Bæjarráð - 926. fundur - 18. apríl 2016

 Dagskrá:

1.  

Umsókn um rekstrarleyfi að Núpi í Dýrafirði - 2016010026

 

Lögð er fram beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum um umsögn, dags. 13. apríl sl., á umsókn Sveitasælu ehf., dags. sama dag, um leyfi til sölu gistingar í flokki V og og veitinga í flokki III að Núpi í Dýrafirði.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

 

   

2.  

Umsókn um rekstrarleyfi að Hafnarstræti 7, Þingeyri - Hótel Sandafell - 2016010026

 

Lagt er fram bréf Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 11. apríl sl. ásamt umsókn Eiríks Eiríkssonar, dags. 8. apríl sl. um gististað í flokki V að Hafnarstræti 7, Þingeyri, Hótel Sandfell.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

 

   

3.  

Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047

 

Lagt er fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dags. 15. apríl sl., varðandi vinnufundi við gerð fjárhagsáætlunar 2017.

 

Bæjarráð samþykkir að haldinn verði vinnufundur fjárhagsáætlunar mánudaginn 25. apríl nk. kl. 13:00.

 

   

4.  

Lánasjóður - arðgreiðsla - 2016040045

 

Lagt er fram til kynningar bréf Óttars Guðjónssonar, f.h. Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. vegna arðgreiðslu ársins 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Lagður er fram tölvupóstur Línu Bjargar Tryggvadóttur, f.h. Fjórðungssambands Vestfirðinga, frá 6. apríl sl., vegna samgönguáætlunar 2015-2016.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Fiskeldi í Jökulfjörðum - 2016040047

 

Umsókn um 10.000 tonna eldisleyfi í sjó á þremur stöðum í Jökulfjörðum.

 

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra að sjá til þess að óheimilt verði að stunda fiskeldi í Jökulfjörðum a.m.k. þar til nýtingaráætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði liggur fyrir.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggst gegn því að fiskeldi verði í Jökulfjörðum og telur algerlega óhugsandi að úthluta leyfum án þess að ítarleg vinna með íbúum, landeigendum og öðrum hagsmunaaðilum hafi farið fram.
Jökulfirðirnir eru friðland okkar og djásn. Framsýni þeirra var mikil sem gerðu Hornstrandir að friðlandi árið 1975. Hornstrandir og Jökulfirðir eru í dag einstakt svæði fyrir þær sakir og er Bæjarráði Ísafjarðarbæjar umhugað um að svo verði áfram.
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar áformum um uppbyggingu fiskeldis í Ísafjarðardjúpi og styður þau. Þar er mikilvæg uppbygging í gangi sem fjölgar atvinnutækifærum á svæðinu. Nú er svo komið að fiskeldi er í flestum fjörðum Ísafjarðardjúps og eykur það verndunargildi Jökulfjarða enn frekar. Því er enn ríkari ástæða til að staldra við.
Jafnframt ítreka bæjaryfirvöld mikilvægi þess að settur verið fram lagarammi sem styðji við heildarsýn um skipulag á nýtingu strandsvæða og að sveitarfélög fái skipulagsvald að einni sjómílu utan grunnlínu landhelginnar þannig að allir firðir og flóar falli þar undir.

 

   

7.  

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2015 - 2016030064

 

Lagður er fram til kynningar ársreikningur Ísafjarðarbæjar vegna ársins 2015.

 

Ársreikningur Ísafjarðarbæjar og stofnana hans árið 2015 er tilbúinn til endurskoðunar og var lagður fram til kynningar.

 

 

Gestir

 

Edda María Hagalín, fjármálastjóri - 08:31


Edda María Hagalín yfirgefur fundinn kl. 08:58.

 

   

8.  

Hverfisráð Ísafjarðarbæ - 2011030002

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð aðalfundar Hverfisráðs Holta-, Seljalands- og Tunguhverfis sem haldinn var 12. apríl sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2016 - 2016020062

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 12. febrúar sl.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

10.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 454 - 1604009F

 

Fundargerð 454. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. apríl sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

11.  

Félagsmálanefnd - 408 - 1604010F

 

Fundargerð 408. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 12. apríl sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?