Bæjarráð - 929. fundur - 9. maí 2016

Dagskrá:

1.  

Ástand og uppbyggingarþörf á ferðamannastöðum - 2016050015

 

Lagt er fram bréf Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. maí sl., vegna vinnu við landsáætlun um uppbyggingu innviða þar sem m.a. er óskað eftir tilnefningu tengiliðar sveitarfélagsins.

 

Bæjarráð felur Þórdísi Sif Sigurðardóttur bæjarritara að vera tengiliður Ísafjarðarbæjar við Sambandið vegna landsáætlunar.

 

   

2.  

Minjasjóður Önundarfjarðar 2015-2016 - 2015030037

 

Lagt er fram minnisblað Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra varðandi kosningu stjórnarmanna í Minjasjóði Önundarfjarðar.

 

Bæjarráð gerir að tillögu sinni að bæjarstjórn kjósi Gísla H. Halldórsson bæjarstjóra og Þórdísi Sif Sigurðardóttur bæjarritara sem fulltrúa Ísafjarðarbæjar í stjórn sjóðsins.

 

   

3.  

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2015/2016 - 2015090027

 

Lagt er fram til kynningar bréf Steinþórs Bjarna Kristjánssonar, stjórnarformanns Fiskvinnslu Flateyrar, þar sem óskað er eftir aukningu á kvótaframlagi Byggðastofnunar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Lögð eru fram til kynningar vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2017.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur - 2016010027

 

Lögð er fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs og ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, 670. mál.

 

Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

 

   

6.  

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð - 2016010027

 

Lögð er fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Héraðsþing HSV 2016 - 2016050021

 

Lagt er fram boðsbréf á héraðsþing HSV sem haldið verður 18. maí n.k. kl. 17:00.

 

Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa til að mæta.

 

   

8.  

Jafnt búsetuform barna - 2016020019

 

Lagður er fram tölvupóstur Vigdísar Häsler, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, frá 4. maí sl. ásamt tölvupósti Lilju Borgar Viðarsdóttur, skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga í innanríkisráðuneytinu, varðandi orðsendingu verkefnisstjórnar um jafnt búsetuform barna.

 

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

 

   

9.  

Fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2016020019

 

Fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 29. apríl sl.

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

10.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 455 - 1604012F

 

Fundargerð 455. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. apríl sl., fundargerðin er í 13 liðum.

 

Lögð fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:35

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?