Bæjarráð - 928. fundur - 2. maí 2016

 Dagskrá:

1.  

Verkefni sem vísað er til bæjarstjóra af bæjarráði og bæjarstjórn - 2014100021

 

Bæjarstjóri fer yfir verkefnalista sinn.

 

Bæjarstjóri fer yfir stöðu þeirra verkefna sem honum hafa verið falin af bæjarráði og bæjarstjórn.

 

   

2.  

Edinborgarhúsið - lóðarframkvæmd 2016 - 2016020026

 

Lagt er fram bréf Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 28. apríl sl., vegna tilboða í lóðaframkvæmd við Edinborgarhúsið.

 

Bæjarráð samþykkir að samið verði við GE um verkið "Edinborgarhúsið - lóðarframkvæmd 2016" að uppfylltum skilyrðum innkaupareglna Ísafjarðarbæjar.

 

   

3.  

Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

 

Lagt er fram bréf Huldu Ragnheiðar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Viðlagatrygginga Íslands, dags. 27. apríl sl., varðandi skráningu tjóns hjá Viðlagatryggingu Íslands.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að tilkynna tjón á eignum Ísafjarðarbæjar til Viðlagatryggingar Íslands.

 

   

4.  

Hornstrandafriðlandið - 2015050041

 

Lagt er fram afrit af skipunarbréfi Kristínar Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar til handa nýs formanns samstarfsnefndar um friðlandið Hornstrandir, dags. 28. apríl sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Spjaldtölvur í skólum - 2016040088

 

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, frá 29. apríl sl., varðandi sölu á gömlum spjaldtölvum.

 

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.

 

   

6.  

Ljósleiðari - Holt-Ingjaldssandur, Önundarfirði - 2015090051

 

Lagt er fram bréf Björns Davíðssonar, f.h. Snerpu ehf., dags. 28. apríl sl., varðandi ljósleiðara á Ingjaldssand.

 

Bæjarráð telur það ekki samrýmast hlutverki Ísafjarðarbæjar að koma að verkefninu með þeim hætti sem lýst er í erindinu, sem m.a. fælist í eignarhaldi bæjarins á ljósleiðara. Bæjarstjóri hefur þegar sent Fjarskiptasjóði erindi þar sem óskað er skýringa á því hvers vegna Fjarskiptasjóður dró sig út úr því verkefni að tengja Barðann síðastliðið haust.

 

   

Kristján Andri Guðjónsson yfirgefur fundinn undir þessum lið.

7.  

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2015/2016 - 2015090027

 

Lögð er fram tillaga að áskorun til sjávarútvegsráðherra um auknar aflaheimildir í verkefni Byggðastofnunar með Fiskvinnslu Flateyrar.

 

Bæjarráð skorar á sjávarútvegsráðherra, með fulltingi Byggðastofnunar, að tryggja auknar aflaheimildir í verkefni Byggðastofnunar með Fiskvinnslu Flateyrar. Æskilegt væri að stækka samninginn í a.m.k. 500 tonn til að skjóta styrkari stoðum undir verkefnið og einnig að samningurinn verði lengdur a.m.k. til ársins 2021 til að auka vissu um verkefnið og þar með aðgengi að fjármagni.

Fyrirtækið er í eigu fjölda heimamanna. Um er að ræða verkefni með vel skilgreind markmið og vandaðan rekstur. Engu að síður er slíkur rekstur viðkvæmur og lítið má út af bera. Um 20 manns verða að störfum hjá fyrirtækinu í sumar og áríðandi að þetta tækifæri verði nýtt til að efla samfélagið á Flateyri. Ísafjarðarbær hefur fulla trú á möguleikum Flateyrar en því miður hefur gefið mjög á bátinn þar að undanförnu og ákalli Ísafjarðarbæjar um aðstoð lítt verið svarað, nema með sérstökum byggðakvóta Byggðastofnunar.

Byggðastofnun hefur til ráðstöfunar aflaheimildir til að bregðast við bráðum byggðavanda vegna samdráttar í sjávarútvegi. Fiskvinnsla Flateyrar er með samning við Byggðastofnun um nýtingu á 300 tonna aflaheimildum stofnunarinnar á Flateyri. Sá samningur rennur út árið 2017 en með árs framlengingu, sem heimil er, rennur hann út árið 2018. Samskonar samkomulag er í gildi meðal annars á Þingeyri og á Suðureyri auk annarra staða á landinu.

