Bæjarráð - 927. fundur - 25. apríl 2016
Dagskrá:
|
1. |
Snjóflóðavarnir undir Kubba - 2010120048 |
|
|
Lagt er fram svar Hafsteins Steinarssonar, verkefnastjóra hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna fyrirspurnar Ísafjarðarbæjar um nauðsyn lagningar þjónustuvegar vegna ofanflóðavarna í Kubba. |
||
|
Bæjarráð telur að lágmarka þurfi raskið og vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar. |
||
|
|
||
|
2. |
Fjórðungssamband Vestfirðinga - ársreikningur 2015 til kynningar - 2016020005 |
|
|
Lagður er fram til kynningar ársreikningur Fjórðungssambands Vestfirðinga fyrir árið 2015. |
||
|
Lagður fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
3. |
Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033 |
|
|
Lagður er fram tölvupóstur Andra Árnasonar frá 12. apríl sl., ásamt úrskurði úrskurðarnefndar vegna Viðlagatryggingar, þar sem ákvörðun stjórnar Viðlagatryggingar er felld úr gildi. |
||
|
Lagt fram til kynningar. |
||
|
|
||
|
4. |
Þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun - 2016010027 |
|
|
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, 638. mál. |
||
|
Bæjarráð fól formanni bæjarráðs, formanni hafnarstjórnar og bæjarstjóra að ganga frá umsögn fyrir hönd bæjarins. |
||
|
|
||
|
5. |
Frumvarp til laga um útlendinga - 2016010027 |
|
|
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga, 728. mál. |
||
|
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera umsögn í samræmi við umræður á fundinum. |
||
|
|
||
|
6. |
Þingsályktunartillaga um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna - 2016010027 |
|
|
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna, 449. mál. |
||
|
Bæjarráð vísar þingsályktunartillögunni til félagsmálanefndar. |
||
|
|
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:27
|
Arna Lára Jónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
|
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |