Bæjarráð - 931. fundur - 30. maí 2016

 Dagskrá:

1.  

Hestamannafélagið Hending - kröfugerð vegna reiðvallar - 2016050078

 

Lögð fram kröfugerð frá Marínó Hákonarsyni f.h. Hestamannafélagsins Hendingar, dags. 17. maí, um bætur vegna mannvirkja á Búðartúni í Hnífsdal.

 

Í framhaldi af vinnu við kostnaðargreininguna sem rædd er í bréfi Hestamannafélagsins Hendingar gerði Ísafjarðarbær tilboð í ágúst 2012 um að láta byggja nýjan reiðvöll í Engidal og afhenda hestamönnum eða leggja félaginu til eingreiðslu að fjárhæð 22,5 milljónir króna. Samningsafstaða Ísafjarðarbæjar hefur miðað að því að félagið gæti komið sér upp sambærilegri aðstöðu í Engidal og það hafði í Hnífsdal. Tillaga að samkomulagi þýddi að Ísafjarðarbær hefði látið framkvæma þá verkþætti umræddar kostnaðargreiningar sem fólu í sér sanngjarnar endurbætur fyrir aðstöðuna sem var á Búðartúni, en ekki kostnað vegna aðstöðu sem ekki var til staðar í Hnífsdal. Svar barst aldrei við því tilboði.

Ísafjarðarbær getur ekki fallist á umrædda kröfu Hestamannafélagsins Hendingar um greiðslu bóta að upphæð kr. 72.267.421 auk verðbóta frá desember 2011. Hins vegar er mikill vilji bæjarins til þess að ná samkomulagi um að Hendingu verði bættur missir aðstöðunnar í Hnífsdal. Ísafjarðarbær er reiðubúinn til að ræða eingreiðslur til Hendingar og að í framhaldinu fari fram viðræður um uppbyggingarsamninga milli Ísafjarðarbæjar og Hendingar sem miði að því að byggja upp aðstöðuna í Engidal.

Aðstöðumissir Hendingar í Hnífsdal kemur til af framkvæmdum Vegagerðarinnar við Bolungarvíkurgöng og hefur Vegagerðin því lýst vilja til greiðslu kr. 20.000.000 gegn gerð þríhliða samkomulags Ísafjarðarbæjar, Vegagerðarinnar og Hestamannafélagsins Hendingar. Við gerð samkomulagsins felst þó engin viðurkenning á bótaskyldu gagnvart Hestamannafélaginu Hendingu, í samræmi við fyrri afstöðu Ísafjarðarbæjar, heldur einlægur vilji til að hagur félagsins verði réttur með sanngjörnum hætti. Þríhliða samkomulagið snýst um að Ísafjarðarbær og Hestamannafélagið Hending geri ekki frekari kröfur á hendur Vegagerðinni vegna byggingar Bolungarvíkurganga. Vegagerðin hefur lýst sig reiðubúna til þessa samkomulags. Þrátt fyrir þessa greiðslu kr. 20.000.000,- mun Ísafjarðarbær vera tilbúinn til áframhaldandi viðræðna við Hestamannafélagið Hendingu um uppbyggingu í Engidal, eins og áður segir.

 

   

2.  

Tjaldsvæði - Flateyri - 2016050086

 

Lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, vegna óskar Litlabýlis Guesthouse um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis á Flateyri í sumar.

 

Bæjarráð samþykkir erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá samningum til reynslu.

 

   

3.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 27. maí, vegna fyrirspurnar Guðmundar Rafns Kristjánssonar um stoðvirki í Kubba.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurn Guðmundar Rafns í samræmi við minnisblað sviðsstjóra.

 

   

4.  

Kerfisáætlun Landsnets 2014-2023 - 2014050071

 

Lagður fram tölvupóstur Jórunnar Gunnarsdóttur f.h. Landsnets dags. 24. maí varðandi gerð kerfisáætlunar 2016-2025.

 

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd.

 

   

5.  