 

   

8.  

Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

 

Trúnaðarmál lagt fram.

 

Bókun færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

 

   

9.  

Gistileyfi Hvilft, 425 Flateyri - 2016010026

 

Lögð er fram til umsagnar umsókn Hvilftar ehf., dags. 11. apríl sl., um gistileyfi í flokki II í Hvilft, 425 Flateyri.

 

Bæjarráð felur bæjarritara að veita umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

10.  

Gistileyfi Holt Friðarsetur, 425 Flateyri - 2016010026

 

Lögð er fram til umsagnar umsókn Holts Friðarseturs, Holti, 425 Flateyri, um endurnýjun leyfis gististaðar III, dags. 28. apríl sl.

 

Bæjarráð felur bæjarritara að veita umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

11.  

Aðalfundur fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða 2016 - 2016040086

 

Lagt er fram aðalfundarboð fulltrúaráðs Háskólaseturs Vestfjarða ses, vegna aðalfundar sem haldinn verður 27. maí nk. kl. 13:00 í Háskólasetri Vestfjarða.

 

Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og fara með atkvæði bæjarins.

 

   

12.  

Aðalfundur Byggðasamlags Vestfjarða - 2016040059

 

Lagt er fram aðalfundarboð Byggðasamlags Vestfjarða sem haldinn verður 4. maí nk. kl. 10.30. Tilnefning fulltrúa Ísafjarðarbæjar á fundinum og handhafa atkvæða.

 

Bæjarráð felur Örnu Láru Jónsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, að mæta á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar og fer Arna Lára Jónsdóttir með atkvæði bæjarins.

 

   

13.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Umræður um framhald stefnumótunar.

 

Bæjarráð óskar eftir því að drög að 5 ára framkvæmdaáætlun og helstu forsendur 4 ára fjárhagsáætlunar verði lagðar fram á næsta bæjarráðsfundi.

 

   

14.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 132 - 1604013F

 

Fundargerð 132. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 4 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

15.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 142 - 1604017F

 

Fundargerð 142. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 25. apríl sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

16.  

Fræðslunefnd - 367 - 1604015F

 

Fundargerð 367. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 28. apríl sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Bæjarráð óskar eftir að opnun Barnaskólans í Hnífsdal verði kostnaðarmetin og að haldinn verði fundur með foreldrum barna fædd árið 2011 þar sem kynnt verði það sem búið er að skoða og farið yfir hugmyndina um opnun 5 ára deildar í Barnaskólanum.

 

16.7  

2013010070 - Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar

 

 

Niðurstaða Fræðslunefnd - 367

 

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að Barnaskólinn í Hnífsdal verði gerður að leikskóladeild fyrir 5 ára börn, þar til viðbygging við Eyrarskjól verður tilbúin til notkunar.
Með 5 ára deild í Barnaskólanum í Hnífsdal er hægt að skapa börnunum gott námsumhverfi með miklum möguleikum fyrir útinám. Allur árgangurinn nær að kynnast og vera saman í eitt ár áður en skólaganga hefst.
Gengið er út frá því að tryggðar verða rútuferðir frá Ísafirði að morgni og til baka síðdegis þar sem börnin eru í fylgd starfsmanna leikskólans og að foreldrar geti mætt með börn sín á tiltekinn stað, til dæmis í íþróttahúsið við Torfnes og sótt á sama stað í lok dags. Jafnframt verði einnig tryggt að í verstu vetrarveðrum sé til staðar „plan B“.
Með þessu getur Ísafjarðarbær byrjað að taka inn yngri börn og er þá unnið út frá því að börn allt niður í 12 mánaða fái vistun á öllum leikskólum bæjarins frá haustinu 2016 ef pláss eru laus.
Með þessari ráðstöfun vill fræðslunefnd að Ísafjarðarbær komi til móts við eindregnar óskir foreldra um að tryggja börnum örugga vistun á leikskóla og gera foreldrum kleift að komast á vinnumarkað fyrr að loknu fæðingarorlofi.

 

 

   

17.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 169 - 1604019F

 

Fundargerð 169. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

18.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26 - 1603018F

 

Fundargerð 26. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:26

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?