Bæjarráð - 916. fundur - 1. febrúar 2016

 Dagskrá:

1.  

Snjóflóðavarnir undir Kubba, framkvæmdaleyfi. - 2010120048

 

Umræður um snjóflóðavarnir undir Kubba.

 

Umræður fóru fram í kjölfar íbúafundar sem haldinn var 28. janúar sl. vegna snjóflóðavarna undir Kubba.

 

   

2.  

Fjármál Ísafjarðarbæjar - mánaðarskýrslur 2016-2017 - 2016010080

 

Lagt er fram minnisblað Helgu Ásgeirsdóttur, staðgengils fjármálastjóra, dags. 29. janúar sl., með yfirliti yfir rekstur til og með nóvember 2015 og skatttekjur og laun til og með desember 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

Gestir

 

Helga Ásgeirsdóttir, fjármáladeild - 08:43


Helga Ásgeirsdóttir yfirgefur fundinn kl. 08:53.

 

   

3.  

Atvinnuþróunarverkefni Atvest og Ísafjarðarbær - 2010080057

 

Lögð er fram tillaga Shirans Þórissonar, framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, dags. 29. janúar sl., um nýtingu fjármuna samkvæmt samningi milli Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni árið 2016.

 

Bæjarráð vísar málinu til atvinnu- og menningarmálanefndar.

 

   

4.  

Asahláka í febrúar 2015 - vatnsflóð, lærdómsskýrsla, verksamningur við VSÓ ráðgjöf - 2015020033

 

Lögð eru fram drög að lærdómsskýrslu vegna flóðanna á Ísafirði í febrúar 2015 til umsagnar og til birtingar á heimasíðu Ísafjarðarbæjar, til að gefa tækifæri til athugasemda.

 

Bæjarráð vísar lærdómsskýrslunni til umfjöllunar í skipulags- og mannvirkjanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd ásamt því að setja hana fram á heimasíðu Ísafjarðarbæjar til kynningar og athugasemda íbúa.

 

   

5.  

Þróunar og starfsmenntunarsjóður, endurskoðun - 2015110072

 

Lögð eru fram ný drög að nýjum reglum þróunar- og starfsmenntunarsjóðs og reglum um stuðning við starfsmenn Ísafjarðarbæjar sem stunda fjarnám.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027

 

Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbaki o.fl., 13. mál.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

7.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 449 - 1601014F

 

Fundargerð 449. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. janúar sl., fundargerðin er í 10 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

8.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 24 - 1512014F

 

Fundargerð 24. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. janúar sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:12

 

 

Arna Lára Jónsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Gísli Halldór Halldórsson

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?