Byggðasamlag Vestfjarða - ýmis mál 2016 - 2016050089

 

Lagður fram ársreikningur Byggðasamlags Vestfjarða fyrir árið 2015 og tölvupóstur Aðalsteins Óskarssonar dags. 24. maí.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Ársfundur Starfsendurhæfingar Vestfjarða 2016 - 2016040063

 

Lögð fram fundargerð ársfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða og ársskýrsla félagsins fyrir árið 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Náttúrustofa - ársfundur 2016 - 2016050085

 

Lagt fram boð dags. 24. maí á ársfund Náttúrustofu Vestfjarða sem haldinn verður þriðjudaginn 14. júní klukkan 14. Einnig lagðar fram samþykktir Náttúrustofu Vestfjarða.

 

Bæjarráð samþykkir að Daníel Jakobsson verði fulltrúi Ísafjarðarbæjar á fundinum.

 

   

8.  

Fjórðungssamband Vestfirðinga - ýmis mál og fundargerðir 2016/2017 - 2016020005

 

Lögð fram beiðni Aðalsteins Óskarssonar f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 24. maí, um umsögn um tillögu að gerð svæðisáætlunar fyrir Vestfirði.

 

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.

 

   

9.  

Meistararitgerðir hjá Háskólasetri Vestfjarða - 2016020083

 

Lagt fram bréf Peter Weiss f.h. Háskólaseturs Vestfjarða dags. 6. apríl þar sem kynntar eru lokaritgerðir meistaranema við setrið.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín fjármálastjóra um forsendur fjárhagsáætlunar 2017-2020 og drög að 4ra ára fjárhagsáætlun og 5 ára framkvæmdaáætlun.

 

Drög að 4ra ára fjárhagsáætlun og 5 ára framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar og vísað til umræðu í bæjarstjórn.

 

 

Gestir

 

Edda María Hagalín - 09:05


Edda María vék af fundi klukkan 09:25.

 

   

11.  

Dagverðardalur 3 - byggingarleyfi - 2012060005

 

Lagt fram bréf Einars Ólafssonar fyrir hönd styrktarsjóðsins Framfarar, dags. 24. maí, þar sem reifuð er hugmynd til sátta vegna framkvæmda í Dagverðardal.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að skoða málið og ræða við stjórn Framfarar um það hvernig hægt er að ljúka málinu.

 

   

12.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lagt fram erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 26. maí, varðandi umsókn Sterts ehf. um heimagistingu að Laugarbóli í Arnarfirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

13.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lagt fram erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 23. maí, vegna umsóknar Golfklúbbs Ísafjarðar um leyfi til veitingareksturs í golfskála í Tungudal.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við erindið.

 

   

Arna Lára Jónsdóttir vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

14.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lagt fram erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags 23. maí, vegna umsóknar um gistingu í flokki II að Grundargötu 2 á Ísafirði. Málið er endurupptekið frá síðasta fundi bæjarráðs.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lagt fram að nýju erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 12. apríl vegna umsóknar um að reka gististað í flokki II að Drafnargötu 4 á Flateyri.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

16.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lagt fram að nýju erindi frá Rósu Ólafsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 9. maí vegna umsóknar um að reka gististað í flokki II að Urðarvegi 23 á Ísafirði.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

17.  

Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2016 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2016010026

 

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Jónasi Guðmundssyni sýslumanni vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitinga að Hafnarstræti 4 á Flateyri.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

 

   

18.  

Fræðslunefnd - 368 - 1605013F

 

Fundargerð 368. fundar fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 23. maí. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

18.1  

2014030064 - Verkefnalisti fræðslunefndar

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 368

 

Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

 

 

18.2  

2015090015 - Fréttabréf grunnskóla 2015-2016

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 368

 

Fræðslunefnd þakkar fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf.

 

 

18.3  

2016050052 - Ábending til skólanefnda.

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 368

 

Nefndin vekur athygli á að Ísafjarðarbær útvegar nú þegar ritföng fyrir nemendur.

 

 

18.4  

2016050044 - Niðurstöður Rannsóknar og Greiningar 2016

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 368

 

Lagt fram til kynningar. Áframhaldandi vinna er í höndum starfsmanna.

 

 

18.5  

2016050056 - Verklagsreglur til að geta útskrifast úr grunnskóla áður en 10 ára skyldunámi er lokið.

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 368

 

Lagt fram til kynningar. Unnið verður áfram með málið.

 

 

18.6  

2016050057 - Sjálfsmatsskýrsla 2015-2016

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 368

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir skýrslu Grunnskóla Önundarfjarðar.

