Bæjarráð - 918. fundur - 15. febrúar 2016

Dagskrá:

1.  

Tillaga að breytingu á gjaldskrá fjölskyldusviðs - 2015030048

 

Lagt er fram minnisblað Margrétar Geirsdóttur, sviðstjóra fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar, dags. 10. febrúar sl., með beiðni um breytingu á gjaldskrá fjölskyldusviðs.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingarnar á gjaldskrá fjölskyldusviðs.

 

   

2.  

Breytingar á reglum um afslætti á fasteignaskatti - 2016010015

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 3. febrúar sl., varðandi tillögur að breytingum á reglum um afslætti af fasteignaskatti.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að breytingar á reglum um afslætti af fasteignagjöldum verði samþykktar.

 

   

3.  

Skipasala - Arnarborg ÍS-260 m/s - 2016020027

 

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. febrúar sl., varðandi forkaupsrétt sveitarfélaga á fiskiskipi.

 

Bæjarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins á fiskiskipinu Arnarborg ÍS-260.

 

   

4.  

Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri - 2014080017

 

Umræður um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar.

 

Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 2. febrúar sl. og skorar á ríkisstjórn Íslands og borgarstjórn Reykjavíkur að tryggja óskerta starfsemi Reykjavíkurflugvallar og tryggja þar með öryggishagsmuni íbúa landsbyggðanna, þangað til jafngóð eða betri lausn finnst. Það er með öllu ólíðandi að dregið verði úr öryggi sjúklinga og slasaðra sem þurfa að komast með hraði á Landspítalann þar sem staðsett er sérhæfð þjónusta s.s. hjartaþræðingar, heila- og taugaskurðlækningar og vökudeild.

Því miður er óraunhæft að ætla að í náinni framtíð skapist þær aðstæður í íslenskri heilbrigðisþjónustu að ekki verði þörf á að koma mörgum af erfiðustu tilfellunum sem koma upp á landsbyggðunum á Landspítalann við Hringbraut.

Mikilvægt er að aðgengi íbúa landsbyggðanna að öflugustu heilbrigðisþjónustu landsmanna sé tryggt.

 

   

5.  

Hækkun á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða - 2015020104

 

Lögð er að nýju fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 11. desember sl., þar sem óskað er eftir samþykki á 4,5% hækkun gjaldskrár Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd og leggur til við bæjarstjórn að hækkunin verði samþykkt.

 

   

6.  

Friðlýsing og mörkum náttúruvættisins Dynjanda - 2015050041

 

Lagt er fram til kynningar bréf Hildar Vésteinsdóttur og Hákons Ásgeirssonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 9. febrúar sl. varðandi endurskoðun á auglýsingu um friðlýsingu og mörkum náttúruvættisins Dynjanda.

 

Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og mannvirkjanefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar.

 

   

7.  

Hverfisráð Önundarfjarðar - 2011030002

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð Hverfisráðs Önundarfjarðar, frá 10. febrúar sl.

 

Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóri og sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs munu halda fund með Hverfisráði Önundarfjarðar.

 

   

8.  

Félagsmálanefnd - 406 - 1602009F

 

Fundargerð 406. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 9. febrúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

9.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Á 406. fundi félagsmálanefndar var lagt fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 5. febrúar 2016 þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar fagnaði tillögunni.

 

Bæjarráð tekur undir með félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar og fagnar tillögunni til þingsályktunar.

 

   

10.  

Reglur Ísafjarðarbæjar um þjónustuíbúðir á Hlíf og Tjörn. - 2016010028

 

Á 406. fundi félagsmálanefndar voru lögð fram drög að nýjum reglum um þjónustuíbúðir aldraðra í Ísafjarðarbæ. Reglurnar hafa verið í endurskoðun hjá þjónustuhópi aldraðra.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar fól starfsmanni að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum og vísar þeim til bæjarstjórnar.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

   

11.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 450 - 1602004F

 

Fundargerð 450. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. febrúar sl., fundargerðin er í 11 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

12.  

Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045

 

Á 450. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

   

13.  

Breyting á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. - 2016010062

 

Á 450. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

   

14.  

Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046

 

Á 450. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB -Fasteignum ehf.
Nefndin telur innsendar ábendingar ekki gefa tilefni til að breyta fyrirliggjandi tillögu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

   

15.  

Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045

 

Á 450. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB -Fasteignum ehf.
Nefndin telur innsendar ábendingar ekki gefa tilefni til að breyta fyrirliggjandi tillögu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillöguna.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:37

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?