsfirði liggi háspennulínur um tvær leiðir, annars vegar núverandi leið um Mjólkárvirkjun og hins vegar um Hólmavík og nýja tengipunktinn í Ísafjarðardjúpi.

 

 

22.13  

2015110064 - Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 458

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð, með vísan í bréf ráðuneytis dags. 07.06.2016.

 

 

   

23.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 29 - 1605021F

 

Fundargerð 29. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 7. júní sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?