 

 

18.7  

2016020047 - Fjárhagsáætlun 2017

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 368

 

Fræðslunefnd leggur til að hækkun verði flöt í samræmi við aðrar hækkanir gjaldskrár.

 

 

18.8  

2016030044 - Skóladagatal 2016-2017

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 368

 

Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við skóladagatölin.

 

 

18.9  

2013010070 - Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 368

 

Frestað til næsta fundar.

 

 

   

19.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28 - 1605011F

 

Fundargerð 28. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 24. maí. Fundargerðin er í 4 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

19.1  

2016020019 - Samband íslenskra sveitarfélaga, ýmis erindi og fundargerðir 2016

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir niðurlag bréfsins og leggur áherslu á að reglur um heilbrigðiseftirlit verði endurskoðaðar með það að markmiði að auka skilvirkni.

 

 

19.2  

2016050048 - þjónustuhús við Dynjanda í Arnarfirði

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28

 

Nefndin fagnar frumkvæði bréfritara en ítrekar að umsagnar- og leyfisveitingarvald liggur annars staðar.

 

 

19.3  

2016010004 - Samþykkt um búfjárhald

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28

 

Nefndin þakkar innsenda athugasemd en sér ekki þörf á því að binda ákvæði um hámarksfjölda sauðfjár í samþykktina.

 

 

19.4  

2016040060 - Græn vika 2016

 

 

Niðurstaða Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28

 

Rætt um Græna viku, umhverfisátak sem nú stendur yfir í Ísafjarðarbæ; gáma undir garðaúrgang, götusóp, hreinsunarátök hverfisráða, stofnana og fyrirtækja o.fl.

 

 

   

20.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457 - 1605010F

 

Fundargerð 457. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 25. maí. Fundargerðin er í 9 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

20.1  

2016050069 - Sæmundur Kr. Þorvaldsson óskar eftir að hitta skipulags- og mannvirkjanefnd

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd hlustaði á erindi Sæmundar Kr. Þorvaldssonar, varðandi regluverk sem lýtur að skógrækt á einkalöndum, tilkynningarskyldu, leyfisumsóknum og umsóknum annarra aðila. Nefndin þakkar Sæmundi upplýsingarnar og fræðandi erindi.

 

 

20.2  

2016020075 - Stekkjargata 21 - beiðni um umsögn

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457

 

Formanni nefndarinnar og skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að orða umsögn varðandi starfsleyfi, út frá umræðu á fundinum. Nefndin þakkar Anton fyrir veittar upplýsingar.

 

 

20.3  

2016050041 - Alpagróður til Þingeyrar

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindi Skjólskóga varðandi gróðursetningu trjáa í Dýrafirði. Nánari staðsetning skal unnin í samráði við umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

 

 

20.4  

2016050022 - Silfurgata 8b - Umsókn um lóð

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.

 

 

20.5  

2016050011 - Skógur ehf. umsókn um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir torgsöluhúsinu, enda verði húsið staðsett í samráði við hafnarstjóra, tæknideild og viðkomandi lóðarhafa.

 

 

20.6  

2016050065 - Gunnar G Magnússon sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð garðs að manngerðum hólma

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið. Um er að ræða manngerðan hólma og er framkvæmdin endurnýjun á garði sem fyrir er.

 

 

20.7  

2016050066 - Dagverðardalur 2 fyrirspurn um stækkun.

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og bendir á að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir Dagverðardal, og því þarf að grenndarkynna byggingaráform.

 

 

20.8  

2016050070 - Snerpa ehf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Hnífsdal

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur í ljósi framlagðra gagna, að framkvæmdin geti ekki talist meiriháttar og hafi ekki umtalsverð áhrif á umhverfið eða breyti ásýnd þess og sé því ekki framkvæmdaleyfisskyld, með vísan í 1. gr. reglugerðar nr. 772/2012. Umsækjandi skal vera í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

 

 

20.9  

2016050012 - Umsókn um lóð austan við Kirkjuból 3

 

 

Niðurstaða Skipulags- og mannvirkjanefnd - 457

 

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðarleigusamningur undir húsið verði framlengdur um 25 ár. Einnig að gerður verði samningur um lóð í fóstur á þeim hluta sem vísað er í skv. teikningum.

 

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:52

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Helga Dóra Kristjánsdóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?